Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.

Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
Í febrúar seldust 15 prósent af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á yfirverði Mynd: Golli

Ímánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem birt var fyrr í dag er greint frá ískyggilegri þróun á húsnæðismarkaði. Framboð á húsnæði heldur áfram að dragast saman á sama tíma og eftirspurn eykst. Þróunin brýst út í verðhækkunum en vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í mars. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð á landinu hækkað um 5,2 prósent. 

Samkvæmt HMS eru um 3.200 íbúðir til sölu á landinu öllu. Flestar þeirra eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og eru þær um 1.900 talsins. Í skýrslunni kemur fram að framboð á húsnæði til sölu hafi dregist saman um hundrað íbúðir frá ársbyrjun. Mælist samdrátturinn mestur á höfuðborgarsvæðinu. 

Þá hafa framkvæmdir í á nýbyggingum dregist saman talsvert á milli ára. Á undanförnum tólf mánuðum hófust framkvæmdir á um 1.333 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Helmingi færri íbúðir en teknar voru til framkvæmda á árinu á undan. 

Í skýrslunni kemur fram að staðan sé enn verri á svæðum í grennd við höfuðborgarsvæðið. „Enn ýktari sögu er að segja af nágrenni höfuðborgarsvæðis en 261 íbúð fór í framkvæmd á síðustu tólf mánuðum samanborið við 1.002 tólf mánuði þar á undan.“

Svartsýnisspár Samtaka Iðnaðarins raungerðust 

Í janúar 2023 birtu Samtök Iðnaðarins (SI) könnun þar sem spáð var 65 prósent samdrætti í áformuðum framkvæmdum á nýbyggingum á árinu. Talning HMS framkvæmdi í september í fyrra leiddi í ljós að framkvæmdir á íbúðarhúsnæði höfðu dregist saman um 70 prósent.

Í byrjun árs birtu SI aðra sambærilega könnun þar sem því var spáð að framkvæmdir myndu dragast saman um 15 prósent til viðbótar á milli ára. Í skýrslu HMS kemur fram að svo virðist sem að spár SI muni raungerast í annað sinn. Nýjasta íbúðatalning HMS í mars sýndi 9,3 prósent samdrátt í uppbyggingu á nýju húsnæði. 

Miðað við samdráttinn í nýjum framkvæmdum áætlar HMS að um 1.406 nýjar íbúðir muni koma inn á markað árið 2026. Eru það nálega helmingi færri íbúðir að áætlað er að komi á markað á þessu ári og því næsta.

Þá segir í mánaðarskýrslunni að áætlaðar íbúðir mun aðeins sinna um 29 prósent af væntri íbúðaþörf á því ári. Ef gert er ráð fyrir um 18 til 24 mánaða löngum byggingartíma þyrfti að hefja framkvæmdir á um 3.500 íbúðum til viðbótar til þess að uppfylla íbúðaþörf fyrir árið 2026. 

Kaupsamningum fjölgar ört 

Á sama tíma og núverandi og vænt framboð á húsnæði dregst saman heldur eftirspurn eftir íbúðum áfram að aukast milli mánaða. Í síðasta mánuði voru 1.215 fasteignir teknar úr sölu og í febrúar voru 1.420 íbúðir teknar úr sölu. Gengið var frá 990 kaupsamningum í febrúar og fjölgaði útgefnum kaupsamningum um 80 prósent á milli mánaða.

Fjölgun kaupsamninga var mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og telur hagdeild HMS að aukna virkni vera tilkomin vegna íbúðakaupa Grindvíkinga í febrúar. Þá býst HMS við því að þrýstingurinn vegna íbúðarkaupa Grindvíkinga muni aukast á næstu mánuðum. 

Nýlega hóf ríkið að ganga frá kaupum á íbúðarhúsnæði í Grindavík í gegnum fasteignafélagið Þórkötlu. Þegar fyrstu kaupin fóru í gegn þann 12. apríl síðastliðinn, höfðu safnast upp 675 umsóknir um íbúðarkaup í bænum. 

Kaupverð hækkar

Aukin þrýstingur í eftirspurn kemur fram í umtalsverðum verðhækkunum sem HMS mælir milli mánaða. Fram kemur að meðalkaupverð íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í febrúar hafi hækkað um tæp 18 prósent á einu ári. Á tólf mánuðum hækkaði meðalkaupverðið úr 55 milljónum króna í 64,8 milljónir. 

Sömuleiðis hefur tilfellum þess að íbúðir seljist á yfirverði fjölgað á fyrstu mánuðum ársins. Í febrúar seldust 13,4 prósent íbúða á yfirverði samanborið við 9,9 prósent í janúar.

Í skýrslunni kemur fram að þróunina megi að miklu leyti rekja til íbúðarkaupa á höfuðborgarsvæðinu, en þar seldust um 15 prósent íbúða á yfirverði í febrúar. Kaupþrýstingurinn var mestur í Vesturbænum og Hafnarfirði, þar sem rúmlega þriðjungur íbúða seldust á yfirverði. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdotir skrifaði
    Hæ !hó!Hæ!hó! Og dillidó!og korriró kross er undir og ofan á æ mig ármann æ mig auma !
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Svo erum við með handónýta ríkisstjórn í ofanálag.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár