Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Þetta eru bara hreinir og klárir stríðsglæpir“

Efstu sex for­setafram­bjóð­end­urn­ir eru ekki all­ir sam­mála um að þjóð­armorð eigi sér nú stað á Gaza-svæð­inu. Mál­efni Palestínu komu til um­ræðu í kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar í gær­kvöld.

Þegar talið barst að ástandinu á Gaza-svæðinu í kappræðum Heimildarinnar í gærkvöld fékk Margrét Marteinsdóttir, annar þáttarstjórnanda, ekki að ljúka við spurninguna.

„Þetta eru bara hreinir og klárir stríðsglæpir!“ kallaði Jón Gnarr ofan í spurninguna og uppskar fyrir það mikið lófatak.

Auk Jóns tóku fimm aðrir forsetaframbjóðendur þátt í kappræðunum og tjáðu þar skoðanir sínar á aðstæðum á Gaza og hvort þeir teldu að þar ætti sér stað þjóðarmorð. 

Verið að skoða þjóðarmorð

Hvorki Halla Hrund Logadóttir né Katrín Jakobsdóttir vildu fullyrða að um þjóðarmorð væri að ræða. „Það er verið að skoða það [hvort að um þjóðarmorð væri að ræða]. Þetta eru hræðilegar aðstæður. Ég á sjálf vini frá Palestínu og þekki fólk sem hefur verið að vinna þar. Það er ekkert sem afsakar þessa viðburði,“ sagði Halla Hrund.

Henni finnst að forseti eigi að nýta samtöl, tækifæri og aðgang embættisins til að tala fyrir friðsamlegum lausnum. „Í samhengi við Ísland mun ég sannarlega gera það í samræmi við stefnu stjórnvalda.“

Katrín sagði að skýrt brot á alþjóðalögum ætti sér nú stað. „Það er fullkomlega eðlilegt að forseti tali mjög skýrt gegn slíkum brotum og fyrir friði.“ Allar raddir sem tali fyrir friði hjálpi til. 

Það sem er að gerast í Palestínu – er það þjóðarmorð að þínu mati?

„Það er til rannsóknar fyrir dómstólum núna. En eins og ég sé þetta skýr og klár brot á alþjóðalögum, mannúðarlögum og hryllilegir hlutir sem íslensk stjórnvöld og forseti eiga að nota sína rödd til að andmæla,“ sagði Katrín.

Halla og Baldur telja þjóðarmorð eiga sér stað

Halla Tómasdóttir sagðist vera hryggbrotin yfir því sem væri að gerast á Gaza. „Þetta er að kremja í mér hjartað og ég held að okkur líði öllum alveg ótrúlega illa út af þessu. Auðvitað eru þetta stríðsglæpir. Auðvitað eru þetta brot á alþjóðalögum.“ Í hennar huga er enginn vafi að það sem eigi sér stað sé þjóðarmorð.

Hún vill að forsetinn vinni með ríkisstjórn landsins að því að gera Ísland að talsmanni friðar, friðsamlegra lausna og vopnahlés. „Ég held að fleiri konur í forystu muni breyta heiminum til hins betra í þessu og held að forseti Íslands geti verið fremstur í flokki.“

Ástandið á Gaza angrar Baldur mikið, sem er hættur að geta horft á fréttamyndir þaðan. „Við verðum einhvern veginn að stíga miklu fastar til jarðar en við erum að gera. Við tókum frumkvæði í því, meðal vestrænna ríkja, að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Og nú þurfum við dálítið að bretta upp ermarnar og fylgja því máli eftir.“

Hann segir Ísland eiga að nýta bandalagsríki sín og samvinnu við hin Norðurlöndin til að miðla málum og þrýsta á Ísrael. Spurður hvort hann telji að þjóðarmorð eigi sér stað segir Baldur að það virðist vera. „Það lítur út fyrir það, já.“

Arnar vildi rifja upp lagaskilgreininguna á þjóðarmorði

Arnar Þór Jónsson sagðist ekki hafa lesið lagalega skilgreiningu á þjóðarmorði í 26 ár og vildi því ekki taka afstöðu til þess hvort það ætti sér stað á Gaza. „Þessi harmleikur sem þarna á sér stað er náttúrulega þyngri en tárum tekur og ég veit eiginlega ekki hvað maður getur sagt. Þetta er svo hryllilegt. En hitt er alveg ljóst að það verður að bera klæði á vopnin.“

Arnari finnst umræðuna um Palestínu skorta trúverðugleika vegna þess að Ísland hafi ákveðið að gerast beinir þátttakendur í vígbúnaði erlendis. Hann lýsti yfir mikilli óánægju með þá þróun.

Jón Gnarr líka gráti nær

„Ég tek undir með Höllu Tómasdóttur að maður er gráti nær að lesa þetta og þessa viðurstyggilegu árás á flóttamannabúðir sem er nýjasti viðbjóðurinn,“ sagði Jón Gnarr. 

Hann segir forseta Íslands eiga að fordæma svona ástand. „Og beita öllum sínum áhrifum til að reyna að hafa áhrif og tala fyrir friðsamlegum lausnum.

„Það er enginn vafi í mínum huga að þarna eru framdir stríðsglæpir. Þjóðarmorð? Mig grunar það sterklega, já.“

Hér má horfa á kappræðurnar þar sem forsetaframbjóðendurnir sex sem mælast með mest fyrir samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar mætast. Fyrstu 30 mínútur streymisins eru öllum aðgengilegar en áskrifendur geta horft á kappræðurnar í heild sinni:

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna hefur enginn frambjóðandi fengið spurninguna um að rjúfa stjórnmálasamband við Ísrael ? Hver vill eiga sambandi við barnamorðinga ?
    0
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Kannski af því slíkt er ekki í verkahring forsetans.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár