Gamall prestur (sem kallar sig reyndar „pastor emeritus“) skrifar grein í Morgunblaðið til stuðnings stríði Pútins Rússlandsforseta í Úkraínu. Hann kennir Bandaríkjamönnumum um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínumönnum út í stríðið og vitnar í því sambandi við orða Henry Kissingers:
„Það má vera hættulegt að eiga Bandaríkin að óvini en að eiga þau að vini er banvænt.“
Áður en fjendur Bandaríkjamanna taka þessa tilvitnun upp á sína arma, þá er rétt að benda á að fullyrðing gamla prestsins er svo villandi að það má kalla hana alranga.
Í fyrsta lagi — Kissinger skrifaði eða sagði opinberlega aldrei neitt þessu líkt. Þau orð sem gamli presturinn vitnar til munu hafa fallið (en í annarri merkingu, sjá hér á eftir) í símtali Kissingers við ritstjórann William Buckley og það var Buckley sem punktaði þau hjá sér.
Í öðru lagi — orðin sem Buckley hafði eftir Kissinger voru svona:
„Word should be gotten to Nixon that if Thieu meets the same fate as Diem, the word will go out to the nations of the world that it may be dangerous to be America's enemy, but to be America's friend is fatal.“
Og þetta þýðir:
„Það þarf að koma þeim skilaboðum áleiðis til Nixons að ef Thieu hlýtur sömu örlög og Diem, þá mun það orð komast á meðal þjóða heimsins að það sé máske hættulegt að vera óvinur Ameríku en að vera vinur Ameríku sé banvænt.“
Það sem hér bjó að baki var þetta:
Í upphafi sjöunda áratugarins voru Bandaríkin komin á kaf í Víetnam-stríðið. Diem var forseti Suður-Víetnams sem Bandaríkjamenn studdu en stjórn hans þótti sýna andstæðingum innanlands svo mikla hörku að innlendir herforingjar skipulögðu með dyggum stuðningi CIA valdarán 1963.
Þá var Diem myrtur.
Thieu varð forseti Suður-Víetnams í stað Diems en hann reyndist vanhæfur og spilltur. Árið 1968 gengu miklar sögur um að Bandaríkjamenn myndu velta honum líka úr sessi eða að minnsta kosti láta afskiptalaust að fjendur Thieus innanlands gerðu það.
Þetta var það sem Kissinger var að tala um.
Orð hans féllu síðla árs 1968 eftir að Richard Nixon hafði verið kosinn forseti Bandaríkjanna og var að íhuga framtíðarstefnu sína í Víetnam. En hann hafði ekki tekið enn við forsetaembættinu.
Kissinger var þá ekki kominn í neina opinbera stöðu í Bandaríkjunum en vildi brýna fyrir nýjum forseta að varpa Thieu alls ekki fyrir róða, vegna þess að ÞÁ myndi það orð komast á að banvænt væri að vera vinur Bandaríkjanna.
Orð Kissingers voru sem sé í fyrsta lagi í viðtengingarhætti og í öðru lagi var merking þeirra í raun þveröfug við það sem gamli presturinn vildi vera láta í Morgunblaðinu.
En flestallt í grein gamla prestsins í Mogganum er reyndar álíka marktækt og þetta.
***
Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu pistilsins var sagt að Buckley hefði ritað punkta sína úr samtalinu við Kissinger „seinna meir eftir minni“. Það reyndist ekki rétt eins og mér var bent á (sjá athugasemd Tjörva Schiöth fyrir neðan pistilinn). Hann skrifaði punkta sína fljótlega eftir að símtalinu lauk. Ég tók því út þau orð sem hér um ræðir.
Richard Sakwa. "The Lost Peace: How the West Failed to Prevent a Second Cold War." London: Yale University Press, 2023.
"The US demonstratively supported the Maidan insurgency, and a leaked tape revealed how it took the lead in shaping a pro-Western government, overseen by Biden, even while the elected president was still in power." (bls. 247).
Heimild sem er vísað til:
‘Ukraine Crisis: Transcript of Leaked Nuland–Pyatt Call’, BBC News, 7 February 2014, https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-26079957
Þú segir ekki rétt frá þegar þú segir:
"...í símtali Kissingers við ritstjórann William Buckley og það var Buckley sem punktaði þau hjá sér seinna meir eftir minni."
Þetta er rangt. Hann punktaði þetta ekki hjá sér "seinna meir" eftir minni. Hann tekur það sérstaklega fram í textanum að hann væri enn með punkta (notes) sem voru teknir af símtalinu þegar það átti sér stað, og væri að vísa í þá. Það var ekkert "seinna" neitt. Þetta eru punktarnir (notes) af upphaflega símtalinu sem hann vísar til.
Hér er upphaflega tilvitnun úr bókinni í heild sinni, sem þú hefðir átt að láta fylgja þessari grein ef þú hefðir nennt að gera vinnuna þína:
"In late November [1968] I was lecturing in Los Angeles, and staying with friends in Pasadena. Kissinger reached me by phone. That day Secretary of Defense Clark Clifford had blasted Thieu for taking so adamant a stand on the requisite shape of the bargaining table in Paris. I still have the notes I took. "Nixon should be told," Kissinger said, "that it is probably an objective of Clifford to depose Thieu before Nixon is inaugurated. Word should be gotten to Nixon that if Thieu meets the same fate as Diem, the word will go out to the nations of the world that it may be dangerous to be America's enemy, but to be America's friend is fatal." (bls. 56-57).
Taktu sérstaklega eftir: " I still have the notes I took."
En heyrðu, Illugi, fyrst þú virðist átta þig á því að Bandaríkin og CIA hafi staðið fyrir valdaráninu gegn Diem í Suður-Víetnam 1963:
"Diem var forseti Suður-Víetnams sem Bandaríkjamenn studdu en stjórn hans þótti sýna andstæðingum innanlands svo mikla hörku að innlendir herforingjar skipulögðu með dyggum stuðningi CIA valdarán 1963."
Hvað er þá svona ótrúlegt við það að Bandaríkin hafi haft puttana í valdaráninu í Kænugarði í febrúar 2014? Sem hefur nota bene verið staðfest með símtali Victoria Nuland sem var lekið til fjölmiðla (þar sem hún velur næsta forsætisráðherra Úkraínu, "Yats is our guy"- Arseniy Yatsenyuk) ásamt fjölda af öðrum sönnunargögnum.
Hvers vegna viljið þið afneita því, á sama tíma og þið eruð tilbúinn að viðurkenna þátt Bandaríkjanna og CIA í öðrum valdaránum?
Þannig er það bara...
Og lærðu svo að skammast þín, takk fyrir...!
Einnig þessi barnalega hugmynd að Bandaríkin og NATO séu einhverjir verndarenglar að vernda "lýðræði" og "mannréttindi" í Úkraínu, á sama tíma og þeir senda vopn til Azov-herdeildarinnar og nota Úkraínu sem peð á taflborði stórveldanna til að berjast til síðasta manns í því skyni að blæða Rússland svo að Bandaríkin geti komið út á toppnum í heimsvaldabaráttunni.
Það er öfgamiðjan sem sker sig úr með því að styðja við þetta siðferðislega gjaldþrota feigðarflan, og vera svo ginnkeyptir að falla fyrir öllum stríðsáróðrinum og stríðsæsingnum. "Ystu jaðrarnir til bæði hægri og vinstri" eru baranógu skynsamir að sjá í gegnum þetta. Er það ekki mikil áfellisdómur fyrir miðjuna (sem ég kýs að kalla öfgamiðjuna) þegar öfgahægrið hefur meiri skynsemi heldur en þeir í þessum málum?