Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Halla Tómasdóttir hótar að endurtaka leikinn frá 2016

Halla Hrund Loga­dótt­ir er enn með for­ystu í kapp­hlaup­inu á Bessastaði og Katrín Jak­obs­dótt­ir er skammt und­an. Báð­ar hafa hins veg­ar ver­ið að tapa fylgi og sömu sögu er að segja um Bald­ur Þór­halls­son og Jón Gn­arr. Sú sem hef­ur ver­ið að taka mest til sín er Halla Tóm­as­dótt­ir.

Halla Tómasdóttir hótar að endurtaka leikinn frá 2016
Á uppleið Fylgi Höll Tómasdóttur hefur tvöfaldast á örfáum dögum. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, er sá forsetaframbjóðandi sem er á mestu skriði samkvæmt nýjustu kosningaspá Heimildarinnar. Hún mælist nú með 9,2 prósent fylgi og hefur tvöfaldað það á örfáum dögum, fylgi hennar mældist 4,7 prósent á fimmtudag. Halla er eini frambjóðandinn sem bauð sig líka fram síðast þegar nýr forseta var kosinn á Íslandi, árið 2016. 

Þegar tölur frá þeirri baráttu eru skoðaðar kemur í ljós að hún átti mjög sambærilega fylgissveiflu þá og nú, tæpum þremur vikum fyrir kosningar. Halla mældist með tæplega átta prósent fylgi fyrsta daganna í júní 2016, en kosningarnar fóru þá fram 25. júní, og hafði tvöfaldað það frá því seint í maí. Hún átti svo mikinn endasprett og var að mælast næst stærsti frambjóðandinn í síðustu kosningaspám sem keyrðar voru fyrir kosningarnar, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þó mældist með örugga forystu. Þegar talið var upp úr kjörkössunum reyndist Halla hafa náð sér í 27,9 prósent atkvæða og einungis munaði 11,2 prósentustigum á henni og Guðna, sem sigraði og varð forseti. 

Enginn með yfir 30 prósent fylgi

Árið 2016 var Guðni að mælast með 50-60 prósent fylgi þorra kosningabaráttunnar, en seig svo skarpt á síðustu metrunum. Í ár er keppnin milli þeirra sem sækjast eftir embættinu mun jafnari og nú er svo komið að enginn frambjóðandi mælist með yfir 30 prósent fylgi. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri leiðir enn kapphlaupið á Bessastaði með 27 prósent fylgi og Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, kemur þar á eftir með 23,2 prósent. Fylgi Katrínar hefur dalað nokkuð stöðugt frá því í byrjun maí en Halla Hrund hefur á sama tíma bætt lítillega við sig. Fylgi hennar hefur þó farið niður á við eftir að það toppaði í rúmum 30 prósentum fyrir tæpri viku síðan.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, mælist nú með 18,8 prósent fylgi sem er það minnsta sem hann hefur mælst með frá því að byrjað var að keyra kosningaspánna í ár. Sömu sögu er að segja af Jóni Gnarr, sem mældist um tíma með tæplega 20 prósent fylgi, en er nú kominn niður í tólf prósent.

Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og varaþingmaður, hefur verið að hressast eilítið í könnunum undanfarið og er nú kominn með 5,3 prósent fylgi. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig.

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LRGB
    Linda Rós Guðmundsdóttir Berg skrifaði
    Skráði mig hér til sð sjá óháðan fréttaflutning. Lítur því miður ekki út fyrir það. En ætla að sjá til…
    Vil sjá jafnrétti og sannleika.
    -1
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Nú er ég alveg að fara að segja upp áskrift hér, hélt að þið væruð ekki í þessum leik en gerið þetta ítrekað. Af hverju eru ekki allir frambjóðendur nefndir í virðingaskyni við það eitt að stýga fram og gefa kost á sér. Þau eru smættuð sem "aðrir" eða tekur það of mikið pláss á skjánum að birta nöfn þeirra? Hættið þessu!
    1
  • Hafdís Guðjónsdóttir skrifaði
    Þessi fyrirsögn er mjög villandi - Halla hefur ekki hótað neinu og ekkert um það í greininni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu