Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

80 ár frá Bagration, mestu sókn Rauða hersins

Í júní var þess minnst að 80 ár voru frá inn­rás­inni í Normandí. Hún skipti miklu máli við að sigra Hitler og nóta hans en seinna í mán­uð­in­um hóf Rauði her­inn svo aðra inn­rás sem varð ekki síð­ur af­drifa­rík.

80 ár frá Bagration, mestu sókn Rauða hersins
Þann 17. júlí 1944 átti sér stað ótrúleg og mögnuð uppákoma á Rauða torginu í Moskvu. Þýski herinn hafði á sínum tíma ekki farið dult með þá fyrirætlun sína að halda mikla hergöngu á torginu þegar hann hefði sigrað Rússa endanlega. Nú smöluðu Rússar saman 57.000 þýskum stríðsföngum sem þeir höfðu náð eftir sigra í Bagration-árásinni, sem enn var í fullum gangi, og létu þá marsera í „göngu hinna sigruðu“ yfir torgið. Mynd: rarehistoricalphotos.com

Íjúní var þess minnst víða um heim að 80 ár voru frá innrás hinna vestrænu bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni frá Bretlandsströndum yfir til Frakklands. Áætlun Overlord, eins og innrásin var kölluð, var á sinn hátt mjög mikilvægur áfangi í stríði bandamanna gegn Þýskalandi Hitlers og ber síst að vanmeta það.

Sextán dögum eftir innrásina í Normandí hófu Bandamenn hins vegar aðra sókn sem varð ekki síður örlagarík á þeim lokaspretti heimsstyrjaldarinnar sem þá var að hefjast. Þar var hinn Rauði her Sovétríkjanna að verki og áætlunin var nefnd Bagration eftir hershöfðingjanum Piotr Bagration sem atti mjög kappi við Napóleon Frakkakeisara og átti það sameiginlegt með Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, að vera upphaflega frá Georgíu.

Hér segir af Bagration.

Hluti Úkraínu frelsaður

Í ágúst 1943 höfðu Þjóðverjar gert síðustu eiginlegu tilraun sína til stórsóknar gegn Rauða hernum þegar þeir hófu árás á borgina Kursk í miðju Rússlandi. Árásin mistókst algjörlega og í staðinn hóf Rauði herinn sókn sem stóð nær sleitulaust til stríðsloka.

Sovétmenn lögðu í fyrstu mesta áherslu á að ná Úkraínu sem Þjóðverjar höfðu hernumið 1941. Þrátt fyrir mjög harða andstöðu Þjóðverja náði Rauði herinn Kyiv í nóvember '43 og á útmánuðum 1944 hafði stór hluti Úkraínu verið frelsaður og síðan Krímskagi þegar komið var fram í apríl.

Í norðri hafði öðrum sovéskum her tekist að létta umsátrinu grimma um Leníngrad í janúar '44 en sóknin stöðvaðist svo áður en sá her næði alla leið að Eystrasaltslöndunum. Í Belarús héldu Þjóðverjar hins vegar enn velli.

Bannað að hugleiða ósigur

Fyrstu vikur sumars 1944 varð sjaldgæft hlé á stóraðgerðum en allir vissu að það var einungis lognið á undan storminum. Allt frumkvæði á vígstöðvunum var nú komið svo tryggilega í hendur Sovétmanna að ekki einu sinni Adolf Hitler lét sig dreyma um að Þjóðverjar gætu hafið sókn þetta sumarið.

Þeir yrðu bara að bíða eftir því hvar Rauða hernum þóknaðist næst að sækja fram og reyna að standa atlöguna af sér. Rétt eins og þeir biðu líka eftir því hvar væntanlegir innrásarprammar bandamanna í vestri myndu lenda.

Enda þótt Þjóðverjum, jafnvel hæst settu hershöfðingjunum, væri í raun bannað að svo mikið sem hugleiða mögulegan ósigur var öllu raunsæju fólki ljóst að leið Þjóðverja til sigurs var nú útilokuð eða svo gott sem.

Draumórar Hitlers

Eini hugsanlegi möguleiki þeirra – og sá var ekki stór – væri sá að vera leiftursnöggir að sigrast á innrásinni í vestri, þegar hún kæmi, svo þeir gætu síðan sent mestallt sitt lið úr vestri nægjanlega snemma til að mæta fyrirsjáanlegri árás Rauða hersins.

Ef tækist að stöðva þá árás og jafnvel sækja eitthvað til baka mætti þá gera sér vonir um nýja stórsókn austur á bóginn sumarið 1945 þegar þau „undravopn“ sem Hitler batt æ meiri vonir við yrðu komin í gagnið, og kannski farið að trosna verulega úr bandalagi Stalíns annars vegar og Vesturveldanna hins vegar. 

En Rauði herinn ætlaði ekki, frekar en hugmyndasmiðir Overlords, að leyfa draumórum Hitlers og nóta hans að rætast.

Möguleikar Rauða hersins

Þegar sovéska herráðið (stavka) tók að íhuga á útmánuðum hvert ætti að beina sumarsókninni stóðu menn frammi fyrir fjórum kostum.

Norðurleiðinni til Eystrasaltslandanna.

Miðleiðinni inn í Belarús.

Vesturleiðinni inn í vesturhluta Úkraínu.

Og suðvesturleiðinni inn í Rúmeníu til að hertaka olíulindir landsins.

Þjóðverjar voru nokkuð vissir um að vesturleiðin yrði fyrir valinu. Ef Rauði herinn næði góðum árangri þar gæti hann átt greiða leið inn í Pólland og jafnvel farið að líta Þýskaland sjálft hýru auga.

Stalín var formaður herráðsins og eftir á þakkaði hann sjálfum sér allar réttar ákvarðanir herráðsins og sú þjóðsaga varð til að snilld Stalíns hefði ráðið öllum úrslitum í stríðinu svo þakka mætti honum sigurinn á Þjóðverjum. Í reynd var það fjarri lagi. Stalín var ekki mikill herstjóri og meðan hann fékk að ráða í byrjun stríðsins gerðu Sovétmenn tröllsleg mistök á vígvellinum sem kostuðu milljónir mannslífa.

Það sem Stalín hafði fram yfir Hitler

Stalín hafði það hins vegar fram yfir Hitler, sem taldi sig allt til loka óskeikulan herstjóra, að hann fékkst til að læra af mistökum sínum og eftirlét sér flinkari hershöfðingjum smátt og smátt æ meiri stjórn herjanna á vígvellinum – þótt eftir sem áður fylgdist hann yfirleitt grannt með, sem formaður stövku, og stærri ákvarðanir þyrfti ævinlega að bera undir hann til samþykkis.

Nú voru helstu marskálkar og hershöfðingjar Rauða hersins settir í að ákveða hvar skyldi ráðast til atlögu. Þeir komust fljótlega að þeirri niðurstöðu að fara skyldi miðleiðina inn í Belarús en ekki vesturleiðina. Ástæðurnar voru ýmsar en meðal annars sú að þeir þóttust vita að varnir Þjóðverja væru mun veikari í Belarús en Úkraínu.

Tilgangur Bagration

Tilgangurinn með áætluninni, sem nú hafði fengið nafn Bagrations, var í sjálfu sér að frelsa Belarús undan Þjóðverjum og koma Rauða hernum í ákjósanlega stöðu til að sækja í allar áttir í næsta áfanga.

En síðast en ekki síst var tilgangur Rauða hersins að eyðileggja sem mest af þýska hernum til að svipta Þjóðverja góðum hluta af varnarmætti sínum í framhaldinu.

Nú er oft sagt – og með miklum rétti – að helsta hernaðaraðferð Rússa í bardögum sé að dæla bara sífellt meiri liðsafla inn á vígvöllinn og hirða lítið eða ekkert um hve margir falli. Rússar treysti því að þeir eigi alltaf mun meira lið en andstæðingurinn. Þeir hafi því efni á að missa ógrynni liðs en andstæðingurinn ekki.

Þannig vinni þeir alltaf að lokum.

Blekkingar og kænska

Mörg óskemmtileg dæmi eru um þessa aðferð Rauða hersins í síðari heimsstyrjöld, einkum framan af, en áætlun Bagration var hins vegar skipulögð með öðrum hætti. Hún þykir eitt besta dæmið um þá „djúpu orrustu“ sem framsýnir herforingjar Rauða hersins höfðu lagt drög að áratuginn fyrir heimsstyrjöldina og fólst í árangursríkri samvinnu fjölmennra herja á sviði markmiða, aðgerða og herbragða.

Og Rauði herinn beitti líka blekkingum og kænskubrögðum alls konar í meira mæli en oft áður – og með betri árangri – til að sannfæra Þjóðverja endanlega um að árásin yrði gerð eftir vesturleiðinni.

Það voru þeir Konstanín Rokossovsky og Georgí Zhukov sem báru hitann og þungann af skipulagningu Bagration. Þeir vissu að innrásar bandamanna var von í vestri en vissu ekki hvenær hún hæfist. Þegar Overlord hófst svo þann 6. júní var þeim ekkert að vanbúnaði.

Bagration hefst

Þann 22. júní voru Bandaríkjamenn og félagar búnir að koma sér fyrir á strönd Frakklands og ljóst að þeir yrðu ekki hraktir út í sjó aftur.

Og þann dag  þegar rétt þrjú ár voru hafin frá Barbarossa-innrás Hitlers í Sovétríkin  hófst Bagration.

Er þarna var komið sögu höfðu Sovétmenn algjöra yfirburði bæði í mannafla og herbúnaði öllum. Í flestöllum stórorrustum voru þeir tvisvar til þrisvar sinnum liðfleiri en Þjóðverjar. Í orrustum sem stóðu þá tvo mánuði sem Bagration var í gangi gátu Þjóðverjar teflt fram 800 skriðdrekum en Sovétmenn 3.800. Luftwaffe gat sent á loft 1.200 flugvélar eða þar um bil en flugher Sovétríkjanna 8.000.

Og mannaflinn sjálfur? Þjóðverjar tefldu fram milljón manns. Það virðist ógurlegur fjöldi en í þeim Rauða her sem sótti nú í vestur var hálf þriðja milljón.

„Þjóðverjar tefldu fram milljón manns. Það virðist ógurlegur fjöldi en Rauði herinn sótti nú í vestur með hálfri þriðju milljón.“

Varnir Þjóðverja hrynja

Óhætt er að segja að varnir Þjóðverja hrundu. Á tveimur mánuðum ruddust Rokossovsky og herir hans yfir allt Belarús og hálft Pólland og staðnæmdust loks við Varsjá um miðjan ágúst. Hvað þar gerðist er önnur saga sem síðar verður frá sagt.

En hvarvetna voru varnir Þjóðverja í uppnámi. Öll Úkraína hafði verið frelsuð. Rauði herinn var kominn inn í Eystrasaltslöndin úr austri. Innrás í Rúmeníu yfirvofandi. Ungverska sléttan blasti við herjum sem komnir voru upp í Karpatafjöll.

Allt frá byrjun hafði mantra Hitlers við herstjórn verið sú að Þýskaland mætti aldrei heyja stríð á tveimur vígstöðvum í einu líkt og í fyrri heimsstyrjöld. En nú var það orðið að veruleika.

Overlord og Bagration sáu til þess.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár