Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
Búið spil Kristinn Árni L. Hróbjartsson og Marty Odlin, stjórnendur Running Tide á Íslandi og í Bandaríkjunum, hafa tilkynnt að starfsemi fyrirtækjanna verði hætt.

„Í dag þurftum við því miður að hefja þann feril að hætta starfsemi Running Tide,“ skrifaði Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide á Linkedin í gær, föstudag. Tveimur dögum áður tilkynnti Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, framkvæmdastjóri dótturfélagsins á Íslandi, hið sama. Skýringin er sögð sú að ekki hafi tekist að tryggja „rétta tegund fjármögnunar til að halda starfi okkar áfram á þeim mikla hraða sem þarf til,“ líkt og Odlin orðar það.

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar, sem kom út þann sama dag og þessi tíðindi bárust, er fjallað ítarlega um starfsemi Running Tide hér á landi. Fyrirtækið, sem gaf sig út fyrir að vinna að verkefnum í þágu loftslags, fékk hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu, stuðningsyfirlýsingu fjögurra ráðherra og leyfi til rannsókna - allt á innan við hálfu ári frá fyrstu snertingu við stjórnvöld.

Aðgerðir þær sem fyrirtækið fór í voru á endanum ekki undir neinu eftirliti opinberra stofnanna hér á landi og voru aðrar en þær sem lýst var í rannsóknarleyfi. Í stað þess að fleyta sérstökum flothylkjum sem stórþörungar áttu að vaxa á, var þúsundum tonna af kanadísku trjákurli, húðuðu kalksteinsefnum, hent í sjóinn. Í kjölfarið fullyrti Running Tide að 25 þúsund tonna binding af CO2 hefði átt sér stað. 

Blaðamenn Heimildarinnar ræddu við hóp vísindamanna, íslenskra sem erlendra, sem gagnrýndu aðferðir fyrirtækisins

„Aðferðirnar sem Running Tide notar binda ekkert koltvíoxíð úr andrúmsloftinu. Núll,“ sagði Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor emerítus, við Heimildina. „Allt þetta brambolt er til einskis.“ 

Hann er í hópi fjölmargra vísindamanna sem rekið hafa upp stór augu eftir að hafa kynnt sér starfsemi Running Tide. Þeir sögðu fullyrðingu um hina miklu bindingu ekki standast skoðun og að enginn óháður aðili hefði staðfest að hún hafi átti sér stað. Þá undruðust þeir mjög að Umhverfisstofnun hefði ekkert eftirlit haft með starfseminni.

Vísindamennirnir bentu ennfremur á að kenningar sem Running Tide hélt fram stæðu á veikum vísindalegum grunni og væru líklega framsettar til þess að afla fjármagns. Þá væri illskiljanlegt að yfirvöld hefðu leyft svo mikla losun efnis í rannsóknarverkefni, eða allt að 50 þúsund tonn árlega. Tíu tonn hefðu dugað.

Kristinn framkvæmdastjóri dótturfélagsins á Íslandi sagði á miðvikudag að öllu starfsfólki hér á landi hefði verið sagt upp. Þá tók hann einnig sérstaklega fram að Running Tide væri ekki gjaldþrota þótt verið væri að vinda ofan af starfseminni.

 Odlin stofnaði Running Tide í Maine í Bandaríkjunum árið 2017. Fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi árið 2022. 

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Gjaldskyldu sorpi sturtað í hafið í boði Ráðherra Íslands! Ekkert eftirlit né hugsun í gangi !
    3
  • David Olafson skrifaði
    ætli íslendingar seu hrifnir af tví ad erlent rusl se flutt til landsins til førgunar í fjørunum okkar Hvad ætli margir sakni tassa ruslabáta tveir
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár