Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiddi leigu án þess að fá afnot af íbúðinni

Ein­stæð móð­ir frá Úkraínu átti að fá af­henta íbúð í al­ræmdu fjöl­býl­is­húsi á Bif­röst en önn­ur kona var þeg­ar í íbúð­inni. Kon­an seg­ir að henni hafi þá stað­ið til boða að taka dýr­ari íbúð á leigu eða borga sex mán­aða leigu. Leigu­sal­inn seg­ir það af og frá.

Greiddi leigu án þess að fá afnot af íbúðinni
Velkomin á Bifröst stendur í útjaðri þorpsins – við íbúðarhús sem hýsir aðallega úkraínska flóttamenn. Mynd: Anna Sharaeva

Anastasia Vovk er einstæð móðir sjö ára drengs. Hún flúði til Íslands frá Mariupol í Úkraínu fyrir tveimur árum og býr nú á Bifröst. Hún gerði, líkt og margir landar hennar, leigusamning við fyrirtækið Miðgarð sem leigir út stórt hús á svæðinu. Þegar Anastasia var búin að greiða eins mánaðar leigu og ætlaði að flytja í íbúðina í lok febrúar var íbúðin enn í útleigu. 

Leigjandi íbúðarinnar hafði átt að flytja út en átti rétt á því að búa þar lengur, en Anastasiu hafði ekki verið greint frá því.

Flestir leigjendur eru úkraínskir flóttamenn

Heimildin fjallaði nýlega um upplifun leigjenda á Bifröst af fyrirtækinu en Miðgarður hefur staðið í ítrekuðum leiguhækkunum í umræddu húsi. Íbúarnir eru flestir flóttamenn frá Úkraínu, margir á framfærslu hins opinbera.

Formaður Samtaka leigjenda segir að íbúðirnar séu verðlagðar á tvisvar til þrisvar sinnum hærra hlutfalli af markaðsvirði en í Reykjavík. Fólkið sem þar búi þekki …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ástandið á húsnæðismálum hér er orðið ein og á kreppuárunum (1930-1940)
    Spyr enn og aftur, af hverju var Byggingarfélag verkamanna lagt niður um síðustu aldamót?
    -1
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Niðurstaðan á hverju? Borga einn fyrir ekkert er engin niðurstaða.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár