Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Ekki í framboði Anna Þóra skellti sér í einkennisbúning Höllu Tómasdóttur fyrir myndatökuna: bleikan jakka með hálsklút í stíl. Mynd: Golli

Mér finnst þú æðisleg, ég ætla að kjósa þig,“ sagði karlmaður við Önnu Þóru Björnsdóttur, eiganda gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, þar sem hún var í góðu yfirlæti á djamminu á Kjarval 8. maí síðastliðinn. Anna Þóra hváði, skaust á klósettið og kom svo aftur á barinn. Fleiri menn komu upp að henni: „Þú ert algjört æði, við ætlum að kjósa þig.“

En Anna Þóra var ekki í neins konar framboði á þessum tíma og því nánast ómögulegt að kjósa hana í nokkuð. „Þessir menn komu upp að mér alveg 100 prósent öruggir og þuldu upp fyrir hvað ég stæði.“

Það voru gildi Höllu Tómasdóttur sem um ræddi. „Ég fattaði strax að þeir væru að rugla okkur saman en svona laglegar ljóshærðar konur vekja alltaf svo mikla lukku á börunum,“ segir Anna Þóra og hlær. „Ég var að hugsa um að hringja í hana Höllu og segja: „Viltu að ég sé heima eða sé á djamminu? Hvort heldurðu að komi betur út fyrir þig?““

Leiðréttir þú þennan misskilning? 

„Nei, alls ekki. Ég þakkaði bara kærlega fyrir og drakk frítt allt kvöldið.“

Halla TómasdóttirÖnnu Þóru finnst ruglingurinn bara skemmtilegur. „Hún er brosmild og hress og klár,“ segir hún um Höllu.

Hvorki líkt við Guðna né Ólaf Ragnar

Á næstu vikum lenti Anna Þóra aftur og aftur í því að þeim stöllum var ruglað saman. 

„Kannski er það líka af því að við erum á sömu hárgreiðslustofu,“ segir Anna Þóra sem er í smá klemmu. „Ég er búin að selja Katrínu [Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda] gleraugu í mörg ár og fíla hana vel svo þetta er svolítið flókin staða en mitt atkvæði fer á réttan stað. Það er alveg á hreinu.“

Þetta er ný reynsla fyrir Önnu Þóru, sem lenti ekki í því að vera ruglað saman við Höllu árið 2016, þegar Halla bauð sig líka fram. „Mér var allavega ekki líkt við Guðna og ekki við Ólaf Ragnar svo þetta er bara algjörlega ný reynsla,“ segir Anna Þóra. 

„Ef Halla þarf einhvern staðgengil þá getur hún bjallað“

Leika sér að því að máta gleraugu á frambjóðendur

Sjálf hefur hún nokkuð stúderað andlit forsetaframbjóðendanna.

„Við eigum svona fjölskylduleik heima: hvaða gleraugu myndirðu setja á þennan og hvaða gleraugu á hinn?“ segir Anna Þóra. „Það er alltaf það fyrsta sem við hugsum; hvað sé langt á milli augnanna hjá fólkinu.“ 

Talandi um fjölskylduna, hvernig finnst sonum hennar og eiginmanni að Önnu Þóru sé líkt við forsetaframbjóðandann Höllu Tómasdóttur? 

„Ég held að þeim finnist ég ekkert lík öðrum af því að ég held að þeim finnist mamma sín mjög ólík öllu öðru fólki. Hvort það er gott eða slæmt veit ég ekki,“ segir Anna Þóra. 

Tilbúin að hlaupa í skarðið ef þess þarf

Flækir þetta stöðuna í kjörklefanum?

„Nei, nei. Við fáum frábæran forseta, ég efast ekki um það. Ég bara vona að mér verði boðið á Bessastaði og ef Halla þarf einhvern staðgengil þá getur hún bjallað. Hún veit alveg hvar ég er.“

Hún gæti í raun skotist í frí án þess að nokkur tæki eftir því? 

„Já, já, já, já, já. Ég sýni bara góðu hliðina.“

Og eftir allan meðbyrinn kemur bara eitt til greina fyrir Önnu Þóru í næstu forsetakosningum: „Ég fer fram næst, það er engin spurning. Fyrst þetta er komið í loftið.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HK
    Hlaðveig Krumla skrifaði
    afhveru var ekki goggi með þetta innsla cveit ha@n ekki hvernin beikon er a litin?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár