Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Halla Tómasdóttir tekur fram úr Jóni Gnarr og nálgast Baldur

Katrín Jak­obs­dótt­ir og Halla Hrund Loga­dótt­ir halda áfram að leiða kapp­hlaup­ið á Bessastaði og nán­ast með sama fylgi. Báð­ar hafa þó dal­að og fylgi Katrín­ar hef­ur aldrei mælst minna í kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar.

Halla Tómasdóttir tekur fram úr Jóni Gnarr og nálgast Baldur
Önnur í forystu, hin í sókn Katrín Jakobsdóttir hefur verið í toppbaráttunni allan tímann síðan að hún tilkynnti framboð. Í fyrstu kosningaspá Heimildarinnar, um miðjan síðasta mánuð, mældist hún með 31 prósent stuðning. Þá mældist fylgi Höllu Tómasdóttur minna en helmingur þess sem það mælist nú. Mynd: Golli

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með mest fylgi í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar, eða alls 23,2 prósent. Munurinn á henni og Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra er þó sáralítill og ekki marktækur, en Halla Hrund mælist með 22,5 prósent fylgi. Um er að ræða minnsta fylgi sem Katrín hefur mælst með í þeim kosningaspám sem keyrðar hafa verið síðan að hún tilkynnti um framboð sitt snemma í síðasta mánuði. Halla Hrund hefur sömuleiðis verið að dala hratt í síðustu spám eftir að hafa mælst með 31 prósent fylgi í byrjun maímánaðar. Hún hefur ekki mælst með jafn lítinn stuðning og nú síðan 26. apríl. 

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur líka verið að síga í fylgi síðustu daga og vikur eftir að hafa mælst með yfir 27 prósent fylgi um miðjan síðasta mánuð. Það er nú komið niður í 17,8 prósent sem er það minnsta sem Baldur hefur mælst með í þeim kosningaspám sem keyrðar hafa verið í ár. 

Sá forseti Íslandssögunnar sem kosinn hefur verið með minnstu hlutfalli atkvæða er Vigdís Finnbogadóttir þegar hún sigraði forsetakosningarnar 1980. Þá fékk hún 33,8 prósent atkvæða. Miðað við stöðu mála í kosningaspánni nú mun næsti forseti að óbreyttu verða kosinn með mun lægra hlutfalli atkvæða, og jafnvel með stuðningi minna en fjórðungs þjóðarinnar. 

Nýr „fjórði“ frambjóðandi

Fyrrverandi borgarstjórinn og leikarinn Jón Gnarr var „fjórði“ frambjóðandinn allt þar til nú, hann er sá sem hefur meira og minna mælst með fjórða mesta fylgi þeirra sem hafa reglulega mælst með tveggja stafa tölur. Á því er nú orðin breyting þrátt fyrir að fylgið hans sé aðeins að hressast frá því í byrjun mánaðar og sé komið upp í 12,2 prósent. 

Ástæðan er sú að Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, er á mikilli siglingu og mælist nú með 14,4 prósent stuðning. Hún var með undir fimm prósent fylgi fyrir tíu dögum síðan. Síðast þegar Halla bauð sig fram til forseta, árið 2016, átti hún líka mikinn lokasprett. Þá náði hún hins vegar ekki fylgi í kosningaspám líkt og hún er að mælast með nú, tveimur vikum fyrir kosningar, fyrr en tveimur dögum áður en íslensk þjóð gekk í kjörklefann til að kjósa sér nýjan forseta.

Þegar atkvæðin voru talin þá endaði Halla með 27,9 prósent sem var langt umfram þá stöðu sem síðustu skoðanakannanir fyrir kosningarnar höfðu sýnt. 

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, er einnig að bæta við sig fylgi, en er þó einungis kominn upp í 5,7 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er svo með 1,5 prósent og hinir fimm frambjóðendurnir skipta á milli sín 2,7 prósentustigum. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig.

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er um helmingur aðspurðra sem svarar ekki í könnunum. Úrslitin munu ráðast af því hvert fylgi þeirra fer. Þannig varð óvænt fylgisaukning Höllu 2016 til.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu