Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Ég hef orðið fyrir blæstri úr ólíkum áttum“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vék sér und­an því í Pressu að svara spurn­ing­um um hvort hún hefði orð­ið fyr­ir þrýst­ingi frá ráð­herra eða stjórn­völd­um í starfi sínu sem orku­mála­stjóri þar sem áhersl­ur henn­ar voru gjarn­an á skjön við áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. End­ur­tek­ið sagð­ist hún tala fyr­ir al­manna­hags­mun­um.

„Ég held það skipti ákaflega miklu máli að forseti tali fyrir almannahagsmunum,“ sagði Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, í þjóðmálaþættinum Pressu þegar talið barst að orkumálum og náttúruvernd. 

Hún bætti við að forseti þurfi að tala fyrir langtímahagsmunum þjóðarinnar og að útfærsla á umgjörð auðlindamála geti skipt sköpum.

Spurð hvort þetta sé henni áhyggjuefni í orkumálum enda hafi það engum dulist að gjá hefur verið á milli málflutnings hennar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, þá segir hún: „Ég tala fyrir almannahagsmunum heilt yfir og í takt við stefnu stjórnvalda…“

Er þá orkumálaráðherra ekki að tala fyrir almannahagsmunum?

„…og ég mun tala fyrir almannahagsmunum á breiðari grunni í embætti forseta Íslands. Mig langar aðeins að koma inn á þetta mál sem hefur verið rætt hérna áðan sem varðar auðlindanýtinguna. Auðvitað er það þannig að þegar við erum að tala um svona stórt mál, að það skiptir máli að vanda það vel og ég tek undir það sem var hefur komið hérna fram að auðvitað er þetta mál bara í upphafsmeðferð þingsins og mun halda áfram að þróast,“ sagði Halla Hrund. 

Hún segist mjög hugsi yfir málinu. „Og ég finn að þjóðin hefur áhyggjur af því og ég veit það eftir reynslu mína af auðlindanýtingu orkumála vatns- og jarðefna, bæði á Íslandi en líka í mínum fyrri störfum við Harvard háskóla að þetta eru málefni sem skipta gríðarlega miklu máli og þess vegna mun ég fylgjast gaumgæfilega með því hvernig því vindur fram. Því eins og málið blasir við mér akkúrat núna að þá hef ég áhyggjur af tímalengdinni. Ég get sagt að í samhengi orkumálannna þá er verið að ráðstafa vatnsaflsvirkjunum ótímabundið en í samhengi sögunnar hefur það yfirleitt verið til opinbera aðila, eins og sveitarfélaga.“

Þannig það sem þú ert að segja núna er að ríkjandi stjórnvöld hafi ekki almannahagsmuni eða breiða almannahagsmuni að leiðarljósi?

„Ég held að umræðan sé að fara af stað í þinginu um þetta mál og ég treysti því að þingið rísi upp og sinni þessu máli vel og ég held það eigi eftir þroskast mikið umræðan hvað þetta varðar,“ segir Halla Hrund. 

Spurð hvort hún hafi orðið fyrir þrýstingu af hálfu stjórnmálamanna vegna áherslna sinna í starfi sem orkumálastjóri segir hún: „Ég hef fundið fyrir því, og held það fari ekki framhjá neinum, að orkumálin eru gríðarlega eldfim og þar koma saman ólíkir hagsmunir.“

 En það skiptir máli hvort að stjórnmálamenn eða til dæmis ráðherra hafi þrýst á þig?

„Ég vil bara segja að það sem skiptir mestu máli er að þetta eru gríðarlega stór mál, þar eru ólíkir hagsmunir og mikill þrýstingur ólíkra aðila, ef við erum að tala um atvinnulífið ef við erum að tala um stjórnmál og annað. Og, það sem skiptir máli hérna er akkúrat í samhengi við embætti forseta Íslands, að forseti þarf að geta andað ofan í kviðinn, þarf að geta tekið á móti blástri úr ólíkum áttum og sett nefið í vindinn,“ segir Halla Hrund.

Hefur þú verið með blástur frá ráðherranum?

„Ég hef orðið fyrir blæstri úr ólíkum áttum og það skiptir máli að geta andað ofan í kviðinn og fylgt lögum hverju sinni. Og það hef ég lagt áherslu á sem Orkumálastjóri, er að fylgja stefnu stjórnvalda og fylgja lögum í landinu og gleymum ekki embættismenn,“ segir hún en víkur sér annars undan spurningunni og segist hafa lagt áherslu á að fylgja lögum og reglum í einu og öllu, og sinnt starfi sínu af heilindum, þrátt fyrir alls konar áskoranir. 

Frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir forsetakjörimmunu mættust í beinni útsendingu í Pressu fyrr í dag, stuttu áður en þau fóru að skila inn undirskriftun meðmælenda með framboði sínu.  Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hópur frambjóðenda deilir sviðinu í umræðuþætti fyrir kosningar; þau Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur Þorsteinsson skrifaði
    Svör Höllu Hrundar eru afar góð og sýna að hún kann sitt fag. Pressan pressar verulega á hana, sem er lofsvert, og Halla Hrund segir það sem segja þarf, á "diplómatísku", sem er nákvæmlega rétt málsnið frambjóðanda á þessum tímapunkti. Það þarf stundum að lesa á milli línanna í textum á "diplómatísku".
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár