Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Ég hef orðið fyrir blæstri úr ólíkum áttum“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vék sér und­an því í Pressu að svara spurn­ing­um um hvort hún hefði orð­ið fyr­ir þrýst­ingi frá ráð­herra eða stjórn­völd­um í starfi sínu sem orku­mála­stjóri þar sem áhersl­ur henn­ar voru gjarn­an á skjön við áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. End­ur­tek­ið sagð­ist hún tala fyr­ir al­manna­hags­mun­um.

„Ég held það skipti ákaflega miklu máli að forseti tali fyrir almannahagsmunum,“ sagði Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, í þjóðmálaþættinum Pressu þegar talið barst að orkumálum og náttúruvernd. 

Hún bætti við að forseti þurfi að tala fyrir langtímahagsmunum þjóðarinnar og að útfærsla á umgjörð auðlindamála geti skipt sköpum.

Spurð hvort þetta sé henni áhyggjuefni í orkumálum enda hafi það engum dulist að gjá hefur verið á milli málflutnings hennar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, þá segir hún: „Ég tala fyrir almannahagsmunum heilt yfir og í takt við stefnu stjórnvalda…“

Er þá orkumálaráðherra ekki að tala fyrir almannahagsmunum?

„…og ég mun tala fyrir almannahagsmunum á breiðari grunni í embætti forseta Íslands. Mig langar aðeins að koma inn á þetta mál sem hefur verið rætt hérna áðan sem varðar auðlindanýtinguna. Auðvitað er það þannig að þegar við erum að tala um svona stórt mál, að það skiptir máli að vanda það vel og ég tek undir það sem var hefur komið hérna fram að auðvitað er þetta mál bara í upphafsmeðferð þingsins og mun halda áfram að þróast,“ sagði Halla Hrund. 

Hún segist mjög hugsi yfir málinu. „Og ég finn að þjóðin hefur áhyggjur af því og ég veit það eftir reynslu mína af auðlindanýtingu orkumála vatns- og jarðefna, bæði á Íslandi en líka í mínum fyrri störfum við Harvard háskóla að þetta eru málefni sem skipta gríðarlega miklu máli og þess vegna mun ég fylgjast gaumgæfilega með því hvernig því vindur fram. Því eins og málið blasir við mér akkúrat núna að þá hef ég áhyggjur af tímalengdinni. Ég get sagt að í samhengi orkumálannna þá er verið að ráðstafa vatnsaflsvirkjunum ótímabundið en í samhengi sögunnar hefur það yfirleitt verið til opinbera aðila, eins og sveitarfélaga.“

Þannig það sem þú ert að segja núna er að ríkjandi stjórnvöld hafi ekki almannahagsmuni eða breiða almannahagsmuni að leiðarljósi?

„Ég held að umræðan sé að fara af stað í þinginu um þetta mál og ég treysti því að þingið rísi upp og sinni þessu máli vel og ég held það eigi eftir þroskast mikið umræðan hvað þetta varðar,“ segir Halla Hrund. 

Spurð hvort hún hafi orðið fyrir þrýstingu af hálfu stjórnmálamanna vegna áherslna sinna í starfi sem orkumálastjóri segir hún: „Ég hef fundið fyrir því, og held það fari ekki framhjá neinum, að orkumálin eru gríðarlega eldfim og þar koma saman ólíkir hagsmunir.“

 En það skiptir máli hvort að stjórnmálamenn eða til dæmis ráðherra hafi þrýst á þig?

„Ég vil bara segja að það sem skiptir mestu máli er að þetta eru gríðarlega stór mál, þar eru ólíkir hagsmunir og mikill þrýstingur ólíkra aðila, ef við erum að tala um atvinnulífið ef við erum að tala um stjórnmál og annað. Og, það sem skiptir máli hérna er akkúrat í samhengi við embætti forseta Íslands, að forseti þarf að geta andað ofan í kviðinn, þarf að geta tekið á móti blástri úr ólíkum áttum og sett nefið í vindinn,“ segir Halla Hrund.

Hefur þú verið með blástur frá ráðherranum?

„Ég hef orðið fyrir blæstri úr ólíkum áttum og það skiptir máli að geta andað ofan í kviðinn og fylgt lögum hverju sinni. Og það hef ég lagt áherslu á sem Orkumálastjóri, er að fylgja stefnu stjórnvalda og fylgja lögum í landinu og gleymum ekki embættismenn,“ segir hún en víkur sér annars undan spurningunni og segist hafa lagt áherslu á að fylgja lögum og reglum í einu og öllu, og sinnt starfi sínu af heilindum, þrátt fyrir alls konar áskoranir. 

Frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir forsetakjörimmunu mættust í beinni útsendingu í Pressu fyrr í dag, stuttu áður en þau fóru að skila inn undirskriftun meðmælenda með framboði sínu.  Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hópur frambjóðenda deilir sviðinu í umræðuþætti fyrir kosningar; þau Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur Þorsteinsson skrifaði
    Svör Höllu Hrundar eru afar góð og sýna að hún kann sitt fag. Pressan pressar verulega á hana, sem er lofsvert, og Halla Hrund segir það sem segja þarf, á "diplómatísku", sem er nákvæmlega rétt málsnið frambjóðanda á þessum tímapunkti. Það þarf stundum að lesa á milli línanna í textum á "diplómatísku".
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
4
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
4
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár