Ég fór í tónlistarskólann og var svo í fjögur ár í Stokkhólmi að blása hornið mitt. Er búin að vera í Sinfóníunni. Ég er komin á eftirlaun þar. Ég hef alltaf unnið. Ég fór á sjóinn á togara tvö sumur til að vinna fyrir fyrsta hljóðfærinu mínu. Þá var ég í mánuð í einu, svo fórum við og seldum í Hamborg og Húll og svoleiðis. Ég var kokkurinn. Ég fékk einn og kvart en hinir venjulegu mennirnir bara einn hlut.
Ég var með í láni hornið frá tónlistarskólanum. Skipstjórinn sagði:„Hún er skrítin, þessi kona. Það gæti komið sér vel að hafa hana um borð í skipinu ef við lendum í þoku.“ Af því að þá var ég með lúðurinn til að blása. Þokulúður. Svo kom ég heim og var að spila hérna.
Ég segi alltaf þegar ég er spurð. Ég er til í allt nema trúlofun. Ég hef aldrei verið …
Athugasemdir (2)