Vegna heilsufarslegrar áhættu sem kom upp á 20. viku meðgöngu þurfti Jóna Þórey Pétursdóttir lögmaður að byrja að ganga verulega á veikindaréttinn sinn sem hún hefur unnið sér inn á vinnumarkaði. Hún var skikkuð í tveggja vikna fullt veikindaleyfi og svo 50 prósent veikindaleyfi fram að 36. viku meðgöngu þegar hún verður aftur skikkuð í fullt veikindaleyfi. Vegna þessa mun Jóna klára veikindaréttinn sinn algjörlega áður en hún fer í fæðingarorlof.
Hún væri í talsvert betri stöðu ef frumvarp móður hennar, Sigrúnar Jónsdóttur – þáverandi varaþingmanns Kvennalistans – hefði náð fram að ganga árið 1990. Þá lagði Sigrún meðal annars til að verðandi mæður ættu rétt á orlofi sem kæmi ekki til frádráttar á fæðingarorlofi í einn mánuð fyrir fæðingu.
„Þetta er áratuga gamalt fyrirbæri sem þekkist vel í þessum norrænu velferðarkerfum sem við þykjumst vera hluti af,“ segir Jóna og vísar til Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands.
Athugasemdir