Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Ekki í framboði Anna Þóra skellti sér í einkennisbúning Höllu Tómasdóttur fyrir myndatökuna: bleikan jakka með hálsklút í stíl. Mynd: Golli

Mér finnst þú æðisleg, ég ætla að kjósa þig,“ sagði karlmaður við Önnu Þóru Björnsdóttur, eiganda gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, þar sem hún var í góðu yfirlæti á djamminu á Kjarval 8. maí síðastliðinn. Anna Þóra hváði, skaust á klósettið og kom svo aftur á barinn. Fleiri menn komu upp að henni: „Þú ert algjört æði, við ætlum að kjósa þig.“

En Anna Þóra var ekki í neins konar framboði á þessum tíma og því nánast ómögulegt að kjósa hana í nokkuð. „Þessir menn komu upp að mér alveg 100 prósent öruggir og þuldu upp fyrir hvað ég stæði.“

Það voru gildi Höllu Tómasdóttur sem um ræddi. „Ég fattaði strax að þeir væru að rugla okkur saman en svona laglegar ljóshærðar konur vekja alltaf svo mikla lukku á börunum,“ segir Anna Þóra og hlær. „Ég var að hugsa um að hringja í hana Höllu og segja: „Viltu að ég sé heima eða sé á djamminu? Hvort heldurðu að komi betur út fyrir þig?““

Leiðréttir þú þennan misskilning? 

„Nei, alls ekki. Ég þakkaði bara kærlega fyrir og drakk frítt allt kvöldið.“

Halla TómasdóttirÖnnu Þóru finnst ruglingurinn bara skemmtilegur. „Hún er brosmild og hress og klár,“ segir hún um Höllu.

Hvorki líkt við Guðna né Ólaf Ragnar

Á næstu vikum lenti Anna Þóra aftur og aftur í því að þeim stöllum var ruglað saman. 

„Kannski er það líka af því að við erum á sömu hárgreiðslustofu,“ segir Anna Þóra sem er í smá klemmu. „Ég er búin að selja Katrínu [Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda] gleraugu í mörg ár og fíla hana vel svo þetta er svolítið flókin staða en mitt atkvæði fer á réttan stað. Það er alveg á hreinu.“

Þetta er ný reynsla fyrir Önnu Þóru, sem lenti ekki í því að vera ruglað saman við Höllu árið 2016, þegar Halla bauð sig líka fram. „Mér var allavega ekki líkt við Guðna og ekki við Ólaf Ragnar svo þetta er bara algjörlega ný reynsla,“ segir Anna Þóra. 

„Ef Halla þarf einhvern staðgengil þá getur hún bjallað“

Leika sér að því að máta gleraugu á frambjóðendur

Sjálf hefur hún nokkuð stúderað andlit forsetaframbjóðendanna.

„Við eigum svona fjölskylduleik heima: hvaða gleraugu myndirðu setja á þennan og hvaða gleraugu á hinn?“ segir Anna Þóra. „Það er alltaf það fyrsta sem við hugsum; hvað sé langt á milli augnanna hjá fólkinu.“ 

Talandi um fjölskylduna, hvernig finnst sonum hennar og eiginmanni að Önnu Þóru sé líkt við forsetaframbjóðandann Höllu Tómasdóttur? 

„Ég held að þeim finnist ég ekkert lík öðrum af því að ég held að þeim finnist mamma sín mjög ólík öllu öðru fólki. Hvort það er gott eða slæmt veit ég ekki,“ segir Anna Þóra. 

Tilbúin að hlaupa í skarðið ef þess þarf

Flækir þetta stöðuna í kjörklefanum?

„Nei, nei. Við fáum frábæran forseta, ég efast ekki um það. Ég bara vona að mér verði boðið á Bessastaði og ef Halla þarf einhvern staðgengil þá getur hún bjallað. Hún veit alveg hvar ég er.“

Hún gæti í raun skotist í frí án þess að nokkur tæki eftir því? 

„Já, já, já, já, já. Ég sýni bara góðu hliðina.“

Og eftir allan meðbyrinn kemur bara eitt til greina fyrir Önnu Þóru í næstu forsetakosningum: „Ég fer fram næst, það er engin spurning. Fyrst þetta er komið í loftið.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HK
    Hlaðveig Krumla skrifaði
    afhveru var ekki goggi með þetta innsla cveit ha@n ekki hvernin beikon er a litin?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
6
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirhluta framkvæmdastjórn lögð fram á sáttarfundum
7
Fréttir

Til­laga um auk­inn meir­hluta fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sáttar­fund­um

Á sáttar­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmd­ar­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjalla um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
10
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár