Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Framboð Katrínar tvöfalt dýrara en næst dýrasta framboðið

Kostn­að­ur við fram­boð for­setafram­bjóð­end­anna sex sem mæl­ast efst sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um nem­ur um 117 millj­ón­um króna. Katrín Jak­obs­dótt­ir býst við að kostn­að­ur við for­setafram­boð henn­ar muni nema 40 millj­ón­um króna.

117 milljónir Framboð forsetaframbjóðendanna sex sem mælast mun kosta á bilinu 7 til 40 milljónir króna. Jón Gnatt hefur eytt minnst en Katrín Jakobsdóttir mest.

Katrín Jakobsdóttir hefur safnað rúmum 24 milljónum króna í kosningabaráttu sinni í framboði til forseta Íslands. Ríflega 600 einstaklingar hafa styrkt framboð hennar með beinum framlögum og 15 lögaðilar hafa veitt styrki. Um 20 fyrirtæki hafa styrkt framboðið. „En við erum að gera ráð fyrir því að þetta muni kosta meira en þetta, á bilinu, ég gæti trúað, 40 milljónir,“ sagði Katrín í kappræðum Heimildarinnar sem fram fóru í Tjarnarbíói í gærkvöldi. 

Eftir líflegar kappræður lauk umræðunum á spurningum til frambjóðenda um kostnað við kosningabaráttuna hingað til og hvað þau áætla að heildarkostnaður verði. Framboð Katrínar er kostnaðarsamast, um helmingi dýrara en næstu framboð þar á eftir. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson gera ráð fyrir að kosningabarátta þeirra muni kosta um 20 milljónir króna. 

„Þetta eru hátt í 20 milljónir, 70 prósent frá einstaklingum og restin frá fyrirtækjum eða öðrum aðilum,“ sagði Halla Hrund. Halla Tómasdóttir segir kostnað við hennar framboð vera að nálgast 20 milljónir. „Ég þekki ekki niðurbrotið alveg á framlögum en ætli við séum ekki að borga helminginn sjálf og fá helminginn í framlögum frá vinum og vandamönnum, mest í litlum framlögum.“

Framboð Baldurs hefur kostað 12,4 milljónir hingað til en hann áætlar að það muni kosta um 20 milljónir. „Þetta eru mest stuðningsmenn sem eru að styðja okkur með litlum framlögum. Meðal framlög í minn kosningasjóð eru 5.000 krónur.“

Arnar Þór mun borga úr eigin vasa það sem upp á vantar og Jón Gnarr með bola- og hattasölu

Kostnaður við framboð Arnars Þórs Jónssonar og Jóns Gnarr er aðeins lægri. Arnar Þór telur að kostnaðurinn nemi um tíu milljónum. „Ég vil segja þó að skoðanakannanir hafa valdið því að stuðningsmenn hafa verið feimnir við að styðja menn, þeir hafa talið fram að þessu að það sé á brattann að sækja hjá mér þó ég sé í bullandi sókn núna. En ég geri ráð fyrir að borga þetta þá sem upp á vantar bara sjálfur. En ég er í sókn og ég borga það sem þarf til að kynna mig.“

Framboð Jóns hefur kostað um sjö milljónir króna. „Það eru mest framlög frá einstaklingum. Ég veit ekki hversu margir einstaklingar það eru, upphæðir misjafnar, en engin hærri en 400 hundruð þúsund. Svo eru einhver fyrirtæki, hver þau eru, hvað þau eru mörg, ég er ekki klár á því, en þau eru ekki svakalega mörg. Svo höfum við fjármagnað okkur með bola og hattasölu.“

Samtals nemur kostnaður frambjóðendanna sex sem tóku þátt í kappræðunum í kvöld um 117 milljónum króna. Síð­ast þeg­ar sitj­andi for­seti var ekki í fram­boði náðu fjór­ir fram­bjóð­end­ur að á bil­inu 13,7 til 39,1 pró­sent fylgi. Þau eyddu til þess 109 millj­ón­um króna á nú­virði. Þá eyddi Davíðs Oddsson mestu, alls samtals tæplega 28 milljónum króna. Guðni Th. Jóhannesson, sem var kjörinn forseti, eyddi alls um 25 millj­­ónum króna í sitt fram­­boð á þávirði. Kostn­aður við fram­boð Höllu Tómasdóttur nam um níu millj­ónum króna og er framboð hennar nú mun kostnaðarsamara. Andri Snær Magnason eyddi um 15 millj­ónum króna í sína bar­áttu. Aðrir fram­bjóð­endur ráku mun ódýr­ari kosn­inga­bar­áttu sem kost­aði ein­ungis nokkur hund­ruð þús­und hver.

Hér má nálgast kappræður gærkvöldsins; fyrstu 30 mínútur streymisins eru öllum aðgengilegar en áskrifendur geta horft á kappræðurnar í heild sinni: 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Ef fréttin er lesin þá segir þar:
    1. Katrín hefur safnað 24 milljónum en áætlar að heildarkostnaðurinn verði um 40 milljónir.
    2. „Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson gera ráð fyrir að kosningabarátta þeirra muni kosta um 20 milljónir króna.“
    3. Það kemur fram að framboð Baldurs hefur lagt út 12 milljónir en hann áætlar að heildarkostnaðurinn verði 20 milljónir.
    4. Hvað með Höllurnar? Er þetta rétt ályktun hjá blaðamanninum?
    5. Halla Hrund virðist nú þegar hafa safnað „hátt í 20 milljónum“. Er söfnun hennar lokið? Er ekki sennilegt að endanlegur heildarkostnaður hennar verði miklu hærri.
    6. Halla Tómasdóttur segir að kostnaðurinn sé nú þegar farinn „að nálgast 20 milljónir“. Eins og í tilviki nöfnu hennar finnst mér ótrúlegt að hún láti hér staðar numið. Sennilega verður endanlegt uppgjör miklu hærra en 20 milljónir.
    7. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist framboð Katrínar hafa safnað um 4 milljónum króna meira en Höllurnar tvær hafa hvor um sig safnað. Eru það ekki tölurnar sem blaðamaðurinn ætti að bera saman? Ef blaðamanninn vantar gögn til þess að geta borið áætlaðan heildarkostnað framboðanna saman ætti hann að kalla eftir þeim áður en Heimildin birtir þessa fyrirsögn. Væri það ekki góð blaðamennska?
    1
  • PK
    Páll Kristinsson skrifaði
    Ég er hrædd um að sumir hafi ekki sagt satt.
    3
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Eigum við kjósendur að kjósa þann, sem eyðir mestu í baráttuna? Er eitthvað að marka þannig framboð? Er ekki farsællegra að kjósa manneskju, sem eyðir minna?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár