Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Rétt 318 ár frá því forfaðir Churchills breytti sögunni

Orr­ust­an við Ramillies var háð á þess­um degi. Hún virð­ist kannski bara ein þeirra enda­lausu orr­usta sem öld­um sam­an lit­uðu evr­ópska grund blóði en þeg­ar að er gáð var hún mik­il­væg­ari en marg­ar aðr­ar og breytti að lík­ind­um gangi sög­unn­ar veru­lega.

Rétt 318 ár frá því forfaðir Churchills breytti sögunni
Orrustan við Ramillies 23. maí 1706: Úrslit hennar réðu því að Frakkar urðu ekki allsráðandi stórveldi á meginlandi Evrópu. Saga Evrópu hefði því orðið allt allt önnur ef hersveitir Marlboroughs (rauðklæddar hér) hefðu ekki sigrað sameinað lið Frakka, Spánverja og Bæjara.

Nokkurn veginn inni í miðri Belgíu er lítið þorp sem heitir Ramillies. Það er um um 45 kílómetra í suðaustur frá Brussel og álíka langt frá Liège sem er í austur frá þorpinu.

Þarna í Ramillies búa um 6.000 manns, bændafólk fyrst og fremst og þjónusta við landbúnaðinn. Það er ekkert sérstakt í þessu þorpi nema hvað skammt frá byggðinni er allstór haugur í laginu eins og lágur píramídi, mörg þúsund ára gamalt mannvirki.

Þarna hafa eflaust einhverjir ókunnir frumbyggjar á forsögulegum tímum grafið höfðingja sinn. Þá hefur allt þetta umhverfi verið vaxið þéttum skógi þar sem villidýr höfðust við en nú er allt marflatt, endalausir kornakrar svo langt sem augað eygir.

Kyrrð og ró.

Fólki sem ekur gegnum Ramillies dettur vafalaust síst í hug að þarna hafi eitthvað merkilegt gerst.

Karl 2.

En þó er það svo að í dag, 23. maí, eru hárrétt 318 ár síðan frjósöm moldin í Ramillies litaðist blóði, fallbyssur spændu upp akrana og stríðshross óð af æsingi rótuðu upp troðningum milli húsa og býla.

Og orrustan kostaði líf þúsunda ungra og miðaldra karlmanna sem þar með voru að eilífu hrifnir úr gangverki lífsins.

En ekki nóg með það — úrslit bardagans réðu miklu um sjálft valdajafnvægið í Evrópu næstu áratugina.

Og þar með eru áhrif hans nærri ómælanleg.

Spænska erfðastríðið

Orrustan við Ramillies var hluti af styrjöld sem fáir þekkja nútildags en var blóðug og mannskæð og skelfileg á sínum tíma.

Spænska erfðastríðið er það kallað.

Það braust út eftir að Karl 2. konungur Spánar lést barnlaus árið 1700. Hann var af Habsborgarættinni austurrísku og svo innræktaður, eins og tíðkaðist í þeirri ætt, að hann var illa haldinn bæði andlega og líkamlega.

Filippus konungsefni

Þótt Spánn væri ekki sama stórveldið og hundrað árum fyrr (meðal annars vegna óhæfra innræktaðra konunga af Habsborgarætt) var eigi að síður eftir miklu að slægjast undir spænsku krúnunni.

Spánverjar réðu Niðurlöndum (Belgíu og hluta Hollands), stærsta hluta Ítalíu og gríðarmiklum flæmum í Mið- og Suður-Ameríku.

Því höfðu Frakkar lagt mikla vinnu og þrek í að koma sínum kandídat í hásæti Spánar þegar Karl 2. geispaði loks golunni. Þeir höfðu fengið Karl til að nefna Filippus hertoga af Anjou eftirmann sinn en Filippus var sonarsonur Loðvíks 14. sólarkonungs Frakka sem enn ríkti í Versölum og hafði gert frá 1643 en var raunar ekki nema um sextugt.

Sameinað stórveldi?

Mikilvægast við tilnefningu Filippusar sem Spánarkóngs var að hann var þriðji í erfðaröðinni í Frakklandi og eins og málum var háttað um heilsufar þeirra sem framar honum stóðu, þá var hreint ekki ólíklegt að hann yrði á endanum kallaður til Versala sem eftirmaður afa síns.

Hann yrði því bæði konungur Spánar og Frakklands og sameinað yrði ríki hans ógnarmikið stórveldi er gæti drottnað lengi, lengi yfir Evrópu og raunar hinum vestræna heimi öllum.

Kannski til frambúðar.

Það gátu hin evrópsku stórveldin ekki sætt sig við en helst þeirra voru Bretland og Austurríki. Þau fóru því í stríð en fyrstu árin fóru þau mjög halloka og fátt virtist geta komið í veg fyrir að Frökkum yrði að ósk sinni um að ná yfirráðum yfir Spáni.

Sigurganga Frakka var þó stöðvuð að sinni í orrustu við Blenheim í Bæjaralandi í ágúst 1704 þar sem enski hershöfðinginn Marlborough hertogi og hinn austurríski Eugen prins unnu sigur á hersveitum Frakka.

Framganga Dana

Frakkar voru þó ekki lengi að jafna sig og vorið 1706 var gamall félagi Loðvíks 14., hertoginn af Villeroi, þess albúinn að reka Marlborough og menn hans öfuga út í sjó í Belgíu sem hefði leitt til þess að Frakkar væru með pálmann í höndunum í stríðinu.

Villeroi

En Marlborough var kænn og við Ramillies þann 23. maí kom hann hersveitum Villerois í opna skjöldu og vann frægan sigur.

Ekki hirði ég um að rekja gang orrustunnar en hlýt þó að taka fram að allfjölmennar riddaraliðssveitir danskra málaliða þóttu ganga mjög hraustlega fram og áttu þær sinn þátt í sigri Marlboroughs.

Danskir hermenn voru yfirleitt ekki orðlagðir fyrir hreysti sína og hugdirfsku en málaliðasveitir þeirra bæði við Blenheim og Ramillies þóttu ganga einkar snöfurlega fram.

Ekki veit ég til þess að nokkrir Íslendingar hafi tilheyrt dönsku sveitunum í þessum orrustum, en þó var þetta um það leyti sem Jón Hreggviðsson og fleiri kumpánar ofan af Íslandi reyndu sig við hermennsku í dönskum búningi.

Stríðslok

Nema hvað, Villeroi missti 15.000 manns við Ramillies en Marlborough í hæsta lagi 5.000. Mikilvægast var þó að eftir þetta var frumkvæðið í stríðinu horfið úr höndum Frakka og þó stríðið stæði í átta ár enn var þaðan í frá ljóst að Frakkar gætu ekki unnið.

Árið 1714 var samið um frið og þótt Bretar og Austurríkismenn féllust á að Filippus yrði Spánarkonungur eftir allt saman, þá var jafnframt frá því gengið að hann afsalaði sér tilkalli til frönsku krúnunnar og að ríkin tvö yrðu aldrei sameinuð.

Frakkar höfðu orðið fyrir miklu áfalli og sól Loðvíks 14. var nú óðum að setjast.

Jafnframt létu Spánverjar af hendi lendur sínar í Belgíu og Ítalíu. Þar með varð ljóst að Spánn væri endanlega horfinn úr fremstu röð evrópskra stórvelda.

Ef Frakkland og Spánn hefðu hins vegar sameinast með fullum styrk beggja er meira en líklegt að Frakkar hefðu snemma á 18. öldinni náð enn meiri og öruggari yfirráðum yfir Evrópu en Napóleon gerði 100 árum síðar.

Hefði Evrópa orðið frönsk?

Í upphafi 18. aldar voru nefnilega hvorki Prússland né öflugt Rússland til staðar til að sporna gegn uppgangi Frakka eins og gerðist á tímum Napóleons.

Marlborough

Evrópa hefði orðið frönsk.

 En svo er líka annað.

Hertoginn af Marlborough hét í raun og veru John Churchill og var af ættum lögfræðinga og hermanna sem smátt og smátt höfðu komist til metorða.

Sjálfur var Churchill útnefndur hertogi af Marlborough 1702, bæði vegna þjónustu sinnar við bresku krúnuna en ekki síður vegna þess að konan hans var sérleg vinkona Önnu drottningar.

Churchill hafði unnið ýmsa hernaðarsigra bæði í þessu stríði og öðrum en það var þó sigurinn við Ramillies sem tryggði endanlega orðspor hans sem mesta hershöfðingja Breta fyrr og síðar. Og áhrif hans voru gríðarleg allt til æviloka 1722.

Churchill!

Hann var til dæmis eini aðalsmaðurinn í breskri sögu sem ekki var konungborinn og fékk þó að byggja svo veglegt höfðingjasetur að það var kallað höll eða „palace“ — það er Blenheim Palace í Oxford-skíri og heitir vitaskuld eftir orrustugrundinni í Bæjaralandi.

Churchill

Ef Churchill hertogi af Marlborough hefði tapað orrustunni á völlunum við Belgíu er næsta víst að vegur hans og afkomenda hans hefði orðið mun minni en varð í raun.

Og það hefði síðan haft þau áhrif einhvers staðar á leiðinni — annaðhvort á 18. öldinni eða framan af þeirri 19. — að einhver Marlborough-hertoginn hefði ekki fengið jafn fínt kvonfang og hann hefði kosið.

Og það hefði svo haft þær afleiðingar að ættarlaukurinn Winston Spencer Churchill hefði ekki fæðst í Blenheim-höll árið 1874 — og verið alla ævi innblásinn af forföður sínum sem aldrei gafst upp fyrir evrópsku meginlandsvaldi.

Og hefðu Bretar þá kannski gefist upp fyrir Hitler 1940?!

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár