Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég hef orðið fyrir blæstri úr ólíkum áttum“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vék sér und­an því í Pressu að svara spurn­ing­um um hvort hún hefði orð­ið fyr­ir þrýst­ingi frá ráð­herra eða stjórn­völd­um í starfi sínu sem orku­mála­stjóri þar sem áhersl­ur henn­ar voru gjarn­an á skjön við áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. End­ur­tek­ið sagð­ist hún tala fyr­ir al­manna­hags­mun­um.

„Ég held það skipti ákaflega miklu máli að forseti tali fyrir almannahagsmunum,“ sagði Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, í þjóðmálaþættinum Pressu þegar talið barst að orkumálum og náttúruvernd. 

Hún bætti við að forseti þurfi að tala fyrir langtímahagsmunum þjóðarinnar og að útfærsla á umgjörð auðlindamála geti skipt sköpum.

Spurð hvort þetta sé henni áhyggjuefni í orkumálum enda hafi það engum dulist að gjá hefur verið á milli málflutnings hennar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, þá segir hún: „Ég tala fyrir almannahagsmunum heilt yfir og í takt við stefnu stjórnvalda…“

Er þá orkumálaráðherra ekki að tala fyrir almannahagsmunum?

„…og ég mun tala fyrir almannahagsmunum á breiðari grunni í embætti forseta Íslands. Mig langar aðeins að koma inn á þetta mál sem hefur verið rætt hérna áðan sem varðar auðlindanýtinguna. Auðvitað er það þannig að þegar við erum að tala um svona stórt mál, að það skiptir máli að vanda það vel og ég tek undir það sem var hefur komið hérna fram að auðvitað er þetta mál bara í upphafsmeðferð þingsins og mun halda áfram að þróast,“ sagði Halla Hrund. 

Hún segist mjög hugsi yfir málinu. „Og ég finn að þjóðin hefur áhyggjur af því og ég veit það eftir reynslu mína af auðlindanýtingu orkumála vatns- og jarðefna, bæði á Íslandi en líka í mínum fyrri störfum við Harvard háskóla að þetta eru málefni sem skipta gríðarlega miklu máli og þess vegna mun ég fylgjast gaumgæfilega með því hvernig því vindur fram. Því eins og málið blasir við mér akkúrat núna að þá hef ég áhyggjur af tímalengdinni. Ég get sagt að í samhengi orkumálannna þá er verið að ráðstafa vatnsaflsvirkjunum ótímabundið en í samhengi sögunnar hefur það yfirleitt verið til opinbera aðila, eins og sveitarfélaga.“

Þannig það sem þú ert að segja núna er að ríkjandi stjórnvöld hafi ekki almannahagsmuni eða breiða almannahagsmuni að leiðarljósi?

„Ég held að umræðan sé að fara af stað í þinginu um þetta mál og ég treysti því að þingið rísi upp og sinni þessu máli vel og ég held það eigi eftir þroskast mikið umræðan hvað þetta varðar,“ segir Halla Hrund. 

Spurð hvort hún hafi orðið fyrir þrýstingu af hálfu stjórnmálamanna vegna áherslna sinna í starfi sem orkumálastjóri segir hún: „Ég hef fundið fyrir því, og held það fari ekki framhjá neinum, að orkumálin eru gríðarlega eldfim og þar koma saman ólíkir hagsmunir.“

 En það skiptir máli hvort að stjórnmálamenn eða til dæmis ráðherra hafi þrýst á þig?

„Ég vil bara segja að það sem skiptir mestu máli er að þetta eru gríðarlega stór mál, þar eru ólíkir hagsmunir og mikill þrýstingur ólíkra aðila, ef við erum að tala um atvinnulífið ef við erum að tala um stjórnmál og annað. Og, það sem skiptir máli hérna er akkúrat í samhengi við embætti forseta Íslands, að forseti þarf að geta andað ofan í kviðinn, þarf að geta tekið á móti blástri úr ólíkum áttum og sett nefið í vindinn,“ segir Halla Hrund.

Hefur þú verið með blástur frá ráðherranum?

„Ég hef orðið fyrir blæstri úr ólíkum áttum og það skiptir máli að geta andað ofan í kviðinn og fylgt lögum hverju sinni. Og það hef ég lagt áherslu á sem Orkumálastjóri, er að fylgja stefnu stjórnvalda og fylgja lögum í landinu og gleymum ekki embættismenn,“ segir hún en víkur sér annars undan spurningunni og segist hafa lagt áherslu á að fylgja lögum og reglum í einu og öllu, og sinnt starfi sínu af heilindum, þrátt fyrir alls konar áskoranir. 

Frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir forsetakjörimmunu mættust í beinni útsendingu í Pressu fyrr í dag, stuttu áður en þau fóru að skila inn undirskriftun meðmælenda með framboði sínu.  Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hópur frambjóðenda deilir sviðinu í umræðuþætti fyrir kosningar; þau Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur Þorsteinsson skrifaði
    Svör Höllu Hrundar eru afar góð og sýna að hún kann sitt fag. Pressan pressar verulega á hana, sem er lofsvert, og Halla Hrund segir það sem segja þarf, á "diplómatísku", sem er nákvæmlega rétt málsnið frambjóðanda á þessum tímapunkti. Það þarf stundum að lesa á milli línanna í textum á "diplómatísku".
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár