Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Steinunn Ólína segir Baldur hafa sagt sér frá skilaboðum samstarfsfólks Katrínar í mars

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir seg­ir að Bald­ur Þór­halls­son hafi sagt sér í mars­lok frá „yf­ir­gangi sam­starfs­fólks KJ sem hann deil­ir nú með okk­ur öll­um.“ Hann hafði ver­ið forviða og skek­inn. Katrín seg­ist ekki hafa beitt sér gegn öðr­um fram­bjóð­end­um.

Steinunn Ólína segir Baldur hafa sagt sér frá skilaboðum samstarfsfólks Katrínar í mars
Frambjóðandi Steinunn Ólína segir að „planið væri að BB færi í forsætisráðherrastólinn til að keyra í gegn þau þjófræðisfrumvörp sem biðu í launsátri þjóðinni til handa.“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði sem sækist líka eftir því að verða næsti forseti Íslands, hafi sagt sér í marslok frá „yfirgangi samstarfsfólks KJ sem hann deilir nú með okkur öllum. Baldur var forviða og skekinn.“ Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í morgun. 

KJ er skammstöfun Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og þess frambjóðanda í forsetakosningunum sem mælist nú með mest fylgi í kosningaspá Heimildarinnar. 

Með færslunni er Steinunn Ólína að bregðast við orðum Baldurs í forsetakappræðum Heimildarinnar, sem fóru fram fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Þar sagði Baldur að á þeim tíma sem hann var við það að bjóða sig fram til forseta hafi hann orðið fyrir þrýstingi að draga sig í hlé vegna mögulegs framboðs Katrínar, sem þá var enn forsætisráðherra og hafði ekki tilkynnt um forsetaframboð. „Nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð [...] þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum fyrrverandi forsætisráðherra hvort ég ætlaði virkilega að fara fram. Hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að fara að bjóða sig fram.

Og ef ég ætlaði virkilega að vera svo vitlaus að bjóða mig fram núna – þarna fyrir páskana – þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka því hún kæmi fram eftir páska,“ sagði Baldur.

Katrín brást við og sagðist gjarnan vilja fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar hafi átt að hafa haldið þessum boðskap að Baldri. „Ég er að heyra þetta í fyrsta sinn hér.“ Baldur vildi hins vegar ekki svara hverjir hefðu rætt við hann úr herbúðum Katrínar.

Katrín tók þá fram að ekkert slíkt hefði verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ 

Baldur tilkynnti um forsetaframboð sitt 20. mars en Katrín gerði slíkt hið sama 5. apríl.

Í færslu Steinunnar Ólínu segir hún að hún hafi átti samtal við Baldur í síma í marslok, nokkrum dögum áður en hún ákvað sjálf að gefa kost á sér. „Baldur var þá nokkru áður farinn af stað í kosningabaráttu með glæsibrag. Þá hafði verið um nokkurt skeið í hámæli sá orðrómur að KJ ætlaði sér að að rölta yfir í forsetaembættið. Ég hafði einnig fengið veður af því að það ætti að reyna að sverta mannorð Baldurs sökum kynhneigðar hans! Það kom á daginn!  Ég hafði einnig vissu fyrir því að planið væri að BB færi í forsætisráðherrastólinn til að keyra í gegn þau þjófræðisfrumvörp sem biðu í launsátri þjóðinni til handa. Það kom á daginn! Baldur sagði mér þá af yfirgangi samstarfsfólks KJ sem hann nú deilir með okkur öllum.  Baldur var forviða og skekinn.“

Hún segir að yfirgangi íslenskrar sjálftökustéttar og erindrekum hennar séu nefnilega engin takmörk sett. „Takk fyrir að segja frá þessu opinberlega Baldur. Þjóðin heimtar sannleikann upp á borðið, ekki af öfundsýki eða hefnigirnd, heldur til þess að við getum einhverntímann sameinast um að uppræta þann ófögnuð sem Íslendingar búa við af þeim, okkar eigin löndum, sem eiga og ráða í okkar landi.“

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SHS
    Sigmar Hlynur Sigurðsson skrifaði
    Nú liggur Baldur undir því ámæli að hafa hugsanlega sagt ósatt þar sem hann vildi ekki upplýsa hver hefði haft samband við hann og þar með er hann ekki trausts verður. Það er líka dapurlegt að hann skuli nú vera búinn að flytja sig yfir á kjaftasögustigið og reyni þannig að koma höggi á meðframbjóðanda sinn og missir þannig trúverðugleika. Þetta var greinilega vel undirbúið af spyrlum Heimildarinnar og þar með missa þeir einnig trúverðugleika sem og Heimildin/þsj sem ítrekað hampa Steinunni Ólínu sem hefur það eitt markmið með framboði sínu að níða meðframbjóðanda sinn.
    -3
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Er skrifari þessa orða fenginn til að nota nafn sitt, eða er þessi persóna ekki til ?
      3
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Sennilega hefði þetta ekki komið fram nema vegna þess að stjórnendur spurðu frambjóðendur um hvort þeir hefðu orðið fyrir slíkum þrýstingi.
    Ég sé enga ástæðu til að trúa þessu ekki. Hins vegar getur vel verið að þetta hafi gerst án vitundar Katrínar.
    4
  • SJ
    Svanfríður Jónasdóttir skrifaði
    Meira bullið.
    -5
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Er þetta ekki þekkt í íslenskri pólitík ?
      2
  • JA
    Jóhann Antonsson skrifaði
    Er þessi kosningabarátta að færast yfir á kjaftasögustigið? Þeir sem eru að reyna að koma e-u á kreik verða að nefna þá sem vísað er til, annars er það dautt og ómerkt.
    1
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Það er klárlega nauðsynlegt að nafngreina þessa ætluðu ofbeldisaðila, ekki seinna en, strax. Það er verkefni fréttamanna að grafa þessar upplýsingar upp á yfirborðið. Kjósendur eiga heimtingu á því, að mínu mati.
      1
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Sé þessi yfirgangur og frekja kominn frá samstarfsfólki Katrínar, þá getur hún einfaldlega ekki sett upp nýfægðan geislabaug og sakleysissvip. Hún er ábyrg fyrir þessu ofbeldi hvort sem hún vissi af því eður ei. Það er vitaskuld á hennar ábyrgð að vera inn í málum síns framboðs, a.m.k. svona ofbeldis-skítamixi.
    2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Katrín tók þá fram að ekkert slíkt hefði verið gert með hennar vitund eða vilja"
    Hjá mafíunni verða engar fyrirskipanir raktar til Guðföðursins.
    1
    • SJ
      Svanfríður Jónasdóttir skrifaði
      Hún var nú ekki komin í framboð þegar einhver, sem Baldur þarf að nafngreina svo honum sé trúað, á að hafa haft samband.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu