Ég er frá Bandaríkjunum. Ég er trúboði kirkju minnar hér á Íslandi, kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu.
Ég kom til Íslands í nóvember 2022. Ég reyni mitt besta að læra tungumálið. Það sem breytti mínu lífi mest er Jesús Kristur. Að vita að hann hafi komið til jarðarinnar hefur breytt sjónarhorni mínu á lífið mitt. Ég ólst upp í þessari kirkju en það var ekki fyrr en ég byrjaði að hugsa um hvort ég ætti að vera í kirkjunni og vera trúaður.
„Að vita að hann hafi komið til jarðarinnar hefur breytt sjónarhorni mínu á lífið mitt.“
Þegar ég var 17 eða 18 ára gamall þá tók ég eftir því að ef ég myndi vilja vera í kirkjunni ætti ég að komast að því hvort þessi sé sönn eða ekki. Ég fór með bænir, byrjaði að lesa ritningarnar og fara í kirkju með fjölskyldunni minni og andinn kom yfir mig og sagði mér að þetta væri sanna kirkjan. Hann sagði mér að ég eigi að fylgja Jesú Kristi, fylgja Guði.
Við erum bara í trúboðinu í tvö ár. Fólkið hérna er kurteist og almennilegt en ég held að það séu ekki margir á Íslandi sem trúa í raun á Guð.
Ég fer heim til Bandaríkjanna í júlí. Ég er hrifinn af Íslandi og ég ætla vonandi að halda íslenskunni góðri. Ég ætla alla vega að gera mitt besta. Ég er búinn að kaupa margar íslenskar bækur til að lesa og ég ætla að koma aftur á næsta ári.
Athugasemdir (2)