Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
Búið spil Kristinn Árni L. Hróbjartsson og Marty Odlin, stjórnendur Running Tide á Íslandi og í Bandaríkjunum, hafa tilkynnt að starfsemi fyrirtækjanna verði hætt.

„Í dag þurftum við því miður að hefja þann feril að hætta starfsemi Running Tide,“ skrifaði Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide á Linkedin í gær, föstudag. Tveimur dögum áður tilkynnti Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, framkvæmdastjóri dótturfélagsins á Íslandi, hið sama. Skýringin er sögð sú að ekki hafi tekist að tryggja „rétta tegund fjármögnunar til að halda starfi okkar áfram á þeim mikla hraða sem þarf til,“ líkt og Odlin orðar það.

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar, sem kom út þann sama dag og þessi tíðindi bárust, er fjallað ítarlega um starfsemi Running Tide hér á landi. Fyrirtækið, sem gaf sig út fyrir að vinna að verkefnum í þágu loftslags, fékk hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu, stuðningsyfirlýsingu fjögurra ráðherra og leyfi til rannsókna - allt á innan við hálfu ári frá fyrstu snertingu við stjórnvöld.

Aðgerðir þær sem fyrirtækið fór í voru á endanum ekki undir neinu eftirliti opinberra stofnanna hér á landi og voru aðrar en þær sem lýst var í rannsóknarleyfi. Í stað þess að fleyta sérstökum flothylkjum sem stórþörungar áttu að vaxa á, var þúsundum tonna af kanadísku trjákurli, húðuðu kalksteinsefnum, hent í sjóinn. Í kjölfarið fullyrti Running Tide að 25 þúsund tonna binding af CO2 hefði átt sér stað. 

Blaðamenn Heimildarinnar ræddu við hóp vísindamanna, íslenskra sem erlendra, sem gagnrýndu aðferðir fyrirtækisins

„Aðferðirnar sem Running Tide notar binda ekkert koltvíoxíð úr andrúmsloftinu. Núll,“ sagði Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor emerítus, við Heimildina. „Allt þetta brambolt er til einskis.“ 

Hann er í hópi fjölmargra vísindamanna sem rekið hafa upp stór augu eftir að hafa kynnt sér starfsemi Running Tide. Þeir sögðu fullyrðingu um hina miklu bindingu ekki standast skoðun og að enginn óháður aðili hefði staðfest að hún hafi átti sér stað. Þá undruðust þeir mjög að Umhverfisstofnun hefði ekkert eftirlit haft með starfseminni.

Vísindamennirnir bentu ennfremur á að kenningar sem Running Tide hélt fram stæðu á veikum vísindalegum grunni og væru líklega framsettar til þess að afla fjármagns. Þá væri illskiljanlegt að yfirvöld hefðu leyft svo mikla losun efnis í rannsóknarverkefni, eða allt að 50 þúsund tonn árlega. Tíu tonn hefðu dugað.

Kristinn framkvæmdastjóri dótturfélagsins á Íslandi sagði á miðvikudag að öllu starfsfólki hér á landi hefði verið sagt upp. Þá tók hann einnig sérstaklega fram að Running Tide væri ekki gjaldþrota þótt verið væri að vinda ofan af starfseminni.

 Odlin stofnaði Running Tide í Maine í Bandaríkjunum árið 2017. Fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi árið 2022. 

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Gjaldskyldu sorpi sturtað í hafið í boði Ráðherra Íslands! Ekkert eftirlit né hugsun í gangi !
    3
  • David Olafson skrifaði
    ætli íslendingar seu hrifnir af tví ad erlent rusl se flutt til landsins til førgunar í fjørunum okkar Hvad ætli margir sakni tassa ruslabáta tveir
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
6
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár