Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
Yfirfara myndefni Bylgja lögreglufulltrúi og Hallur rannsóknarlögreglumaður segja að það séu ekki allir í kynferðisbrotadeildinni sem treysti sér til að myndgreina barnaníðsefni. Þau trúa því og vona að þeirra vinna verði til þess að minnka eftirspurn og brot gegn börnum. Mynd: Jóhannes Kr.

Lögreglan handtók mann fyrr á þessu ári vegna gruns um hafa barnaníðsefni undir höndunum. Lögreglumennirnir framkvæmdu húsleit og gerðu tölvubúnað upptækan í íbúð mannsins. Í fórum hans fundust myndir af drengjum á aldrinum fimm til 14 ára. Myndirnar voru af ýmsum toga, allt frá því að sýna þá á nærbuxunum yfir í það að sýna þá í kynferðislegum athöfnum. Þar að auki var ein og ein mynd af fullorðnum mönnum að nauðga börnum. Gagnamagnið í þessu eina máli er vel á annað hundrað terabæti. 

Þetta kemur fram í öðrum þætti hlaðvarpsseríunnar Á vettvangi. Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson fékk að fylgjast með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að störfum við greiningu á barnaníðsefni. 

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tengil hér til hliðar. Sérstaklega er varað við þættinum þar sem hann verður óþægilegur fyrir hlustendur að hlusta á og efni þáttarins er ekki ætlað ungum börnum.

„Ef þér dettur það í hug þá er það til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipulagður og skipulagður sem vinnur við það að reyna að búa til ný fórnarlömb og þeir svífast bókstaflega einskis. Og þetta veldur því að líf fólks eyðileggst og ekki bara barnanna heldur allra í kringum þau,“ segir Hallur Hallsson, rannsóknarlögreglumaður á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þættinum. Hann er annar tveggja rannsóknarlögreglumanna á deildinni sem eru sérhæfð í myndgreiningu á barnaníðsefni. Hann þarf því að skoða bæði ljósmyndir og myndbönd sem sýna gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til. Það er mín  „rule 34“: ef þér dettur það í hug þá er það til,“ segir Hallur. „Án þess að fara út í ógeðslegar lýsingar, þá eru limlestingar og morð til. Og limlestingar og morð á börnum í kynferðislegum tilgangi er til og það kannski segir allt sem segja þarf.“ Hallur segir þetta vera „botnlaust hyldýpi“ þar sem hann segir þau ekki vera búin að sjá það versta þar sem ef „einhver gerir það versta þá er einhver þarna úti sem sér það og hugsar með sér: ég get gert verr.““ 

Einu barni var bjargað úr aðstæðum

Tveir Íslendingar voru handteknir hér á landi vegna niðurhals á barnaníðsefni í sameiginlegri rannsókn lögregluembætta í 27 löndum Evrópu, en rannsóknin naut stuðnings frá Europol og lauk í mars. Alls voru 57 karlmenn á aldrinum 23 til 72 ára handteknir í aðgerðunum.

Einu barni var bjargað úr aðstæðum þar sem það var beitt ofbeldi, en nokkrir mannanna höfðu beinan aðgang að börnum og tíu þeirra áttu sjálfir börn. Í tölvubúnaði mannanna fundust við fyrstu leit yfir hundrað þúsund skrár sem innihéldu barnaníðsefni en búist er við að magnið sé tífalt meira eða yfir milljón skrár sem innihalda bæði ljósmyndir og myndbönd sem sýna kynferðisofbeldi gegn börnum.

Mennirnir koma úr öllum stigum samfélagsins en fjórir þeirra störfuðu sem kennarar og einn með með þroskaskertum börnum. Europol skilgreinir menn sem eiga eða dreifa barnaníðsefni og eiga þar að auki handbækur sem lýsa aðferðum til að lokka og beita börn ofbeldi sem mjög líklega til að brjóta gegn börnum. Þetta mat Europol er í takt við áhyggjur norsku lögreglunnar sem telur að þeir sem sæki sér barnaníðsefni í gegnum netið séu líklegir til fara úr skoðun á efninu í netheimum yfir í mannheima til að lokka börn til sín og brjóta gegn þeim.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það er ekki auðvelt að trúa á algóðan almáttugum guð eftir að lesa um þessa helför lítilla ókynþroska barna sem fullorðið fólk kaupir til að fremja glæpi sína á.. Fórnarlömb slíks kynferðis og lostaofbeldis úrkynjaðra kallnauðgara sem geta og vilja og gera þeim svo þetta líka að bera svona skaða ævilangt ættu þá ekki að þurfa framar að vera þá skilin eftir berskjölduð heldur geta treyst yfirvöldum til að sjá um öryggisgæslu þar sem þau eru skylduð til að eyða tíma sínum. Að minnsta kosti. Skólar og tómstundir utan heimilis verða að vera örugg. Karlkyns Kennurum og Kirkjunar mönnum ætti að banna alfarið að vera einir sér með börnum nema í fylgd. Leikskólar sömuleiðis og allir staðir þar sem börn eru að fylgja fullorðnum utan heimilis. Þvílíkur óskaplegur hryllingur sem við mennirnir gerum gegn minnimáttar, fötluðum börnum jafnvel og mállausum dýrum. Kannski er best að við hverfum bara út úr alheiminum með eitrinu sem við dreifum um allar grundir og höf og himinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár