Á vefsíðunni MyIgloo.is, sem er eitt stærsta markaðstorg leigusala og leigutaka hér landi, er fjórtán fermetra svefnherbergi í lítilli íbúð á jarðhæð í miðbæ Keflavíkur auglýst til leigu fyrir 160 þúsund krónur á mánuði.
Í auglýsingunni kemur fram að um sé að ræða annað herbergið af tveimur sem leigð eru út í 50 fermetra íbúð. Herberginu fylgir aðgengi að „rúmgóðu baðherbergi ásamt eldhúsaðstöðu með leigjanda hins herbergisins“. Smærra herbergið er auglýst til leigu fyrir 125 þúsund krónur á mánuði.
Tekið er fram að húsið sé vel staðsett í miðbæ Keflavíkur þar sem stutt er í alla helstu þjónustu á borð við matvörubúðir, apótek, verslanir og veitingastaði. Eins er möguleiki á að leigja alla íbúðina, en ekki er tilgreint hvert mánaðarlegt leiguverð sé fyrir íbúðina eins og hún leggur sig.
Rúmlega ellefu þúsund krónur á fermetra
Sé …
Athugasemdir