Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
Snjólaug Árnadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur undanfarin misseri staðið framarlega í stafni fræðasamfélagsins þegar kemur að því að hvetja til umræðu um lagaumgjörð loftslagsmála. Mynd: Golli

Loftslagsváin hefur afhjúpað göt í íslenskri löggjöf sem nær sumpart illa eða alls ekki utan um verkefni sem vilji er til að koma á fót og er ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Sérstaklega hefur skapast lagaleg óvissa í kringum verkefni sem miða að notkun nýrra aðferða til kolefnisbindingar, meðal annars í hafinu.

„Það er engin löggjöf á Íslandi sem tekur sérstaklega til kolefnisförgunar og í raun er lítið sem ekkert í íslenskum lögum sem nær utan um þetta,“ segir Snjólaug Árnadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. „Það eru stór göt í löggjöfinni eins og er. Í þau þarf að stoppa og brúa bilið milli löggjafarinnar og þessarar nýju atvinnugreinar til að tryggja gagnsæi og skilvirkni og eyða lagalegri óvissu.“ 

Snjólaug segir þetta vissulega ekki í fyrsta skipti sem löggjöfin sé eftir á þegar vísinda- og tækninýjungar …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • trausti þórðarson skrifaði
  Sagðir þú varp í hafið?
  0
 • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
  "Bjarni Bendiktsson, þá fjármálaráðherra en nú forsætisráðherra, steig inn í málið og komst að því að ákvörðun Umhverfisstofnunar væri röng."

  Enn eitt hneykslið tengt þessum gjörspillta, siðblinda dela !!
  8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár