Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Halla Tómasdóttir hótar að endurtaka leikinn frá 2016

Halla Hrund Loga­dótt­ir er enn með for­ystu í kapp­hlaup­inu á Bessastaði og Katrín Jak­obs­dótt­ir er skammt und­an. Báð­ar hafa hins veg­ar ver­ið að tapa fylgi og sömu sögu er að segja um Bald­ur Þór­halls­son og Jón Gn­arr. Sú sem hef­ur ver­ið að taka mest til sín er Halla Tóm­as­dótt­ir.

Halla Tómasdóttir hótar að endurtaka leikinn frá 2016
Á uppleið Fylgi Höll Tómasdóttur hefur tvöfaldast á örfáum dögum. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, er sá forsetaframbjóðandi sem er á mestu skriði samkvæmt nýjustu kosningaspá Heimildarinnar. Hún mælist nú með 9,2 prósent fylgi og hefur tvöfaldað það á örfáum dögum, fylgi hennar mældist 4,7 prósent á fimmtudag. Halla er eini frambjóðandinn sem bauð sig líka fram síðast þegar nýr forseta var kosinn á Íslandi, árið 2016. 

Þegar tölur frá þeirri baráttu eru skoðaðar kemur í ljós að hún átti mjög sambærilega fylgissveiflu þá og nú, tæpum þremur vikum fyrir kosningar. Halla mældist með tæplega átta prósent fylgi fyrsta daganna í júní 2016, en kosningarnar fóru þá fram 25. júní, og hafði tvöfaldað það frá því seint í maí. Hún átti svo mikinn endasprett og var að mælast næst stærsti frambjóðandinn í síðustu kosningaspám sem keyrðar voru fyrir kosningarnar, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þó mældist með örugga forystu. Þegar talið var upp úr kjörkössunum reyndist Halla hafa náð sér í 27,9 prósent atkvæða og einungis munaði 11,2 prósentustigum á henni og Guðna, sem sigraði og varð forseti. 

Enginn með yfir 30 prósent fylgi

Árið 2016 var Guðni að mælast með 50-60 prósent fylgi þorra kosningabaráttunnar, en seig svo skarpt á síðustu metrunum. Í ár er keppnin milli þeirra sem sækjast eftir embættinu mun jafnari og nú er svo komið að enginn frambjóðandi mælist með yfir 30 prósent fylgi. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri leiðir enn kapphlaupið á Bessastaði með 27 prósent fylgi og Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, kemur þar á eftir með 23,2 prósent. Fylgi Katrínar hefur dalað nokkuð stöðugt frá því í byrjun maí en Halla Hrund hefur á sama tíma bætt lítillega við sig. Fylgi hennar hefur þó farið niður á við eftir að það toppaði í rúmum 30 prósentum fyrir tæpri viku síðan.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, mælist nú með 18,8 prósent fylgi sem er það minnsta sem hann hefur mælst með frá því að byrjað var að keyra kosningaspánna í ár. Sömu sögu er að segja af Jóni Gnarr, sem mældist um tíma með tæplega 20 prósent fylgi, en er nú kominn niður í tólf prósent.

Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og varaþingmaður, hefur verið að hressast eilítið í könnunum undanfarið og er nú kominn með 5,3 prósent fylgi. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig.

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LRGB
    Linda Rós Guðmundsdóttir Berg skrifaði
    Skráði mig hér til sð sjá óháðan fréttaflutning. Lítur því miður ekki út fyrir það. En ætla að sjá til…
    Vil sjá jafnrétti og sannleika.
    -1
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Nú er ég alveg að fara að segja upp áskrift hér, hélt að þið væruð ekki í þessum leik en gerið þetta ítrekað. Af hverju eru ekki allir frambjóðendur nefndir í virðingaskyni við það eitt að stýga fram og gefa kost á sér. Þau eru smættuð sem "aðrir" eða tekur það of mikið pláss á skjánum að birta nöfn þeirra? Hættið þessu!
    1
  • Hafdís Guðjónsdóttir skrifaði
    Þessi fyrirsögn er mjög villandi - Halla hefur ekki hótað neinu og ekkert um það í greininni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár