Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Klárar hvern einasta veikindadag í meðgönguveikindi

Fyr­ir tæp­um 34 ár­um stóð Sigrún Jóns­dótt­ir í pontu á Al­þingi og krafð­ist þess að ófrísk­ar kon­ur fengju svo­kall­að með­göngu­or­lof við 36. viku með­göngu svo þær þyrftu ekki að ganga á veik­inda­rétt­inn sinn. Nú, 34 ár­um síð­ar, er dótt­ir Sigrún­ar, Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, ein­mitt í þeim spor­um að klára veik­inda­rétt­inn sinn vegna veik­inda á með­göngu. Þeg­ar hún kem­ur aft­ur á vinnu­mark­að eft­ir or­lof mun hún ekki eiga neinn veik­inda­rétt inni.

Klárar hvern einasta veikindadag í meðgönguveikindi
Jóna Þórey Vill að verðandi mæður fái meðgönguorlof frá 36. viku, svo þær þurfi ekki að ganga á veikindaréttinn sinn í aðdraganda fæðingar. Mynd: Golli

Vegna heilsufarslegrar áhættu sem kom upp á 20. viku meðgöngu þurfti Jóna Þórey Pétursdóttir lögmaður að byrja að ganga verulega á veikindaréttinn sinn sem hún hefur unnið sér inn á vinnumarkaði. Hún var skikkuð í tveggja vikna fullt veikindaleyfi og svo 50 prósent veikindaleyfi fram að 36. viku meðgöngu þegar hún verður aftur skikkuð í fullt veikindaleyfi. Vegna þessa mun Jóna klára veikindaréttinn sinn algjörlega áður en hún fer í fæðingarorlof.

Hún væri í talsvert betri stöðu ef frumvarp móður hennar, Sigrúnar Jónsdóttur – þáverandi varaþingmanns Kvennalistans – hefði náð fram að ganga árið 1990. Þá lagði Sigrún meðal annars til að verðandi mæður ættu rétt á orlofi sem kæmi ekki til frádráttar á fæðingarorlofi í einn mánuð fyrir fæðingu.

„Þetta er áratuga gamalt fyrirbæri sem þekkist vel í þessum norrænu velferðarkerfum sem við þykjumst vera hluti af,“ segir Jóna og vísar til Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands. 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kerfi sem bregst barnafjölskyldum

Fæðingarorlofssjóður hefur fælingarmátt fyrir íslenska námsmenn erlendis
Þórdís Dröfn Andrésdóttir
AðsentKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Þórdís Dröfn Andrésdóttir

Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóð­ur hef­ur fæl­ing­ar­mátt fyr­ir ís­lenska náms­menn er­lend­is

„Það hlýt­ur að vera að fé leki úr sjóðn­um – ekki til nýbak­aðra for­eldra held­ur ein­fald­lega í kerf­ið sjálft,“ skrif­ar Þór­dís Dröfn Andrés­dótt­ir, ný­bök­uð móð­ir sem hef­ur þurft að berj­ast fyr­ir fæð­ing­ar­or­lofs­greiðsl­um eft­ir að hún kom heim úr námi.
Lögð inn á spítala eftir bréf frá Fæðingarorlofssjóði
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Lögð inn á spít­ala eft­ir bréf frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði

Ís­lensk­ir for­eldr­ar sem Heim­ild­in hef­ur rætt við segja frá harka­leg­um könt­um á kassa­laga kerfi sem fær þau til að hugsa sig tvisvar um frek­ari barneign­ir. Lækn­ir og bráða­tækn­ir sem eign­uð­ust ný­lega son voru bæði kom­in aft­ur út á vinnu­mark­að þrem­ur mán­uð­um eft­ir barns­burð. Um tíma leit út fyr­ir að móð­ir­in fengi ekki fæð­ing­ar­or­lof.
Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.

Mest lesið

Helgi Gunnlaugsson
4
PistillUppgjör ársins 2024

Helgi Gunnlaugsson

Hug­leið­ing­ar af­brota­fræð­ings við ára­mót

Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræð­ing­ur er orð­inn 67 ára og seg­ir ár­in líða sí­fellt hrað­ar með hækk­andi aldri. Í per­sónu­legu sem og fræði­legu upp­gjöri seg­ir hann fjölda mann­drápa veru­legt áhyggju­efni, en þau hafa aldrei ver­ið fleiri á einu ári hér á landi. Þá veki það ugg að börn sem gerend­ur og þo­lend­ur komi meira við sögu í mann­dráps­mál­um en áð­ur.
Árið í myndum: Fólkið sem flúði og fólkið sem mótmælti
5
FréttirUppgjör ársins 2024

Ár­ið í mynd­um: Fólk­ið sem flúði og fólk­ið sem mót­mælti

Ís­lend­ing­ar kynnt­ust þó nokkr­um Palestínu­mönn­um á ár­inu, fólki sem flúði sprengjuregn Ísra­els­hers í heimalandi þeirra. Fjöl­marg­ir stóðu upp og köll­uðu eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd stigu fast­ar til jarð­ar hvað varð­aði and­stöðu við stríð­ið og ein­kennd­ist fyrri hluti árs­ins af mót­mæl­um. Hér er far­ið yf­ir þessa at­burði í mynd­um og nokkr­um orð­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár