Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Arctic Hydro æfir yfir verndarflokkun Hamarsvirkjunar

Verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar hef­ur lagt til að kost­ur­inn Ham­ars­virkj­un á Aust­ur­landi fari í vernd­ar­flokk. Fyr­ir­tæk­ið Arctic Hydro, sem ætl­aði að reisa virkj­un­ina, gagn­rýn­ir til­lög­una. Það gera einnig þeir sem stefna á bygg­ingu risa­vax­ins vindorku­vers.

Arctic Hydro æfir yfir verndarflokkun Hamarsvirkjunar
Fossaröð Á Hraunasvæðinu, er m.a. þessi röð fossa. Um er að ræða vatnasviðið austan Vatnajökuls. Mynd: Andrés Skúlason

Ekkert verður af 60 MW Hamarsvirkjun á Austurlandi líkt og fyrirtækið Arctic Hydro hf. áformar ef tillögur verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar um að setja kostinn í verndarflokk verða að veruleika. Verðmætamat faghóp á náttúru svæðisins, landslags og víðerna, spilar þar stærstan þátt.

Virkjunaraðilinn er allt annað en sáttur og leitaði bæði liðsinnis lögfræði- og verkfræðistofu til að verjast. Lögfræðistofan Sókn gagnrýnir harðlega í umsögn sinni mat faghópa rammaáætlunar, sem tillaga verkefnisstjórnar byggir á, og segir vísbendingar um að það „hvíli á villum og tilteknu samræmisleysi“.

Verkfræðistofan Efla er á svipuðum nótum í sinni umsögn og gagnrýnir m.a. mat á mikilvægi víðerna í tengslum við virkjunina og segir faghópana ekki hafa tekið tillit til nýrra gagna frá virkjunaraðilanum sem rýri þar með trúverðlugleika og fagleika við niðurstöðuna. „Þegar rök verkefnisstjórnar fyrir flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk eru skoðuð má sjá að settar eru fram ýmsar staðhæfingar sem eru háðar ýmsum annmörkum og …

Kjósa
55
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Enn græða aðilar á daginn og láta grilla fyrir sig á kvöldin á meðan sullað er í bjór

    Verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar hef­ur lagt til að kost­ur­inn Ham­ars­virkj­un á Aust­ur­landi fari í vernd­ar­flokk. Rammaáætlun er ætlað að vernda hagsmuni almennings í landinu. Fyrirbærið er í raun málamiðlun milli stjórnmálaflokka á Alþingi.

    Umhverfisverndarsinnar vilja í raun fá miklu ákveðnari reglur á meðan flokkarnir sem vilja allstaðar virkja sem hægt er og gefa lítið fyrir hagsmuni almennings þegar kemur að umhverfisvernd. Flokkar sem vilja fjölga í landinu fjölþjóðafyrirtækjum sem allra mest.

    Umhverfissóðarnir eru mjög óánægðir og vilja græða sem mest á erfðarauðævum þjóðarinnar. Það birtist í þessum viðhorfum gróðapungana hja fyr­ir­tæk­inu Arctic Hydro, sem ætl­aði að reisa virkj­un­ina, gagn­rýn­ir til­lög­una. Það gera einnig þeir sem stefna á bygg­ingu risa­vax­ins vindorku­vers.

    Þetta fyrirtæki og önnur í sama dúr kaupa síðan fyrirtæki lögfræðinga og verkfræðinga til að berjast fyrir sinni einkagræðgi.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Fagna verður að komið verði í veg fyrir þessa virkjun
    2
  • ID
    Iceland Discovery skrifaði
    Arctic Hydro er í rúmlega 90% erlendu eignarhaldi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.
Vörðufell: Vatnsból sveitar eða rafhlaða vindorkuvera?
ÚttektVirkjanir

Vörðu­fell: Vatns­ból sveit­ar eða raf­hlaða vindorku­vera?

Orku­veita Reykja­vík­ur hætti við kynn­ing­ar­fund á áform­aðri virkj­un uppi á Vörðu­felli vegna and­stöðu land­eig­enda. „Við höf­um ekki áhuga á að gera þetta öðru­vísi en í sátt og góðri sam­vinnu við sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra hjá OR. „Fyr­ir okk­ur er vatn­ið mik­il­væg­ara en ódýrt raf­magn sem færi jafn­vel í raf­mynta­gröft eða stór­iðju,“ seg­ir land­eig­andi.

Mest lesið

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
1
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
5
ÚttektUm hvað er kosið?

Al­þjóða­mál valda fólki áhyggj­um en hreyfa senni­lega fá at­kvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.
Sigur Trump í höfn
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár