Vantrauststillagan felld

Van­traust­stil­laga Mið­flokks­ins á hend­ur Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur hef­ur ver­ið felld.

Vantrauststillagan felld

Vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra var felld á Alþingi í hádeginu. Flutningsmenn tillögunnar voru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 

Ástæða tillögunnar var framganga Bjarkeyjar í tengslum við hvalveiðar. Miðflokkurinn gagnrýndi matvælaráðherra fyrir að hafa tekið sér óvenju langan tíma til veitingar hvalveiðileyfis með þeim afleiðingum að ekkert yrði af vertíð Hvals hf. í sumar. Bjarkey gaf út veiðileyfi þann 11. júní síðastliðinn til veiða á 128 langreyðum. 

Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna höfðu gefið það út að þeir myndu allir verja Bjarkeyju vantrausti. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að tillagan, sem hún kallaði pólitískt leikrit, yrði felld.

Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 23. Einn greiddi ekki atkvæði en fjórir voru fjarstaddir.

Jón Gunnarsson sat hjá

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að greiða ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni. Hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni í ræðustól og sakaði þingflokk …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár