Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Var hægt að vera „góður“ keisari í Rómaveldi?

Ridley Scott mun í haust frum­sýna nýja mynd um Comm­od­us Rómar­keis­ara og „Gla­diator“ hans. Comm­od­us batt endi á ein­stæða tíð „góðu keis­ar­anna“ í Róm en hér seg­ir frá þeim fyrsta þeirra sem Nerva hét.

Var hægt að vera „góður“ keisari í Rómaveldi?
Nerva Nerva var yfirstéttarmaður sem „slysaðist“ til að verða keisari Rómar. Nokkuð óvænt reyndi hann að bæta hag fátæktarlýðsins í Rómaborg. Tölvumynd af einni af þeim koparstyttum sem hann lét líðast að gerðar væru af sér.

Í september árið 96 ET var Rómarkeisarinn Domitíanus myrtur í höll sinni. Hann var stunginn til bana af óánægðum hirðmönnum, beinlínis hakkaður í spað. Hann var hvorki fyrsti né síðasti Rómarkeisarinn sem hlaut þau örlög að falla fyrir morðingjahendi en hið einkennilega var að með þessu subbulega morði hófst sjaldgæft skeið í sögu Rómaveldis.

Tímabil „hinna góðu keisara“. Samtals 84 ár af alveg einstökum innanlandsfriði og nær samfelldu góðæri. Og línuna lagði skelfingu lostinn gamall embættismaður sem var öllum að óvörum dubbaður upp til keisara að Domitíanusi látnum.

Marcus Cocceius Nerva.

Tímabilinu lauk svo þegar hinn grimmi og vitskerti Commodus náði völdum í Róm árið 180, keisarinn sem nú er helst kunnur sem ofsamennið á valdastóli í kvikmynd Ridley Scotts, Gladiator.

Í tilefni þess að í haust verður frumsýnd ný mynd Scotts um skylmingaþrælinn og Commodus ætla ég að fjalla á næstunni og með óreglulegu millibili um „góðu keisarana“ …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár