Orðræðan bendir til þess að þjóðinni líði ekki vel

Halla Tóm­as­dótt­ir veit að hún fær ekki neina for­gjöf um traust hjá kjós­end­um. Halla hef­ur enda alla tíð þurft að leggja hart að sér, kom­in af for­eldr­um sem þurftu að rísa úr sárri fá­tækt og hef­ur upp­lif­að að tapa öllu sínu. Hún hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af traust­leys­inu í sam­fé­lag­inu og seg­ir blasa við að það þurfi kerf­is­breyt­ing­ar til að sigr­ast á þeim vanda. Þær breyt­ing­ar verði ekki inn­leidd­ar af ein­um for­seta sem þyk­ist hafa öll svör­in held­ur nýj­an sam­fé­lags­sátt­mála.

Halla Tómasdóttir sker sig úr þeim hópi sem sækist eftir því að verða næsti forseti Íslands. Hún gerir það vegna þess að hún er eini frambjóðandinn sem mælist með umtalsvert fylgi sem er að reyna að komast á Bessastaði í annað sinn. Hún bauð sig líka fram árið 2016 og endaði þá önnur, með 27,9 prósent atkvæða, tæpum ellefu prósentustigum á eftir sigurvegaranum, Guðna Th. Jóhannessyni. 

Það er vart hægt að lýsa því framboði Höllu öðruvísi en sem sígandi lukku. Framan af baráttunni mældist hún með sáralítið fylgi, klauf ekki tveggja tölustafa múrinn fyrr en rúmri viku fyrir kosningarnar og endaði svo með rúmlega 50 prósent meira fylgi en hún mældist með í síðustu könnunum. 

Halla segir að þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram aftur þá hefði hún rætt við starfsmann hjá fyrirtæki sem framkvæmir skoðanakannanir, sem hafi sagt henni að ef takturinn hefði haldið áfram þá …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólöf Salmon skrifaði
    Við Íslendingar viljum betri framtíð fyrir afkomendur okkar. Halla Tómasdóttir ER sá frambjóðandi sem hefur bæði kraftinn og karakterinn til að móta þá framtíð MEÐ þjóðinni. Hún hefur ætíð brett upp ermar og látið verkin tala. Fallega sagan hennar sýnir okkur það svart á hvítu að hún stendur við það sem hún segir ❤ Kjósum með hjartanu og byggjum betra Ísland fyrir okkur öll ❤
    1
  • Elsa Þorbjörg Árnadóttir skrifaði
    Ráðgjafar Höllu Tómasdóttur sem forseta munu verða kapital landsins, treysti henni ekki.
    -1
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Hefur þú heyrt að hennar vinna hjá B team er fólgin í því að heimurinn setji sér markmið um að t.d. stórfyrirtæki og alþjóðafyrirtæki geti ekki ekki stundað skattasniðgöngu? B team er alþjóðleg samvinna um að betrumbæta heiminn fyrir næstu kynslóð, sem Höllu er mjög umhugað um.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár