Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.

Okkur tókst það,“ segir skælbrosandi Marty Odlin, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Running Tide. „Og ég get ekki beðið eftir því að gera það aftur.“ Þessu lýsti hann sigurreifur yfir síðasta sumar, stuttu eftir að fyrirtækinu sem hann stofnaði í Maine í Bandaríkjunum hafði tekist nokkuð sem var algjörlega einstakt, eiginlega ævintýralegt: Að binda varanlega yfir 25 þúsund tonn af koltvíoxíði í hafinu. Og afhenda stórfyrirtækjum á borð við Microsoft og Shopify „fyrstu kolefniseiningar sögunnar við bindingu í hafi“. 

Aðferðirnar sem Running Tide beitti við afrekið byggðu á háþróaðri tækni, sem hönnuð er út frá bestu mögulegu vísindum, en voru þó einfaldar í framkvæmd: Siglt var með 19 þúsund tonn af kalksteinshúðuðum kolefnisflothylkjum út á rúmsjó og þeim komið fyrir í hafinu. Þar flutu þau um hríð en sukku loks til botns, á yfir þúsund metra dýpi. Þangað sem töfrarnir gerast. Bindingin. Með þessum hætti var kolefni komið úr hröðu hringrásinni í þá hægu. Hafdjúpin sjá svo um að geyma kolefnið í aldir. Jafnvel árþúsund.  

Eða þannig hafa talsmenn Running Tide lýst því sem gerðist úti fyrir Íslandi í fyrrasumar – í umfangsmiklum en eftirlitslausum aðgerðum sem byggja á leyfi íslenskra stjórnvalda. Í leyfinu er flothylkjunum lýst sem timburmassa á stærð við körfubolta og að auk kalksteinsefna yrðu þau böðuð þaragró. Engin þaragró kom hins vegar við sögu í aðgerðum síðasta sumars. Og flothylkin, sem flutt voru í fimmtán leiðöngrum út að endimörkum íslenskrar landhelgi, voru mun minni en áformað var. Þau voru orðin að viðarkurli. 

HEIMILDIN

„Ísland er því fyrsta landið í heiminum til að búa til kolefniseiningar með kolefnisbindingu í hafi,“ tilkynnti Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, framkvæmdastjóri íslenska dótturfélagsins, Running Tide Iceland, í kjölfarið. „Framúrskarandi fyrirtæki,“ sagði utanríkisráðherrann, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, er hún hafði veitt fyrirtækinu leyfið. Og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra loftslagsmála, hreifst með: „Það sem menn kannski átta sig ekki á er að við Íslendingar erum núna komin með lausnir þegar kemur að kolefnisföngun. Bara hér á stað sem við öll þekkjum, Akranesi, þar er til dæmis stærsta varanlega kolefnisföngunarverkefni í heimi, Running Tide.“ 

Lausn komin. Stærsta kolefnisföngunarverkefni í heimi. Sem skilaði í sinni fyrstu aðgerð bindingu  er jafnast á við losun 12 þúsund fólksbíla. Og Running Tide segist rétt að byrja. Eini takmarkandi þáttur starfseminnar sé eftirspurnin

Á tímum þar sem loftslagsvá vofir yfir mannkyni hljómar þetta of gott til að vera satt. 

Og er það reyndar.

„Aðferðirnar sem Running Tide notar binda ekkert koltvíoxíð úr andrúmsloftinu. Núll,“ segir Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor emerítus. „Allt þetta brambolt er til einskis.“ 

Hann er í hópi margra vísindamanna er Heimildin hefur rætt við og rekið hafa upp stór augu eftir að hafa kynnt sér starfsemi Running Tide. Þeir segja t.d. fullyrðingu um hina miklu bindingu ekki standast skoðun og að enginn óháður aðili hafi staðfest að hún hafi átti sér stað. Þá undrast þeir mjög að Umhverfisstofnun hafi ekkert eftirlit með starfseminni. „Þetta fyrirtæki er gott dæmi um vandamálin sem tengjast kolefnisbindingu og hvers vegna ekki er hægt að treysta sprotafyrirtækjum,“ segir Jean-Pierre Gattuso, prófessor við Sorbonne-háskóla. „Starfsemi Running Tide er ógagnsæ en samt eru kolefniseiningar seldar. Það er sláandi hversu stjórnlaust þetta svið er.“ 

Kjósa
160
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Christi Shoemaker skrifaði
    Byrjaðu núna að vinna þér inn laun á netinu meira en 15 þúsund evrur í hverjum mánuði. Ég hef fengið annan launaseðil minn í síðasta mánuði upp á 16.859 €. Þetta eru tekjur mínar upp á aðeins einn mánuð með því að vinna auðvelda vinnu á netinu. Ég er mjög ánægður með að hafa þetta starf núna og er fær um að búa til þúsundir í hverjum mánuði á netinu. Allir geta fengið þetta starf núna og aflað meiri tekjur á netinu með því að afrita og líma þessa vefsíðu í vafra og fylgja síðan upplýsingum tiil að byrja ...

    ...➥➥ 𝘄𝘄𝘄.𝘇𝗶𝗻𝘁𝗰𝗼𝗶𝗻.𝗰𝗼𝗺
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Hugmyndin er glötuð frá upphafi. Að flytja 40.000 t frá Kanada yfir hafið kostar sitt af jarðeldsneyti.
    40.000 t af viðarkurli hins vegar gætu nýst sem eldsneyti víðar, ef því er sökkt notar iðnaðurinn jarðeldsneyti í staðinn, ég sé engan ávinning varðandi kolefnisbindingu þar þó bindingin virki.
    3
  • Olafur Arnarsson skrifaði
    Elkem á Grundartanga brennir kurl. (losar kolefni)
    Running Tide á Grundartanga bleytir kurl. ("bindur kolefni")
    Freistnivandi?
    -2
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Til að selja "carbon credit" verða menn að hafa vísindalega viðurkennda aðferðafræði við kolefnisbindinguna sem myndar inneignina. Runn­ing Tide virðist vera lukkuriddari á þessu sviði og sem ísl. stjórnvöld hafa tekið upp á sína arma. Ekki ólíklegt að stjórnvöld eigi eftir að fá orð í eyra frá EEA þ.e. "European Environment Agency" sem setur reglugerðir og leiðbeiningar um minnkun losunar.
    9
  • Pall Gunnarsson skrifaði
    Vá.

    Fyrir mér er þessi grein aumkunnarverð lágkúra smáhuga fólks. Ég segi það sem einstaklingur sem þekkir þessi málefni mun betur en höfundar.

    Ég er í alvörunni í sjokki.

    Að höfundar skuli reyna að túlka einlæga tilraun fólks sem er að setja líf og sálu í baráttuna við loftslagsvána, sem einhverskonar grunsamlega spillingu, .... ég á ekki til orð.

    Ég er sammála því að vísindin á bakvið aðferðafræði RT náði ekki að komast á þann stað að mér þætti eðlilegt að henni yrði beitt í stórum stíl. En þetta er ennþá ein af mögulegum lausnum til bindingar og algjörlega þess virði að skoða frekar. Við höfum ekki lengur þann lúxus að bíða eftir vísindum til að sanna aðferðafræðir áður en við hefjumst handa. Við erum of sein í öllum loftslagsaðgerðum. Það þarf að taka sénsa.

    „Þetta fyrirtæki er gott dæmi um vandamálin sem tengjast kolefnisbindingu og hvers vegna ekki er hægt að treysta sprota fyrirtækjum“ - Jean-Pierre Gattuso prófessor við Sorbonne-háskóla

    Að láta þetta útúr sér er hrein geðveiki. Sprota fyrirtæki eru nánast einu aðilarnir sem eru að koma með nýjar og þarfar lausnir við loftslagsvánni.

    Að birta þessa grein núna og nudda salti í sárin hjá fólki sem er raunverulega að starfa í þágu mannkynsins. Þið ættuð að skammast ykkar. Hvað hafið þið gert fyrir mannkynið? Ég get svarað því. Ekki fokking neitt.
    -32
  • Þorvaldur Logason skrifaði
    Stórkostleg fréttamennska. Takk. Lýsir stjórnun íslensks samfélags fullkomlega og minnir á fiskeldið. Við látum jólasveina utan úr heimi fífla okkur algjörlega í hvert sinn sem þeir koma með "stórgróðahugmynd".

    Og tuttugu þúsund tonn af timburkurli, kalki og sementi er sökkt í hafið! Verra en merkingarlaust fyrir kolefnisbindingu, losar með tímanum kolefni í hafið, kolefni sem var bundið (í tré). Meiriháttar mengun og sóun.
    Stjórnun eins og hjá vanþróuðustu ríkjum heims. Enn einn hryllingurinn.

    Ein ábending þó til Heimildarinnar: Ekki þýða bogus sem bull, hann meinti annað.

    Bogus = Óekta, svikinn, falskur, uppgerðar-, gervi-.
    29
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár