Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?

Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
Voru Kanaansmenn þvert oní það sem við höfm talið miklir siglingakappar? Og kunnu þeir að sigla yfir hafið, en ekki einungis meðfram ströndum? Myndin sýnir endurgerð skips af því tagi sem sökk fyrir 3.400 árum.

Fyrir ári síðan var rannsóknarskip á ferðinni alllangt úti í hafinu vestur af ströndum Ísraels. Það var að leita að ummerkjum um gaslindir á hafsbotni. Ekki fer sögum af því hvort þær fundust en hins vegar sáu vísindamenn í tækjum sínum undarlega þúst á botninum á meira en tveggja kílómetra dýpi.

Fjarstýrðar myndavélar voru sendar niður í djúpið og já, þarna reyndist vera flak, og bersýnilega af fraktskipi aftan úr fornöld.

Nú fyrir fáeinum dögum kynntu vísindamenn ísraelsku fornleifastofnunarinnar niðurstöður bráðabirgðarannsókna á flakinu, en þeir höfðu verið fengnir til aðstoðar af orkufyrirtækinu sem sent hafði rannsóknarskipið á vettvang.

Fjarstýrður kafbátur hafði verið sendur niður að flakinu og hann náði upp tveim leirkerjum sem í flakinu höfðu verið.

Því miður höfðu lokin á kerjunum ekki þolað svo langa vist svo djúpt á sjávarbotni og allt sem í kerjunum var virtist horfið og í staðinn voru þau fullt af sandi. Annaðhvort hafði það sem í kerjunum var leyst upp í sjónum eða það hafði hreinlega verið étið af sjávardýrum.

Nú stendur til að sækja fleiri ker og gera nákvæmar rannsóknir á sandinum í þeim. Vonir standa til að einhverjar örlitlar leifar af innihaldinu séu eftir, vonandi nógu mikið til að hægt verði að efnagreina þær.

Myndavélar sýndu að flakið á hafsbotni virtist afar heillegt.Myndin er fengin að láni frá ísraelska blaðinu Haaretz.

Hitt sáu vísindamennirnir fljótt hverjir höfðu búið til þessi leirker og gengið frá þeim um borð í skipinu og hvenær. Skipsflakið reyndist vera 3.400 ára gamalt sem þýðir að skipið var á ferðinni um árið 1375 FT — fyrir upphaf tímatals okkar, eða fyrir Krist.

Og kerin voru af gerð sem vísindamennirnir þekktu. Þau voru bersýnilega búin til af Kanaansmönnum, íbúum á því svæði sem síðar kallaðist Palestína, Ísrael, Júdea ...

Gyðingaþjóðin, sem varð til sem sérstök þjóð um þetta leyti og þó líklega frekar nokkru seinna, hún var hluti Kanaansmanna.

Ísraelsku vísindamennirnir vekja athygli á því að hingað til hafi Kanaansmenn ekki verið þekktir siglingakappar. Ef fraktskipið sem fórst þarna úti í hafinu reynist hafa verið gert út og mannað af Kanaansmönnum getur það breytt verulega mynd okkar af þeim.

En að sjálfsögðu gæti skipið hafa verið til dæmis fönikískt, þótt farmurinn hafi verið útbúinn af Kanaansmönnum. Vonast er til að frekari rannsóknir á næstunni geti upplýst það.

En allra merkilegast er samt hve langt frá ströndu flakið fannst. Í þá daga voru ýmsar þjóðir við Miðjarðarhafi byrjaðar að smíða skip og sigla um hafið en eftir því sem best var vitað höfðu þær allar enn þann háttinn á að sigla meðfram ströndum og hætta sér aldrei úr landsýn.

Hvort tveggja var að skipin voru yfirleitt smá og veikburða og þoldu illa óveður sem geisuðu á opnu hafi og svo höfðu menn engin siglingatæki sem tryggðu öruggar siglingar um úthöfin. Vissulega voru siglingamenn byrjaðir að stýra eftir sól, tungli og stjörnum en kunnu þó ekki að sigla langar leiðir úr landsýn.

Að því er menn héldu.

Getur verið að sjómennirnir hafi fyrir 3.400 árum haft yfir að ráða einhverjum fullkomnari siglingatækjum en þeim sem við höfum hingað til vitað um? Það er ekki óhugandi. Við vitum satt að segja furðu lítið um hinar fyrstu siglingaþjóðir og siglingaþekkingu þeirra.

Þótt Miðjarðarhafið sé vissulega ekki úthaf, þá má þó kalla þau úthafsskip, þau skip sem eru fær um að sigla langar leiðir yfir sjó langt úr landsýn.

Svo var þarna komið eitt fyrsta úthafsskipið?

Nokkurn veginn þar sem línan endar fannst flakið á hafsbotni.

Hvað sem því líður, ef skipið hefur verið á ferð á þeim slóðum þar sem flakið fannst af fúsum og frjálsum vilja skipstjórnarmannanna, þá þarf að endurskoða ýmislegt því flakið fannst hvort meira en minna en 90 kílómetra frá strönd Ísraels.

Miklu lengra úti í hafinu en vitað var til að nokkur kaupskip hættu sér fyrir 3.400 árum.

Að sjálfsögðu getur verið að skipið hafi hrakist burt frá ströndinni í illviðri og síðan sokkið.

Ýmislegt bendir þó til þess að svo hafi ekki verið og sjómennirnir hafi verið á ferðinni svo langt frá landi af því þeir hafi einfaldlega kunnað að sigla yfir hafið — verið til dæmis á leiðinni til Kýpur eða jafnvel Grikklands, nú eða Egiftalands — fremur en þræða strandlengjuna.

Jacob Sharvit og dr. Karnit Bahartan skoða leirkerin af hafsbotni.Myndin er frá ísraelsku fornleifastofnuninni en birtist í blaðinu Haaretz.

Hið helsta sem þykir benda til þess er að farmur skipsins — allur fjöldinn af leirkerjum — var ósnertur um borð. Ef sjómennirnir hefðu hrakist burt frá ströndum og borist langar leiðir út á hafið, þá er ekki ólíklegt að þeir hefðu reynt að létta á skipi sínu með því að varpa farminum eða hluta hans útbyrðis.

Eða þá, ef skipið hefur hrakist undan illveðrum langt út á haf, þá er líka alls ekki ósennilegt að farmurinn hefði eitthvað gengið til og því dreifst víða um hafsbotnin þegar skipið sökk loks.

En svo fór ekki, allur farmurinn var á sínum stað í flakinu. Skipið virðist hafa sokkið mjög í heilu lagi og á skömmum tíma.

Hvers vegna er ekki vitað. Kannski verða menn nær um það eftir að fjarstýrði kafbáturinn sem þarna er nú að störfum hefur grafið upp allt flakið.

Hér er altént að ýmsu að hyggja.

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár