M
iðvikudaginn 22. maí síðastliðinn kærði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumann Betra lífs, til lögreglu fyrir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa sinna í hættu í gróðaskyni þegar bruni kom upp á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum 18 í febrúar 2023, eins og kemur fram í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.
Fimm íbúar áfangaheimilisins voru send á spítala til aðhlynningar eftir brunann en mikið mildi var að ekki fór verr því ástand brunavarna í húsnæðinu, sem er iðnaðarhúsnæði, var svo slæmt að slökkviliðið var í ferli að loka húsinu þegar bruninn kom upp. Slökkviliðið hefur haft afskipti af öllum þremur húsnæðum Betra lífs þar sem vímuefnaneysla var leyfð og reynt að loka tveimur þeirra.
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir áfangaheimili „eitt mest krefjandi verkefni“ á hans borði vegna lögleysunnar sem ríkir vegna þeirra og að „mjög brýnt“ sé að finna lausn á henni. Ekkert …
Athugasemdir