Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Ekki í framboði Anna Þóra skellti sér í einkennisbúning Höllu Tómasdóttur fyrir myndatökuna: bleikan jakka með hálsklút í stíl. Mynd: Golli

Mér finnst þú æðisleg, ég ætla að kjósa þig,“ sagði karlmaður við Önnu Þóru Björnsdóttur, eiganda gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, þar sem hún var í góðu yfirlæti á djamminu á Kjarval 8. maí síðastliðinn. Anna Þóra hváði, skaust á klósettið og kom svo aftur á barinn. Fleiri menn komu upp að henni: „Þú ert algjört æði, við ætlum að kjósa þig.“

En Anna Þóra var ekki í neins konar framboði á þessum tíma og því nánast ómögulegt að kjósa hana í nokkuð. „Þessir menn komu upp að mér alveg 100 prósent öruggir og þuldu upp fyrir hvað ég stæði.“

Það voru gildi Höllu Tómasdóttur sem um ræddi. „Ég fattaði strax að þeir væru að rugla okkur saman en svona laglegar ljóshærðar konur vekja alltaf svo mikla lukku á börunum,“ segir Anna Þóra og hlær. „Ég var að hugsa um að hringja í hana Höllu og segja: „Viltu að ég sé heima eða sé á djamminu? Hvort heldurðu að komi betur út fyrir þig?““

Leiðréttir þú þennan misskilning? 

„Nei, alls ekki. Ég þakkaði bara kærlega fyrir og drakk frítt allt kvöldið.“

Halla TómasdóttirÖnnu Þóru finnst ruglingurinn bara skemmtilegur. „Hún er brosmild og hress og klár,“ segir hún um Höllu.

Hvorki líkt við Guðna né Ólaf Ragnar

Á næstu vikum lenti Anna Þóra aftur og aftur í því að þeim stöllum var ruglað saman. 

„Kannski er það líka af því að við erum á sömu hárgreiðslustofu,“ segir Anna Þóra sem er í smá klemmu. „Ég er búin að selja Katrínu [Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda] gleraugu í mörg ár og fíla hana vel svo þetta er svolítið flókin staða en mitt atkvæði fer á réttan stað. Það er alveg á hreinu.“

Þetta er ný reynsla fyrir Önnu Þóru, sem lenti ekki í því að vera ruglað saman við Höllu árið 2016, þegar Halla bauð sig líka fram. „Mér var allavega ekki líkt við Guðna og ekki við Ólaf Ragnar svo þetta er bara algjörlega ný reynsla,“ segir Anna Þóra. 

„Ef Halla þarf einhvern staðgengil þá getur hún bjallað“

Leika sér að því að máta gleraugu á frambjóðendur

Sjálf hefur hún nokkuð stúderað andlit forsetaframbjóðendanna.

„Við eigum svona fjölskylduleik heima: hvaða gleraugu myndirðu setja á þennan og hvaða gleraugu á hinn?“ segir Anna Þóra. „Það er alltaf það fyrsta sem við hugsum; hvað sé langt á milli augnanna hjá fólkinu.“ 

Talandi um fjölskylduna, hvernig finnst sonum hennar og eiginmanni að Önnu Þóru sé líkt við forsetaframbjóðandann Höllu Tómasdóttur? 

„Ég held að þeim finnist ég ekkert lík öðrum af því að ég held að þeim finnist mamma sín mjög ólík öllu öðru fólki. Hvort það er gott eða slæmt veit ég ekki,“ segir Anna Þóra. 

Tilbúin að hlaupa í skarðið ef þess þarf

Flækir þetta stöðuna í kjörklefanum?

„Nei, nei. Við fáum frábæran forseta, ég efast ekki um það. Ég bara vona að mér verði boðið á Bessastaði og ef Halla þarf einhvern staðgengil þá getur hún bjallað. Hún veit alveg hvar ég er.“

Hún gæti í raun skotist í frí án þess að nokkur tæki eftir því? 

„Já, já, já, já, já. Ég sýni bara góðu hliðina.“

Og eftir allan meðbyrinn kemur bara eitt til greina fyrir Önnu Þóru í næstu forsetakosningum: „Ég fer fram næst, það er engin spurning. Fyrst þetta er komið í loftið.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HK
    Hlaðveig Krumla skrifaði
    afhveru var ekki goggi með þetta innsla cveit ha@n ekki hvernin beikon er a litin?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár