Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Þetta eru bara hreinir og klárir stríðsglæpir“

Efstu sex for­setafram­bjóð­end­urn­ir eru ekki all­ir sam­mála um að þjóð­armorð eigi sér nú stað á Gaza-svæð­inu. Mál­efni Palestínu komu til um­ræðu í kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar í gær­kvöld.

Þegar talið barst að ástandinu á Gaza-svæðinu í kappræðum Heimildarinnar í gærkvöld fékk Margrét Marteinsdóttir, annar þáttarstjórnanda, ekki að ljúka við spurninguna.

„Þetta eru bara hreinir og klárir stríðsglæpir!“ kallaði Jón Gnarr ofan í spurninguna og uppskar fyrir það mikið lófatak.

Auk Jóns tóku fimm aðrir forsetaframbjóðendur þátt í kappræðunum og tjáðu þar skoðanir sínar á aðstæðum á Gaza og hvort þeir teldu að þar ætti sér stað þjóðarmorð. 

Verið að skoða þjóðarmorð

Hvorki Halla Hrund Logadóttir né Katrín Jakobsdóttir vildu fullyrða að um þjóðarmorð væri að ræða. „Það er verið að skoða það [hvort að um þjóðarmorð væri að ræða]. Þetta eru hræðilegar aðstæður. Ég á sjálf vini frá Palestínu og þekki fólk sem hefur verið að vinna þar. Það er ekkert sem afsakar þessa viðburði,“ sagði Halla Hrund.

Henni finnst að forseti eigi að nýta samtöl, tækifæri og aðgang embættisins til að tala fyrir friðsamlegum lausnum. „Í samhengi við Ísland mun ég sannarlega gera það í samræmi við stefnu stjórnvalda.“

Katrín sagði að skýrt brot á alþjóðalögum ætti sér nú stað. „Það er fullkomlega eðlilegt að forseti tali mjög skýrt gegn slíkum brotum og fyrir friði.“ Allar raddir sem tali fyrir friði hjálpi til. 

Það sem er að gerast í Palestínu – er það þjóðarmorð að þínu mati?

„Það er til rannsóknar fyrir dómstólum núna. En eins og ég sé þetta skýr og klár brot á alþjóðalögum, mannúðarlögum og hryllilegir hlutir sem íslensk stjórnvöld og forseti eiga að nota sína rödd til að andmæla,“ sagði Katrín.

Halla og Baldur telja þjóðarmorð eiga sér stað

Halla Tómasdóttir sagðist vera hryggbrotin yfir því sem væri að gerast á Gaza. „Þetta er að kremja í mér hjartað og ég held að okkur líði öllum alveg ótrúlega illa út af þessu. Auðvitað eru þetta stríðsglæpir. Auðvitað eru þetta brot á alþjóðalögum.“ Í hennar huga er enginn vafi að það sem eigi sér stað sé þjóðarmorð.

Hún vill að forsetinn vinni með ríkisstjórn landsins að því að gera Ísland að talsmanni friðar, friðsamlegra lausna og vopnahlés. „Ég held að fleiri konur í forystu muni breyta heiminum til hins betra í þessu og held að forseti Íslands geti verið fremstur í flokki.“

Ástandið á Gaza angrar Baldur mikið, sem er hættur að geta horft á fréttamyndir þaðan. „Við verðum einhvern veginn að stíga miklu fastar til jarðar en við erum að gera. Við tókum frumkvæði í því, meðal vestrænna ríkja, að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Og nú þurfum við dálítið að bretta upp ermarnar og fylgja því máli eftir.“

Hann segir Ísland eiga að nýta bandalagsríki sín og samvinnu við hin Norðurlöndin til að miðla málum og þrýsta á Ísrael. Spurður hvort hann telji að þjóðarmorð eigi sér stað segir Baldur að það virðist vera. „Það lítur út fyrir það, já.“

Arnar vildi rifja upp lagaskilgreininguna á þjóðarmorði

Arnar Þór Jónsson sagðist ekki hafa lesið lagalega skilgreiningu á þjóðarmorði í 26 ár og vildi því ekki taka afstöðu til þess hvort það ætti sér stað á Gaza. „Þessi harmleikur sem þarna á sér stað er náttúrulega þyngri en tárum tekur og ég veit eiginlega ekki hvað maður getur sagt. Þetta er svo hryllilegt. En hitt er alveg ljóst að það verður að bera klæði á vopnin.“

Arnari finnst umræðuna um Palestínu skorta trúverðugleika vegna þess að Ísland hafi ákveðið að gerast beinir þátttakendur í vígbúnaði erlendis. Hann lýsti yfir mikilli óánægju með þá þróun.

Jón Gnarr líka gráti nær

„Ég tek undir með Höllu Tómasdóttur að maður er gráti nær að lesa þetta og þessa viðurstyggilegu árás á flóttamannabúðir sem er nýjasti viðbjóðurinn,“ sagði Jón Gnarr. 

Hann segir forseta Íslands eiga að fordæma svona ástand. „Og beita öllum sínum áhrifum til að reyna að hafa áhrif og tala fyrir friðsamlegum lausnum.

„Það er enginn vafi í mínum huga að þarna eru framdir stríðsglæpir. Þjóðarmorð? Mig grunar það sterklega, já.“

Hér má horfa á kappræðurnar þar sem forsetaframbjóðendurnir sex sem mælast með mest fyrir samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar mætast. Fyrstu 30 mínútur streymisins eru öllum aðgengilegar en áskrifendur geta horft á kappræðurnar í heild sinni:

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna hefur enginn frambjóðandi fengið spurninguna um að rjúfa stjórnmálasamband við Ísrael ? Hver vill eiga sambandi við barnamorðinga ?
    0
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Kannski af því slíkt er ekki í verkahring forsetans.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Bráðafjölskylda á vaktinni
3
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
4
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár