Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Spánn—England: Spánverjar virtust ósigrandi, en seigla Englendinga bjargaði þeim

Spánn og Eng­land munu leika til úr­slita á Evr­ópu­meist­ara­móti karla í fót­bolta í kvöld. Flest­ir spá Spán­verj­um sigri. En munu Eng­lend­ing­ar geta sótt sér eld­móð og styrk í sög­una um fyrstu eig­in­legu stríðs­átök þjóð­anna þeg­ar heimsveld­ið Spánn beið öll­um að óvör­um lægri hlut?

Spánn—England: Spánverjar virtust ósigrandi, en seigla Englendinga bjargaði þeim
Flotar Spánverja og Englendinga kljást í Ermarsundi. Spánverjar höfðu þá rauða fána með hvítum krossi, rétt eins og fáni Dana.

Íkvöld, 14. júlí 2024, fer fram úrslitaleikur Spánar og Englands á Evrópumóti landsliða í fótbolta karla. Einmitt um þetta leyti árs fyrir 436 árum voru hins vegar að hefjast þau átök milli landanna sem áttu eftir að standa með hléum í rúm 200 ár og voru á sinn hátt hluti af Evrópukeppni stórvelda um völd, auðæfi og áhrif.

Munu fótboltaliðin í kvöld geta dregið einhvern lærdóm af gangi mála árið 1588?

Gáum að því.

Á fyrri hluta 16. aldar varð Spánn með fremur skjótum hætti ríkasta og voldugasta stórveldi Evrópu. Þar kom tvennt til.

Í fyrsta lagi siglingar og landafundir. Frá nýlendum Spánverja í Ameríku og víðar tók að berast gífurlegt herfang svo Spánverjar vissu stundum varla aura sinna tal.

Í öðru lagi komst Spánn undir veldi hinna miðevrópsku Habsborgarara og á veldi Karls 5. frá 1516 til 1556 var gríðarlegt. Hann réði Spáni og öllum nýlendum landsins, Niðurlöndum, stórum hlutum Þýskalands, Mið-Evrópu og Austurríkis og miklum löndum á Ítalíu.

Og þá rann upp það sem kallað hefur verið „gullöld Spánar“.

Þótt Karl skipti svo veldi sínu milli sona sinna þannig að Ferdinand varð keisari Germanska veldisins í Mið-Evrópu en Filippus 2. kóngur yfir öðrum hlutum ríkisins voru áfram mikil og náin tengsl milli þeirra landa sem Habsborgararnir réðu.

Um miðbik 16. aldar voru siðaskiptin í Evrópu svo mjög á döfinni og kostuðu illdeilur og erjur og stundum stríð á stórum svæðum en þjóðhöfðingjar Habsborgara voru jafnan tryggilega fremstir í flokki þeirra sem verja vildu kaþólsku kirkjuna.

England skríður saman

Í byrjun 16. aldar var England fremur lítils megandi en þó enn í hópi stórvelda. Englendingar höfðu tapað hundrað ára stríðinu gegn Frökkum á 15. öld og síðan hafði orka landsmanna farið í illvígt borgarastríð, Rósastríðin.

Undir stjórn Hinriks 8. hófst uppgangur Englands að nýju. Eftir að hann sagði skilið við Rómarkirkju fremur af prívatsástæðum en trúarlegum varð hins vegar ljóst að England hlyti fyrr eða síðar að lenda upp á kant við stórveldin á meginlandi Evrópu.

Elísabet dóttir hans settist í hásætið 1558. Hún áttaði sig á því að England hafði í bili litla burði og of lítinn herstyrk til að láta að ráði að sér kveða á meginlandinu og beindi því athyglinni að hafinu og siglingum, verslun og viðskiptum.

Góð tengsl framan af 16. öld

Langt fram eftir öldinni voru tengsl Spánar og Englands heldur góð þrátt fyrir mismunandi áherslur í trúarbrögðum og samkeppni á hafinu.

Karl 5. hafði reynt að ná Englandi undir sinn ægishjálm með því að láta Filippus son sinn kvænast Maríu, eldri dóttur Hinriks 8. en hún var kaþólsk eða altént mjög veik fyrir pápismanum. Meðan hún var drottning 1554-1558 taldist Filippus því formlega vera konungur Englands þó hjónabandið væri varla nema nafnið tómt. 

Eftir lát Maríu bað Filippus Elísabetar, því hann vildi viðhalda tengslunum við England. Hún lét líklega við hann um skeið en brátt kom á daginn að hún vildi engum gefast. Þrátt fyrir höfnunina reyndi Filippus lengi að halda góðu sambandi við Englendinga en 1588 braust hins vegar út allsherjar stríð milli landanna.

Trúardeilur og sjórán

Ástæðurnar voru ýmsar, en nokkrar helstar.

Filippus Spánarkóngur

Í fyrsta lagi að Elísabet var þá farin að aðstoða með ráðum, dáð og herstyrk þá Hollendinga, mótmælendur aukinheldur, sem gert höfðu uppreisn gegn yfirráðum Filippusar í Niðurlöndum.

Í öðru lagi voru gæðingar Elísabetar með vitund og vilja hennar farnir að ástunda markviss sjórán og árásir gegn „silfurflotum“ þeim sem fluttu ránsfeng Spánverja frá Ameríku yfir Atlantshafið.

Og svo í þriðja lagi hafði Elísabet látið hálshöggva frænku sína, Maríu Stúart fyrrum Skotadrottningu 1587.

Hún var kaþólsk og kaþólikkar höfðu lengi gert sér vonir um að hún kæmist til valda á Englandi og myndi hefja fána páfans á loft þar á ný.

Flotinn ósigrandi leggur úr höfn

Stríðsátök milli Spánverja og Englendinga höfðu raunar hafist í smáum stíl 1585 en nú ákvað Filippus að láta ærlega til skarar skríða.

Seint í júlí 1588 lagði mikill floti upp frá höfnum á Spáni og Portúgal, sem Spánverjar réðu þá um skeið, og stefndi í norður yfir Biscaya-flóann. Skipin voru töluvert á annað hundrað, þar af 24 herskip af stærstu gerð og auk þess fjöldi vopnaðra kaupfara.

Um borð voru um 10 þúsund sjóliðar og tæplega 20 þúsund hermenn sem setja átti í land á Englandi. Einnig átti flotinn að flytja um 32 þúsund hermenn frá Flandri (núverandi Belgíu) yfir til Englandi.

Rúmlega 52 þúsund manna her Spánverja átti svo að stefna til London, sigra lið Elísabetar og setja hana af.

Mistök Spánverja

Ef tekist hefði að setja herinn á land er lítill vafi á að svo öflugur her hefði átt allskostar við það herlið sem Elísabet hefði getað smalað saman.

Elísabet 1.

En Spánverjar gerðu hins vegar hver mistökin á fætur öðrum enda var yfirforingi liðsins, hertoginn af Sidonia, alls óreyndur flotaforingi. Honum tókst ekki að knýja fram allsherjar orrustu við enska flotann og ryðja honum þannig úr vegi heldur héldu ensku skipin uppi látlausum árásum á „flotann ósigrandi“ eftir að komið var í Ermarsundið.

Tjón Spánverja varð lítið en smátt og smátt fór skipulag flotans að riðlast og Sidonia náði ekki að lenda við Flandur og taka þar upp herinn sem beið.

Mikill stormur við eystra mynni Ermarsunds dreifði svo spænska flotanum. Sá stormur gerði gæfumuninn fyrir Elísabetu.

Innrás Spánverjar var blásin af.

Og þá fóru í hönd verstu hörmungar Spánverja. Skip þeirra urðu að sigla norður fyrir Bretlands og svo vestur fyrir Írland og á þessari leið strönduðu eða sukku tugir skipa.

Lærdómur fyrir enska þjálfarann?

Elísabet hrósaði happi en gamli vonbiðillinn hennar (og mágur) sat sneyptur eftir í Madrid.

Alls er talið að Spánverjar hafi misst 44 skip á þessu flani Filippusar konungs og vel rúmlega 15 þúsund hermenn og sjómenn hafi látið lífið.

Þetta voru fyrstu verulegu átök Spánverja og Englendinga og lauk með afgerandi sigri þeirra síðarnefndu.

Vel er hægt að segja að það hafi ekki verið hreysti Englendinga sem vann sigur á flotanum ósigrandi.

Spánverjar kollkeyrðu sig sjálfir með vanhæfni á örlagastundu, auk þess sem veðrið hafði mjög mikið að segja. En Englendingar sýndu þó þolgæði og þá hernaðarvisku að bíða síns tíma.

Kannski enska landsliðið muni í dag geta dregið lærdóm af því?

Athugið að konungur Spánar, sem verður viðstaddur leikinn í kvöld, hann heitir einmitt Filippus!

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár