Móðurfélag hjúkrunarheimilisins Sóltúns keypti Volvo XC60 jeppa fyrir forstjóra félagsins, Höllu Thoroddsen, í lok október í fyrra. Sóltún er að langmestu leyti fjármagnað með greiðslum frá Sjúkratryggingum Íslands vegna þeirra sjúkratryggðu einstaklinga sem þar búa.
Uppsagnir hafa verið á Sóltúni í hagræðingarskyni síðustu mánuði og hefur fólki sem sér um hreingerningar og umönnun verið sagt upp störfum. Þetta hefur vakið mikil viðbrögð hjá starfsfólki Sóltúns. Heimildin hefur meðal annars rætt við starfsmann sem var sagt upp í byrjun desember síðastliðinn: „Okkur var sagt að það þyrfti að spara af því reksturinn gengi svo illa.“ Um var að ræða 16 starfsmenn sem misstu vinnuna á Sóltúni í tveimur upsögnum í lok síðasta árs og byrjun þessa.
Jeppinn sem keyptur var kostar ekki undir 12 milljónum króna og segir Halla í svari til Heimildarinnar að hann sé hluti af starfskjörum hennar: …
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 👿