Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum

„Ég var al­veg ... – mig lang­ar ekki að segja heimsk­ur krakki – en ég var alltaf að meiða mig.“ Sylvía Ósk Sig­þórs­dótt­ir rifjar upp æskuminn­ing­ar.

Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum
Sylvía Ósk Sigþórsdóttir.

Ég var frekar klaufalegur krakki og meiddi mig rosalega oft. Einu sinni drukknaði ég næstum því. Þá var ég frekar lítil. Og ég var enn þá með kút á mér á þessum aldri. En ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég tók þá bara af og stökk svo ofan í djúpu laugina. Þetta var í sundlaug á Akureyri. Það var enginn að fylgjast með nema foreldrar mínir sem voru þarna álengdar svo ef þeir hefðu ekki verið að fylgjast með, þá hefði ég örugglega drukknað. Því það var enginn annar þarna að fylgjast með mér. Það var frekar mikið að gera í sundlauginni, þetta var um sumar. Ég var, held ég, sirka þriggja eða fjögurra ára. Þetta minnir mig alltaf á söguna um strákinn sem drukknaði í sundi á Selfossi. Mér finnst bæði rosalega leiðinlegt að segja það en um leið smá fyndin saga þegar ég segi fólki: Já, ég drukknaði næstum því einu sinni!

„Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum.“

Ég var alveg ... – mig langar ekki að segja heimskur krakki – en ég var alltaf að meiða mig. Alltaf að detta úr trjám og gerði stöðugt heimskulega hluti. Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum. Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum. Ég er varkárari í dag og aðeins lofthrædd. Ég varð smá lofthrædd eftir að hafa dottið svona oft, pínu hræddari við að vera hátt uppi.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Karls skrifaði
    Afar ósmekklegt og til skammar að draga skelfilegan sorgaratburð inn í grein sem væntanlega hefur átt að vera skemmtilestur.
    1
    • EK
      Elísabet Kjárr skrifaði
      Ká, ég er hissa á að því hafi ekki verið kippt út af Auði.
      0
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Er hún að lýsa mér? Ég var alltaf að meiða mig, mjög dettin alveg fram yfir tvítugt. Nærri druknuð einu sinni, vegna sinadráttar í báðum fótum og allir að kaffæra hvert annað í lauginni. Kennarinn var lengur en 15 mín. í burtu, en mér var bjargað. Hef verið hrakfallabálkur allt til dagsins í dag.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár