Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jesús Kristur breytti lífinu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.

Jesús Kristur breytti lífinu
Zach Mattson Er frá Bandaríkjunum en kom hingað til þess að stunda trúboð í tvö ár.

Ég er frá Bandaríkjunum. Ég er trúboði kirkju minnar hér á Íslandi, kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu.

Ég kom til Íslands í nóvember 2022. Ég reyni mitt besta að læra tungumálið. Það sem breytti mínu lífi mest er Jesús Kristur. Að vita að hann hafi komið til jarðarinnar hefur breytt sjónarhorni mínu á lífið mitt. Ég ólst upp í þessari kirkju en það var ekki fyrr en ég byrjaði að hugsa um hvort ég ætti að vera í kirkjunni og vera trúaður.

„Að vita að hann hafi komið til jarðarinnar hefur breytt sjónarhorni mínu á lífið mitt.“

Þegar ég var 17 eða 18 ára gamall þá tók ég eftir því að ef ég myndi vilja vera í kirkjunni ætti ég að komast að því hvort þessi sé sönn eða ekki. Ég fór með bænir, byrjaði að lesa ritningarnar og fara í kirkju með fjölskyldunni minni og andinn kom yfir mig og sagði mér að þetta væri sanna kirkjan. Hann sagði mér að ég eigi að fylgja Jesú Kristi, fylgja Guði.

Við erum bara í trúboðinu í tvö ár. Fólkið hérna er kurteist og almennilegt en ég held að það séu ekki margir á Íslandi sem trúa í raun á Guð.

Ég fer heim til Bandaríkjanna í júlí. Ég er hrifinn af Íslandi og ég ætla vonandi að halda íslenskunni góðri. Ég ætla alla vega að gera mitt besta. Ég er búinn að kaupa margar íslenskar bækur til að lesa og ég ætla að koma aftur á næsta ári.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Held að þetta sé annar þeirra sem bankaði hjá mér einn dag og þeir voru báðir yndislegir <3
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Skemmtilegir krakkar og hlaðin lækningu og æðri mætti. Náði með þeirra bæn að steinhætta íslenska ruddanum eða okkar gamla ofur nikótín hlaðna neftóbaki. Það hlýtur að flokkast undir afrek 😃 en kaffið fæ ég mér enn. Þeir nota ekki kaffi blessaðir. 😄
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár