SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
Gagnrýna fyrirhugaðar breytingar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna fyrirhugaðu breytingu á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi þar sem gera á rekstrarleyfin í greininni tímabundin. Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri SFS. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) gagnrýna fyrirhugaða breytingu á lagafrumvarpi matvælaráðherra um lagareldi sem felur í sér að tímabinda á rekstrarleyfin í greininni. Eins og frumvarpið var lagt fram af matvælaráðherra áttu rekstrarleyfin í laxeldinu að vera ótímabundin. Þetta hefur mætt harðri andstöðu og Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur dregið í land með þessa grein frumvarpsins. Í stað ótímabundinna rekstrarleyfa eiga þau að gilda í 16 ár. 

Samanburðurinn við kvótakerfið í sjávarútvegi

Frumvarpið hefur verið borið saman við gjafakvótann í sjávarútveginum, í veiðum á villtum fiski, á níunda áratugnum. Munurinn á kvótakerfinu í sjávarútvegi og þessu kvótakerfi í laxeldi er hins vegar sá að einn helsti tilgangur kvótakerfisins í sjávarútvegi var visfræðilegur og sneríst um að verja villta fiskistofna gegn ofveiði og að gera ætti fiskveiðar sjálfbærar til framtíðar. 

Þetta er óumdeildi hluti kvótakerfisins í sjávarútvegi, sá umdeildi er hvernig gæðunum var dreift og á hvaða forsendum. Þessu vistfræðilega sjónarmiði er ekki til að dreifa í sama hætti í laxeldinu þar sem ekki er um villta tegund að ræða. Vandamálið við laxeldisfrumvarpið er hins vegar það sama og í tilfelli kvótakerfisins: Að gefa eigi laxeldisfyrirtækjum varanlegan, ótímabundinn kvóta í laxeldi. 

Eignarrétturinn sagður brotinn

 Í umsögn um frumvarpið sem SFS sendi til atvinnuveganefndar Alþingis þann 16. maí síðastliðinn kemur ítrekað fram að samtökin telja að of mikil og íþyngjandi afskipti ríkisvaldsins af laxeldisfyrirtækjunum geti farið gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar, líkt og rekstrarleyfin í laxeldinu séu í reynd eign eða ígildi eignar hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum.

Um þetta segir meðal annars í umsögn SFS að ef breyta eigi þessu atriði, sem hingað til hefur verið umdeildasta atriði frumvarpsins, þá þurfi að milda það á annan hátt samhliða: „Samtökin benda þó á að eftil álita kemur að breyta frumvarpinu á þá leið að rekstarleyfum verði áfram markaður tiltekinn gildistími verður ekki framhjá því litið að fjöldamörg íþyngjandi ákvæði frumvarpsins eru mótuð með tilliti til varanleika rekstrarleyfa. Samhliða slíkum breytingum verður því að fara fram endurskoðun til mildunar á samhangandi heimildum til eignaskerðinga, stjórnsýsluviðurlaga og áformum um aukna gjaldtöku.“

Á öðrum stað í umsögninni er gagnrýnt að ríkisvaldið eigi að geta tekið kvóta í af laxeldisfyrirtækjum ef brot eiga sér stað í starfsemi þeirra,  eins og til dæmis slysasleppingar. Samtökin segja að slíkar aðgerðir ríkisins feli sér í skerðingu á eignarréttindum. „Slík ákvæði fela í sér skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum sem njóta verndar 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar.

„Við slíkan samanburð skiptir höfuðmáli að öll leyfi til fiskeldis í Noregi eru veitt til varanlegrar eignar sem leyfishafa er heimilt að framselja á opnum markaði.“
Úr umsögn SFS

Tímabundin leyfi leiði til minna íþyngjandi regluverks

Í umsögn SFS kemur einnig ítrekað fram að ef rekstrarleyfin í laxeldinu verða tímabundin þá eigi það að leiða til minni gjaldtöku, sekta, eftirlits og í reynd minni afskipta ríkisvaldsins af rekstri laxeldisfyrirtækjanna þar sem verðmætin sem þau eru með í höndunum verði minni. Þau telja að bæði gjaldtaka og eftirlit með laxeldinu séu „óhófleg

Um gjaldtöku ríkisins af laxeldisfyrirtækjunum segir um þetta: „Það gefur auga leið að forsendur frumvarpsins að þessu leyti grundvallast á því að verðmæti varanlegra rekstrarleyfa eru í eðli sínu meiri en þar sem þeim er úthlutað í formi afnotaréttar til afmarkaðs tíma.

Samtökin benda á að í samanburði við gjaldtöku af laxeldisfyrirtækjunum í Noregi þá séu leyfin þar í landi varanleg og að ef þau eigi ekki að vera ótímabundin á Íslandi þá þurfi að horfa til þess við gjaldtöku á sjávarútvegsfyrirtækin. „Við slíkan samanburð skiptir höfuðmáli að öll leyfi til fiskeldis í Noregi eru veitt til varanlegrar eignar sem leyfishafa er heimilt að framselja á opnum markaði.“

Almennt séð segir um þessa gagnrýni samtakanna að endurskoða þurfi stóran hluta frumvarpsins í reynd ef breyta á ótímabundnum rekstrarleyfum í tímabundin.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KM
    Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Peninga guðinn er þarnadyrkaðuri sinnitærustumynd og dansinnikringum gullkálfinn um leið
    1
  • SG
    Snorri Gestsson skrifaði
    Það er eðlilegt að Katrín forsetaframbjóðandi tjái sig ekki um þetta mál, þetta gæti orðið fyrsta mál (lög til undirritunar) sem kæmi inn á hennar borð og þá er gott að geta slegið úr og í.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þessi álit SFS eru vart svaraverð slíkur er þvættingurinn, það er enginn eignarréttur til staðar í kvótakerfinu og þ.a.l. enginn skaðabótarréttur = úthlutun aflaheimilda myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði, hvað er það sem Heiðrún Lind skilur ekki í þessu ágæta ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða ? NKL sama gildir um úthlutun nýtingarleyfa í sameiginlegum fjörðum þjóðarinnar fyrir sjókvíaeldi, ef svo illa tekst til á alþingi að úthlutun verður varanleg og framseljanleg í sjókvíaeldi, þá verður lágmarksgjaldið fyrir nýtinguna að sjálfsögðu 30-40-milljarðar fyrir hvert ár líkt og í Noregi og auðlindar-RENTAN í sjávarútvegi verður 50-milljarðar frá og með næsta fiskveiðiári.
    5
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Þetta er háalvarlegt mál. Katrín Jakobsdóttir átti aðkomu að því frumvarpi sem hér um ræðir, en eftir að hún bauð sig fram til forseta hefur hún neitað að tjá sig um efni þess. Henni er varla stætt á því að gera það lengur. Hún vissi full vel af ákvæðinu um "ótímabundin" leyfi til norskra laxeldisfyrirtækja. Nú segja SFS að rekstarleyfi í laxeldinu séu í raun ígildi eignar. Hér er einhver blekkingarleikur í gangi. Katrín sem fyrrverandi forsætisráðherra og ráðherra í matvælaráðuneytinu verður að tjá sig undanbragðalaust um röksemdir SFS, áður en gengið er til kosninga.
    13
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Ógeð!
    10
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ekki spyrja að græðginni hjá þessum "sjávarútvegsfyrirtækjum".
    Þau fá aldrei nóg, en þjóðin ræður engu!
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
3
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
8
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.
Óhlýðni er ekki ofbeldi
10
Greining

Óhlýðni er ekki of­beldi

Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Am­nesty In­ternati­onal á Ís­landi, seg­ir lít­ið þol hjá ráða­mönn­um fyr­ir borg­ara­legri óhlýðni og mót­mæl­um. Ólafi Páli Jóns­syni heim­spek­ingi finnst ámæl­is­vert af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að lýsa því yf­ir að ef fólk hlýð­ir ekki skip­un­um lög­reglu á mót­mæl­um séu mót­mæl­in þar með ekki frið­sam­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár