Anastasia Vovk er einstæð móðir sjö ára drengs. Hún flúði til Íslands frá Mariupol í Úkraínu fyrir tveimur árum og býr nú á Bifröst. Hún gerði, líkt og margir landar hennar, leigusamning við fyrirtækið Miðgarð sem leigir út stórt hús á svæðinu. Þegar Anastasia var búin að greiða eins mánaðar leigu og ætlaði að flytja í íbúðina í lok febrúar var íbúðin enn í útleigu.
Leigjandi íbúðarinnar hafði átt að flytja út en átti rétt á því að búa þar lengur, en Anastasiu hafði ekki verið greint frá því.
Flestir leigjendur eru úkraínskir flóttamenn
Heimildin fjallaði nýlega um upplifun leigjenda á Bifröst af fyrirtækinu en Miðgarður hefur staðið í ítrekuðum leiguhækkunum í umræddu húsi. Íbúarnir eru flestir flóttamenn frá Úkraínu, margir á framfærslu hins opinbera.
Formaður Samtaka leigjenda segir að íbúðirnar séu verðlagðar á tvisvar til þrisvar sinnum hærra hlutfalli af markaðsvirði en í Reykjavík. Fólkið sem þar búi þekki …
Spyr enn og aftur, af hverju var Byggingarfélag verkamanna lagt niður um síðustu aldamót?