Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
Gagnrýna fyrirhugaðar breytingar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna fyrirhugaðu breytingu á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi þar sem gera á rekstrarleyfin í greininni tímabundin. Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri SFS. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) gagnrýna fyrirhugaða breytingu á lagafrumvarpi matvælaráðherra um lagareldi sem felur í sér að tímabinda á rekstrarleyfin í greininni. Eins og frumvarpið var lagt fram af matvælaráðherra áttu rekstrarleyfin í laxeldinu að vera ótímabundin. Þetta hefur mætt harðri andstöðu og Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur dregið í land með þessa grein frumvarpsins. Í stað ótímabundinna rekstrarleyfa eiga þau að gilda í 16 ár. 

Samanburðurinn við kvótakerfið í sjávarútvegi

Frumvarpið hefur verið borið saman við gjafakvótann í sjávarútveginum, í veiðum á villtum fiski, á níunda áratugnum. Munurinn á kvótakerfinu í sjávarútvegi og þessu kvótakerfi í laxeldi er hins vegar sá að einn helsti tilgangur kvótakerfisins í sjávarútvegi var visfræðilegur og sneríst um að verja villta fiskistofna gegn ofveiði og að gera ætti fiskveiðar sjálfbærar til framtíðar. 

Þetta er óumdeildi hluti kvótakerfisins í sjávarútvegi, sá umdeildi er hvernig gæðunum var dreift og á hvaða forsendum. Þessu vistfræðilega sjónarmiði er ekki til að dreifa í sama hætti í laxeldinu þar sem ekki er um villta tegund að ræða. Vandamálið við laxeldisfrumvarpið er hins vegar það sama og í tilfelli kvótakerfisins: Að gefa eigi laxeldisfyrirtækjum varanlegan, ótímabundinn kvóta í laxeldi. 

Eignarrétturinn sagður brotinn

 Í umsögn um frumvarpið sem SFS sendi til atvinnuveganefndar Alþingis þann 16. maí síðastliðinn kemur ítrekað fram að samtökin telja að of mikil og íþyngjandi afskipti ríkisvaldsins af laxeldisfyrirtækjunum geti farið gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar, líkt og rekstrarleyfin í laxeldinu séu í reynd eign eða ígildi eignar hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum.

Um þetta segir meðal annars í umsögn SFS að ef breyta eigi þessu atriði, sem hingað til hefur verið umdeildasta atriði frumvarpsins, þá þurfi að milda það á annan hátt samhliða: „Samtökin benda þó á að eftil álita kemur að breyta frumvarpinu á þá leið að rekstarleyfum verði áfram markaður tiltekinn gildistími verður ekki framhjá því litið að fjöldamörg íþyngjandi ákvæði frumvarpsins eru mótuð með tilliti til varanleika rekstrarleyfa. Samhliða slíkum breytingum verður því að fara fram endurskoðun til mildunar á samhangandi heimildum til eignaskerðinga, stjórnsýsluviðurlaga og áformum um aukna gjaldtöku.“

Á öðrum stað í umsögninni er gagnrýnt að ríkisvaldið eigi að geta tekið kvóta í af laxeldisfyrirtækjum ef brot eiga sér stað í starfsemi þeirra,  eins og til dæmis slysasleppingar. Samtökin segja að slíkar aðgerðir ríkisins feli sér í skerðingu á eignarréttindum. „Slík ákvæði fela í sér skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum sem njóta verndar 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar.

„Við slíkan samanburð skiptir höfuðmáli að öll leyfi til fiskeldis í Noregi eru veitt til varanlegrar eignar sem leyfishafa er heimilt að framselja á opnum markaði.“
Úr umsögn SFS

Tímabundin leyfi leiði til minna íþyngjandi regluverks

Í umsögn SFS kemur einnig ítrekað fram að ef rekstrarleyfin í laxeldinu verða tímabundin þá eigi það að leiða til minni gjaldtöku, sekta, eftirlits og í reynd minni afskipta ríkisvaldsins af rekstri laxeldisfyrirtækjanna þar sem verðmætin sem þau eru með í höndunum verði minni. Þau telja að bæði gjaldtaka og eftirlit með laxeldinu séu „óhófleg

Um gjaldtöku ríkisins af laxeldisfyrirtækjunum segir um þetta: „Það gefur auga leið að forsendur frumvarpsins að þessu leyti grundvallast á því að verðmæti varanlegra rekstrarleyfa eru í eðli sínu meiri en þar sem þeim er úthlutað í formi afnotaréttar til afmarkaðs tíma.

Samtökin benda á að í samanburði við gjaldtöku af laxeldisfyrirtækjunum í Noregi þá séu leyfin þar í landi varanleg og að ef þau eigi ekki að vera ótímabundin á Íslandi þá þurfi að horfa til þess við gjaldtöku á sjávarútvegsfyrirtækin. „Við slíkan samanburð skiptir höfuðmáli að öll leyfi til fiskeldis í Noregi eru veitt til varanlegrar eignar sem leyfishafa er heimilt að framselja á opnum markaði.“

Almennt séð segir um þessa gagnrýni samtakanna að endurskoða þurfi stóran hluta frumvarpsins í reynd ef breyta á ótímabundnum rekstrarleyfum í tímabundin.

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Peninga guðinn er þarnadyrkaðuri sinnitærustumynd og dansinnikringum gullkálfinn um leið
    1
  • SG
    Snorri Gestsson skrifaði
    Það er eðlilegt að Katrín forsetaframbjóðandi tjái sig ekki um þetta mál, þetta gæti orðið fyrsta mál (lög til undirritunar) sem kæmi inn á hennar borð og þá er gott að geta slegið úr og í.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þessi álit SFS eru vart svaraverð slíkur er þvættingurinn, það er enginn eignarréttur til staðar í kvótakerfinu og þ.a.l. enginn skaðabótarréttur = úthlutun aflaheimilda myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði, hvað er það sem Heiðrún Lind skilur ekki í þessu ágæta ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða ? NKL sama gildir um úthlutun nýtingarleyfa í sameiginlegum fjörðum þjóðarinnar fyrir sjókvíaeldi, ef svo illa tekst til á alþingi að úthlutun verður varanleg og framseljanleg í sjókvíaeldi, þá verður lágmarksgjaldið fyrir nýtinguna að sjálfsögðu 30-40-milljarðar fyrir hvert ár líkt og í Noregi og auðlindar-RENTAN í sjávarútvegi verður 50-milljarðar frá og með næsta fiskveiðiári.
    5
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Þetta er háalvarlegt mál. Katrín Jakobsdóttir átti aðkomu að því frumvarpi sem hér um ræðir, en eftir að hún bauð sig fram til forseta hefur hún neitað að tjá sig um efni þess. Henni er varla stætt á því að gera það lengur. Hún vissi full vel af ákvæðinu um "ótímabundin" leyfi til norskra laxeldisfyrirtækja. Nú segja SFS að rekstarleyfi í laxeldinu séu í raun ígildi eignar. Hér er einhver blekkingarleikur í gangi. Katrín sem fyrrverandi forsætisráðherra og ráðherra í matvælaráðuneytinu verður að tjá sig undanbragðalaust um röksemdir SFS, áður en gengið er til kosninga.
    13
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Ógeð!
    10
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ekki spyrja að græðginni hjá þessum "sjávarútvegsfyrirtækjum".
    Þau fá aldrei nóg, en þjóðin ræður engu!
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár