Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Framboð Katrínar tvöfalt dýrara en næst dýrasta framboðið

Kostn­að­ur við fram­boð for­setafram­bjóð­end­anna sex sem mæl­ast efst sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um nem­ur um 117 millj­ón­um króna. Katrín Jak­obs­dótt­ir býst við að kostn­að­ur við for­setafram­boð henn­ar muni nema 40 millj­ón­um króna.

117 milljónir Framboð forsetaframbjóðendanna sex sem mælast mun kosta á bilinu 7 til 40 milljónir króna. Jón Gnatt hefur eytt minnst en Katrín Jakobsdóttir mest.

Katrín Jakobsdóttir hefur safnað rúmum 24 milljónum króna í kosningabaráttu sinni í framboði til forseta Íslands. Ríflega 600 einstaklingar hafa styrkt framboð hennar með beinum framlögum og 15 lögaðilar hafa veitt styrki. Um 20 fyrirtæki hafa styrkt framboðið. „En við erum að gera ráð fyrir því að þetta muni kosta meira en þetta, á bilinu, ég gæti trúað, 40 milljónir,“ sagði Katrín í kappræðum Heimildarinnar sem fram fóru í Tjarnarbíói í gærkvöldi. 

Eftir líflegar kappræður lauk umræðunum á spurningum til frambjóðenda um kostnað við kosningabaráttuna hingað til og hvað þau áætla að heildarkostnaður verði. Framboð Katrínar er kostnaðarsamast, um helmingi dýrara en næstu framboð þar á eftir. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson gera ráð fyrir að kosningabarátta þeirra muni kosta um 20 milljónir króna. 

„Þetta eru hátt í 20 milljónir, 70 prósent frá einstaklingum og restin frá fyrirtækjum eða öðrum aðilum,“ sagði Halla Hrund. Halla Tómasdóttir segir kostnað við hennar framboð vera að nálgast 20 milljónir. „Ég þekki ekki niðurbrotið alveg á framlögum en ætli við séum ekki að borga helminginn sjálf og fá helminginn í framlögum frá vinum og vandamönnum, mest í litlum framlögum.“

Framboð Baldurs hefur kostað 12,4 milljónir hingað til en hann áætlar að það muni kosta um 20 milljónir. „Þetta eru mest stuðningsmenn sem eru að styðja okkur með litlum framlögum. Meðal framlög í minn kosningasjóð eru 5.000 krónur.“

Arnar Þór mun borga úr eigin vasa það sem upp á vantar og Jón Gnarr með bola- og hattasölu

Kostnaður við framboð Arnars Þórs Jónssonar og Jóns Gnarr er aðeins lægri. Arnar Þór telur að kostnaðurinn nemi um tíu milljónum. „Ég vil segja þó að skoðanakannanir hafa valdið því að stuðningsmenn hafa verið feimnir við að styðja menn, þeir hafa talið fram að þessu að það sé á brattann að sækja hjá mér þó ég sé í bullandi sókn núna. En ég geri ráð fyrir að borga þetta þá sem upp á vantar bara sjálfur. En ég er í sókn og ég borga það sem þarf til að kynna mig.“

Framboð Jóns hefur kostað um sjö milljónir króna. „Það eru mest framlög frá einstaklingum. Ég veit ekki hversu margir einstaklingar það eru, upphæðir misjafnar, en engin hærri en 400 hundruð þúsund. Svo eru einhver fyrirtæki, hver þau eru, hvað þau eru mörg, ég er ekki klár á því, en þau eru ekki svakalega mörg. Svo höfum við fjármagnað okkur með bola og hattasölu.“

Samtals nemur kostnaður frambjóðendanna sex sem tóku þátt í kappræðunum í kvöld um 117 milljónum króna. Síð­ast þeg­ar sitj­andi for­seti var ekki í fram­boði náðu fjór­ir fram­bjóð­end­ur að á bil­inu 13,7 til 39,1 pró­sent fylgi. Þau eyddu til þess 109 millj­ón­um króna á nú­virði. Þá eyddi Davíðs Oddsson mestu, alls samtals tæplega 28 milljónum króna. Guðni Th. Jóhannesson, sem var kjörinn forseti, eyddi alls um 25 millj­­ónum króna í sitt fram­­boð á þávirði. Kostn­aður við fram­boð Höllu Tómasdóttur nam um níu millj­ónum króna og er framboð hennar nú mun kostnaðarsamara. Andri Snær Magnason eyddi um 15 millj­ónum króna í sína bar­áttu. Aðrir fram­bjóð­endur ráku mun ódýr­ari kosn­inga­bar­áttu sem kost­aði ein­ungis nokkur hund­ruð þús­und hver.

Hér má nálgast kappræður gærkvöldsins; fyrstu 30 mínútur streymisins eru öllum aðgengilegar en áskrifendur geta horft á kappræðurnar í heild sinni: 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Ef fréttin er lesin þá segir þar:
    1. Katrín hefur safnað 24 milljónum en áætlar að heildarkostnaðurinn verði um 40 milljónir.
    2. „Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson gera ráð fyrir að kosningabarátta þeirra muni kosta um 20 milljónir króna.“
    3. Það kemur fram að framboð Baldurs hefur lagt út 12 milljónir en hann áætlar að heildarkostnaðurinn verði 20 milljónir.
    4. Hvað með Höllurnar? Er þetta rétt ályktun hjá blaðamanninum?
    5. Halla Hrund virðist nú þegar hafa safnað „hátt í 20 milljónum“. Er söfnun hennar lokið? Er ekki sennilegt að endanlegur heildarkostnaður hennar verði miklu hærri.
    6. Halla Tómasdóttur segir að kostnaðurinn sé nú þegar farinn „að nálgast 20 milljónir“. Eins og í tilviki nöfnu hennar finnst mér ótrúlegt að hún láti hér staðar numið. Sennilega verður endanlegt uppgjör miklu hærra en 20 milljónir.
    7. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist framboð Katrínar hafa safnað um 4 milljónum króna meira en Höllurnar tvær hafa hvor um sig safnað. Eru það ekki tölurnar sem blaðamaðurinn ætti að bera saman? Ef blaðamanninn vantar gögn til þess að geta borið áætlaðan heildarkostnað framboðanna saman ætti hann að kalla eftir þeim áður en Heimildin birtir þessa fyrirsögn. Væri það ekki góð blaðamennska?
    1
  • PK
    Páll Kristinsson skrifaði
    Ég er hrædd um að sumir hafi ekki sagt satt.
    3
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Eigum við kjósendur að kjósa þann, sem eyðir mestu í baráttuna? Er eitthvað að marka þannig framboð? Er ekki farsællegra að kjósa manneskju, sem eyðir minna?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár