Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team og forsetaframbjóðandi, segir að við Íslendingar séum alls ekki á góðum stað sem samfélag. Fólk sé ótrúlega fljótt að segja ljóta hluti við og um hvað annað, aðallega í gegnum lyklaborð og í stafrænni framsetningu.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Höllu í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út síðastliðinn föstudag. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér til hliðar.
Halla segir að það séu margar viðsjárverðar vísbendingar til staðar sem vert sé að staldra við, velta því fyrir sér af hverju við séum komin og hvernig sé hægt að bregðast við því. Kvíði, þunglyndi, sjálfskaði og einmanaleiki séu í örum vexti, margir jaðarhópar séu komnir út af sporinu og mikill harmur sé í kringum neyslu og önnur slík erfið mál. Þetta vigtar allt, að mati Höllu, inn …
Athugasemdir