Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.

Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
Grimmileg fjöldamorð og stríðsglæpir Rússa í Bútsja og víðar — sem þeir þræta enn fyrir — áttu ríkan þátt í að herða afstöðu Úkraínumanna og bandamanna gegn kröfum Rússa.

Enn virðast litlar líkur á að samið verði um frið í Úkraínustríðinu á næstunni. Innrásarher Rússa situr sem fastast í landinu, bæði í Donbass-héraðinu í austurhluta Úkraínu, á Krímskaga og víðar og virðist heldur hafa sótt í sig veðrið að undanförnu, eftir að vonir Úkraínumanna um góðan árangur gagnsóknar á síðasta ári brugðust algerlega.

Athyglin beinist stundum að þeim einu raunverulegu friðarviðræðum sem farið hafa fram í stríðinu en þær voru í gangi á fyrstu vikum þess og á tímabili leit jafnvel út fyrir að þær kynnu að skila árangri.

Svo fór þó ekki og stuðningsmenn Rússa hafa gjarnan kennt því um að vestrænir bandamenn Úkraínumanna hafi stoppað þá í að skrifa undir hagstæðan friðarsamning af einskærri andúð vesturveldanna í garð Rússa. Boris Johnson forsætisráðherra Breta er þá gjarnan nefndur til sögunnar.

Bandaríska blaðið The New York Times (hér eftir NYT) birti í gær langa grein það segir frá þessum friðarviðræðum og út á hvað þær gengu. Óhætt er að segja að niðurstaða blaðsins er ekki fyllilega í samræmi við fyrrnefnda útgáfu stuðningsmanna Rússa og ferð Johnsons til Kyiv kemur hvergi við sögu.

Lesa má út úr grein NYT að Pútin Rússaforseti sjálfur hefur fjarstýrt rússnesku samningamönnunum enda kölluðu þeir hann „the boss“ (eins og það er orðað í enskri þýðingu). Jafn auðsætt er að „stjórinn“ lagði mikið kapp á það framan af að gengið yrði frá samningunum hið allra fyrsta.

Lesa má bæði leynt og ljóst úr þeim upplýsingum sem bandaríska blaðið birtir að ástæðan fyrir því hve Pútin lá mikið á hafi verið sú að æ harðari mótspyrna Úkraínumanna á vígvöllunum hafi komið honum í opna skjöldu. Honum hafi því þótt brýnt að ná sem allra mestu af markmiðum sínum áður en Úkraínumönnum yxi enn fiskur um hrygg.

Sem og að sjálftraust þeirra ykist svo að þeir teldu sig ekki þurfa að ganga að ströngustu skilmálum Rússa. 

Tekið skal fram að í eftirfarandi samantekt er eingöngu stuðst við frásögn NYT, enda hefur ekki gefist tóm til að afla viðbragða við henni eða leggja á hana sjálfstætt mat.

Frásögn blaðsins er að finna hér og þar er til dæmis að finna myndir af margvíslegum skjölum sem við sögu koma.

Þann 28. febrúar hittust samninganefndir Úkraínu og Rússlands í Belarús.

Þá voru aðeins fjórir dagar síðan innrás Rússa hófst og þótt bjartsýnustu vonir þeirra um allsherjar hrun Úkraínu á örfáum sólarhringum hefðu ekki ræst — og Zelensky forseti Úkraínu bæri sig vel eftir að hafa neitað að leggja á flótta — þá varð enn ekki betur séð en Rússar hefðu bæði tögl og hagldir og væru á góðri leið með að leggja Kyiv undir sig.

Á þessum fyrsta fundi gerðist fátt en viðræðum var haldið áfram um fjarfundarbúnað næstu daga og þá kom á daginn að Úkraínumenn virtust tilbúnir til að leggja á hilluna NATO-umsókn sína og lýsa sig hlutlaust ríki til frambúðar.

Um það snerist ein helsta krafa Pútins.

Úkraínumenn vildu þó að sjálfsögðu fá einhverjar tryggingar fyrir öryggi sínu ef þeir létu þetta mikilvæga atriði eftir Rússum. 

Samkvæmt viðræðupunktum sem Úkraínumenn sendu vestrænum bandamönnum sínum 17. mars höfðu þeir gert þá kröfu til Rússa að hópur ríkja yrði fenginn til að ábyrgjast hlutleysi og öryggi Úkraínu með því að þau kæmu landinu til varnar ef á það yrði ráðist í framtíðinni. Miðað yrði við alþjóðlega viðurkennd landamæri Úkraínu.

Rússar kröfðust þess hins vegar um þetta leyti að Úkraínumenn afsöluðu sér öllum austurhéruðum Donbass-svæðisins og viðurkenndu formlega yfirráð Rússlands yfir Krímskaga. Úkraínumenn og bandamenn skyldu leggja af allar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

Þá yrðu settar afar strangar hömlur á hvað Úkraínumönnum væri heimilt að eiga af vopnum og hvers kyns vopnabúnaði.

Úkraínumenn munu hafa verið til viðræðu um slíkar hömlur en vildu þó fá að eiga mun meira af vopnum en Rússum þóknaðist.

Vestrænum sérfræðingum þótti sem kröfur Rússa jafngiltu í raun einhliða afvopnun Úkraínumanna. Með tilliti til þess að Úkraínumönnum gekk nú æ betur að hafa hemil á sókn Rússa og þeir voru jafnvel farnir að snúa vörn í sókn sums staðar, sér í lagi við Kyiv, þá fannst ýmsum bandamönnum Úkraínumanna að kröfur Rússa væru nú alltof strangar. 

Pólverjar óttuðust til dæmis mjög að Frakkar og Þjóðverjar myndu knýja Úkraínumenn til að fallast á skilmála Rússa og á NATO-fundi í Brussel 24. mars spurði Andrzej Duda forseti Póllands stallsystkin sín hvort þau gætu sjálf hugsað sér að samþykkja skilmála eins og þá sem Rússar vildu að Úkraínumenn féllust á.

Enginn NATO-leiðtoganna gat hugsað sér það.

Þann 29. mars hittust samninganefndir Rússa og Úkraínumanna í Istanbúl í Tyrklandi. Þá var orðið endanlega ljóst að hernaðarleg markmið Rússa um skjótan sigur á vígvöllunum myndu ekki nást og ýmsir þóttust sjá merki þess að Pútin væri reiðubúinn að gefa eftir af ýtrustu kröfum sínum.

Hins vegar fögnuðu Rússar greinilega tilboði Úkraínumanna að lýsa land sitt hlutlaust og ganga ekki í NATO.

Í Istanbúl lögðu sendimenn Zelenskys fram hugmyndir sínar í tveggja blaðsíðna skjali sem ekki var birt opinberlega.

Samkvæmt NYT voru Úkraínumenn tilbúnir til að falla frá eindregnum kröfum sínum um endurheimt Krímskaga en gert yrði samkomulag um að á næstu 10-15 árum yrði gert út um stöðu skagans í viðræðum Rússa og Úkraínumanna. Á þeim tíma lofuðu Úkraínumenn að gera ekki tilraun til að ná skaganum með vopnavaldi.

Þessi hálfi annar áratugur yrði einnig notaður til að skera úr um hve miklu úkraínsku landsvæði Rússar gætu haldið og hver yrði þá formleg staða þess.

Mikilvægasta grein tillagna Úkraínumanna var sú fimmta. Þar var kveðið á um, í samræmi við fyrri hugmyndir Kyiv-stjórnarinnar, að ákveðin öflug ríki yrðu fengin saman í hóp sem ætti síðan að bera ábyrgð á öryggi Úkraínu.

Tillaga Úkraínumanna var svohljóðandi í enskri þýðingu:

„The Guarantor States and Ukraine agree that in the event of aggression, any armed attack on Ukraine or any military operation against Ukraine, each of the Guarantor States, after urgent and immediate consultations between them … will provide … assistance to Ukraine, as a permanently neutral state under attack…“

Þetta þýðir:

„Ábyrgðarríkin og Úkraína samþykkja að verði Úkraína fyrir árás, vopnaðri innrás eða hernaðaraðgerð af hvaða tagi sem er, muni sérhvert ábyrgðarríkjanna, eftir tafarlausar og skjótar viðræður sín á milli ... veita aðstoð Úkraínu, sem hlutlausu ríki til frambúðar sem sætir árás ...“

Úkraínumenn nefndu til sögunnar sem hugsanleg ábyrgðarríki Bretland, Kína, Rússland, Bandaríkin, Frakkland, Tyrkland, Þýskaland, Kanada, Ítalíu, Pólland og Ísrael.

Í ákvæðinu fólst að sjálfsögðu að þessi ríki lýstu sig reiðubúin til að koma Úkraínu til varnar hernaðarlega ef á landið yrði ráðist. 

Það var engin tilviljun að Úkraínumenn höguðu svo málum að þessi tillaga þeirra var númer 5 í skjali þeirra — það var augljós og auðsæ tilvísun til hinnar frægu 5. greinar í stofnskrá Atlantshafsbandalagsins NATO þar sem kveðið er á um, í reynd, að árás á eitt aðildarríki sé árás á þau öll.

Úkraínumenn fengju kannski ekki að ganga í NATO og njóta þannig verndar 5. greinar bandalagsins, en í staðinn kæmu þeir í raun sér upp sínu eigin óformlega varnarbandalagi með sinni eigin 5. grein.

Rússar féllust ekki umyrðalaust á þetta en viðræðum var þó haldið áfram næstu tvær vikurnar gegnum fjarfundarfund. Á þeim vikum styrktist staða Úkraínu sífellt á vígvellinum, Rússar hörfuðu endanlega frá Kviv en skildu eftir sig í nágrannabænum Bútja og víðar ummerki um viðbjóðsleg hryðjuverk og stríðsglæpi.

Mjög margir Úkraínumenn styrktust í þeirri sannfæringu að það væri ekki með nokkru móti réttlætanlegt að semja við árásaraðila sem hefðu hagað sér með þeim hætti sem Rússar hefðu gert.

Zelensky forseti vildi þó enn ekki útiloka samninga og sagði eftir heimsókn til Bútja þann 5. apríl að viðræður myndu halda áfram.

Og viðræður héldu vissulega áfram með milligöngu auðmannsins Romans Abramovich vinar Pútins en urðu þó smátt og smátt stopulli. Úkraínumenn fór að gruna að Pútin væri nú ekki lengur alvara, heldur væri hann er hér væri komið fyrst og fremst að reyna að teygja tímann meðan hersveitir hans sleiktu sár sín eftir hrakfarir við Kyiv og víðar.

Þann 15. apríl gengu Rússar frá nýjum skilmálum af sinni hálfu og lögðu fyrir Úkraínumenn á 17 blaðsíðum.

Þar var haldið fast við að Úkraína mætti ekki ganga í NATO en hins vegar var ekki lengur amast við að landið gengi í Evrópusambandið. Það var í sjálfu sér eftirgjöf af hálfu Rússa sem höfðu barist gegn ESB-aðild Úkraínu af næstum jafn miklum krafti og þau höfðu amast við NATO-aðild nágranna sinna.

Ýmsar strangar takmarkanir skyldi leggja á herbúnað Úkraínumanna. Þeir yrðu til dæmis að draga herlið sitt til baka af sínum eigin landsvæðum sem næst væru Donbass-svæðunum. Aðrir skilmálar kváðu á um að eldflaugar Úkraínumanna mættu ekki ná alla leið til Krímskaga.

Rússar vildu að sjálfsögðu enn halda yfirráðum sínum yfir Krím en gerðu reyndar ekki lengur þá kröfu að Úkraínumenn viðurkenndu formlega yfirráð þeirra, heldur yrðu yfirráðin yfir Krím einfaldlega látin liggja milli hluta þar til síðar.

Mikilvægasta breyting Rússa frá tillögum Úkraínumanna fólst hins vegar í grein 5.

Þar skyldi vissulega kveðið á um að fimm ríki — Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland og Frakkland — ábyrgðust landamæri Úkraínu og mættu snúast til varnar ef að Úkraínumönnum yrði ráðist.

Rússar vildu hins vegar setja það skilyrði fyrir að þessi ríki verðu Úkraínu fyrir árás að þau væru ÖLL sammála um þær aðgerðir.

Þar eð Úkraínumenn höfðu vitaskuld ekki ástæðu til að óttast innrás frá neinu ríki nema Rússlandi, þá fól þetta nýja skilyrði í sér að árásarríkið hefði þar með vald til að banna hinum stórveldunum að snúast Úkraínumönnum til varnar.

Þetta var orðað svona í tillögu Rússa:

„Ábyrgðarríkin og Úkraína eru sammála um að verði Úkraína fyrir vopnaðri árás, þá mun sérhvert ábyrgðarríkjanna ... á grundvelli ákvörðunar, sem tekin skal af öllum ábyrgðarríkjunum, sjá ... Úkraínu, sem hlutlausu ríki til frambúðar, fyrir aðstoð ...“

Samkvæmt heimildarmönnum NYT sögðust úkraínsku samningamennirnir ekki geta haldið viðræðum áfram á þessum grunni. 

Og síðan hafa Rússar og Úkraínumenn ekki talast við augliti til auglitis.

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár