Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Ekki í framboði Anna Þóra skellti sér í einkennisbúning Höllu Tómasdóttur fyrir myndatökuna: bleikan jakka með hálsklút í stíl. Mynd: Golli

Mér finnst þú æðisleg, ég ætla að kjósa þig,“ sagði karlmaður við Önnu Þóru Björnsdóttur, eiganda gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, þar sem hún var í góðu yfirlæti á djamminu á Kjarval 8. maí síðastliðinn. Anna Þóra hváði, skaust á klósettið og kom svo aftur á barinn. Fleiri menn komu upp að henni: „Þú ert algjört æði, við ætlum að kjósa þig.“

En Anna Þóra var ekki í neins konar framboði á þessum tíma og því nánast ómögulegt að kjósa hana í nokkuð. „Þessir menn komu upp að mér alveg 100 prósent öruggir og þuldu upp fyrir hvað ég stæði.“

Það voru gildi Höllu Tómasdóttur sem um ræddi. „Ég fattaði strax að þeir væru að rugla okkur saman en svona laglegar ljóshærðar konur vekja alltaf svo mikla lukku á börunum,“ segir Anna Þóra og hlær. „Ég var að hugsa um að hringja í hana Höllu og segja: „Viltu að ég sé heima eða sé á djamminu? Hvort heldurðu að komi betur út fyrir þig?““

Leiðréttir þú þennan misskilning? 

„Nei, alls ekki. Ég þakkaði bara kærlega fyrir og drakk frítt allt kvöldið.“

Halla TómasdóttirÖnnu Þóru finnst ruglingurinn bara skemmtilegur. „Hún er brosmild og hress og klár,“ segir hún um Höllu.

Hvorki líkt við Guðna né Ólaf Ragnar

Á næstu vikum lenti Anna Þóra aftur og aftur í því að þeim stöllum var ruglað saman. 

„Kannski er það líka af því að við erum á sömu hárgreiðslustofu,“ segir Anna Þóra sem er í smá klemmu. „Ég er búin að selja Katrínu [Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda] gleraugu í mörg ár og fíla hana vel svo þetta er svolítið flókin staða en mitt atkvæði fer á réttan stað. Það er alveg á hreinu.“

Þetta er ný reynsla fyrir Önnu Þóru, sem lenti ekki í því að vera ruglað saman við Höllu árið 2016, þegar Halla bauð sig líka fram. „Mér var allavega ekki líkt við Guðna og ekki við Ólaf Ragnar svo þetta er bara algjörlega ný reynsla,“ segir Anna Þóra. 

„Ef Halla þarf einhvern staðgengil þá getur hún bjallað“

Leika sér að því að máta gleraugu á frambjóðendur

Sjálf hefur hún nokkuð stúderað andlit forsetaframbjóðendanna.

„Við eigum svona fjölskylduleik heima: hvaða gleraugu myndirðu setja á þennan og hvaða gleraugu á hinn?“ segir Anna Þóra. „Það er alltaf það fyrsta sem við hugsum; hvað sé langt á milli augnanna hjá fólkinu.“ 

Talandi um fjölskylduna, hvernig finnst sonum hennar og eiginmanni að Önnu Þóru sé líkt við forsetaframbjóðandann Höllu Tómasdóttur? 

„Ég held að þeim finnist ég ekkert lík öðrum af því að ég held að þeim finnist mamma sín mjög ólík öllu öðru fólki. Hvort það er gott eða slæmt veit ég ekki,“ segir Anna Þóra. 

Tilbúin að hlaupa í skarðið ef þess þarf

Flækir þetta stöðuna í kjörklefanum?

„Nei, nei. Við fáum frábæran forseta, ég efast ekki um það. Ég bara vona að mér verði boðið á Bessastaði og ef Halla þarf einhvern staðgengil þá getur hún bjallað. Hún veit alveg hvar ég er.“

Hún gæti í raun skotist í frí án þess að nokkur tæki eftir því? 

„Já, já, já, já, já. Ég sýni bara góðu hliðina.“

Og eftir allan meðbyrinn kemur bara eitt til greina fyrir Önnu Þóru í næstu forsetakosningum: „Ég fer fram næst, það er engin spurning. Fyrst þetta er komið í loftið.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HK
    Hlaðveig Krumla skrifaði
    afhveru var ekki goggi með þetta innsla cveit ha@n ekki hvernin beikon er a litin?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
1
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
2
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
7
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
9
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
10
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár