Ég var frekar klaufalegur krakki og meiddi mig rosalega oft. Einu sinni drukknaði ég næstum því. Þá var ég frekar lítil. Og ég var enn þá með kút á mér á þessum aldri. En ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég tók þá bara af og stökk svo ofan í djúpu laugina. Þetta var í sundlaug á Akureyri. Það var enginn að fylgjast með nema foreldrar mínir sem voru þarna álengdar svo ef þeir hefðu ekki verið að fylgjast með, þá hefði ég örugglega drukknað. Því það var enginn annar þarna að fylgjast með mér. Það var frekar mikið að gera í sundlauginni, þetta var um sumar. Ég var, held ég, sirka þriggja eða fjögurra ára. Þetta minnir mig alltaf á söguna um strákinn sem drukknaði í sundi á Selfossi. Mér finnst bæði rosalega leiðinlegt að segja það en um leið smá fyndin saga þegar ég segi fólki: Já, ég drukknaði næstum því einu sinni!
„Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum.“
Ég var alveg ... – mig langar ekki að segja heimskur krakki – en ég var alltaf að meiða mig. Alltaf að detta úr trjám og gerði stöðugt heimskulega hluti. Ég klifraði einu sinni upp á fótboltamark í línuskautum en endaði á að detta og ná ekki andanum. Ég hefði getað dáið alveg nokkrum sinnum. Ég er varkárari í dag og aðeins lofthrædd. Ég varð smá lofthrædd eftir að hafa dottið svona oft, pínu hræddari við að vera hátt uppi.
Athugasemdir (3)