Ekkert verður af 60 MW Hamarsvirkjun á Austurlandi líkt og fyrirtækið Arctic Hydro hf. áformar ef tillögur verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar um að setja kostinn í verndarflokk verða að veruleika. Verðmætamat faghóp á náttúru svæðisins, landslags og víðerna, spilar þar stærstan þátt.
Virkjunaraðilinn er allt annað en sáttur og leitaði bæði liðsinnis lögfræði- og verkfræðistofu til að verjast. Lögfræðistofan Sókn gagnrýnir harðlega í umsögn sinni mat faghópa rammaáætlunar, sem tillaga verkefnisstjórnar byggir á, og segir vísbendingar um að það „hvíli á villum og tilteknu samræmisleysi“.
Verkfræðistofan Efla er á svipuðum nótum í sinni umsögn og gagnrýnir m.a. mat á mikilvægi víðerna í tengslum við virkjunina og segir faghópana ekki hafa tekið tillit til nýrra gagna frá virkjunaraðilanum sem rýri þar með trúverðlugleika og fagleika við niðurstöðuna. „Þegar rök verkefnisstjórnar fyrir flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk eru skoðuð má sjá að settar eru fram ýmsar staðhæfingar sem eru háðar ýmsum annmörkum og …
Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur lagt til að kosturinn Hamarsvirkjun á Austurlandi fari í verndarflokk. Rammaáætlun er ætlað að vernda hagsmuni almennings í landinu. Fyrirbærið er í raun málamiðlun milli stjórnmálaflokka á Alþingi.
Umhverfisverndarsinnar vilja í raun fá miklu ákveðnari reglur á meðan flokkarnir sem vilja allstaðar virkja sem hægt er og gefa lítið fyrir hagsmuni almennings þegar kemur að umhverfisvernd. Flokkar sem vilja fjölga í landinu fjölþjóðafyrirtækjum sem allra mest.
Umhverfissóðarnir eru mjög óánægðir og vilja græða sem mest á erfðarauðævum þjóðarinnar. Það birtist í þessum viðhorfum gróðapungana hja fyrirtækinu Arctic Hydro, sem ætlaði að reisa virkjunina, gagnrýnir tillöguna. Það gera einnig þeir sem stefna á byggingu risavaxins vindorkuvers.
Þetta fyrirtæki og önnur í sama dúr kaupa síðan fyrirtæki lögfræðinga og verkfræðinga til að berjast fyrir sinni einkagræðgi.