Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Katrín verður á biðlaunum í framboði

Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti fyrr í dag hún hygð­ist biðj­ast lausn­ar sem for­sæt­is­ráð­herra og segja af sér þing­mennsku vegna þess að hún ætl­ar að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Ís­lands. Sam­kvæmt lög­um um kjör þing­manna og æðstu emb­ætt­is­manna lands­ins mun Katrín fá greidd bið­laun í sex mán­uði eft­ir að hafa feng­ið lausn úr embætti.

Katrín verður á biðlaunum í framboði
Katrín Jakobsdóttir á rétt biðlaunum í sex mánuði. Mynd: Golli

Á meðan Katrín Jakobsdóttir er í framboði til embættis forseta Íslands mun hún þiggja full forsætisráðherralaun, að meðtöldu þingfarakaupi, í biðlaun í sex mánuði. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Alþingis nema mánaðarlegar launagreiðslur forsætisráðherra um 2.680.000 króna á mánuði.

Aðspurð hvort að hún muni verða á launum á meðan hún er í framboði segist Katrín gera ráð fyrir því án þess að hafa hugleitt það sérstaklega.

„Ég er að segja af mér þingmennsku. Væntanlega eru einhver biðlaun eða eitthvað slíkt. Ég hef eiginlega ekki velt því fyrir mér enn þá. En segi af mér þingmennsku og þá væntanlega nýt ég sömu réttinda og aðrir þingmenn sem hætta.“

Í lögum um þingafarakaup alþingismanna kemur fram að ráðherra eigi „rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af embætti. Biðlaun jafnhá ráðherralaunum eru þá greidd í þrjá mánuði. Eftir ráðherrastörf í samfellt eitt ár eða lengur eru greidd biðlaun í sex mánuði.“

Katrín er búin að vera forsætisráðherra síðan árið 2017 og á því rétt á biðlaunum í sex mánuði frá og með deginum í dag.

Launin gætu verið hærri í raun

Mánaðarlegar greiðslur sem Katrín gæti átt von á næstu sex mánuði gætu þó verið ívið hærri en opinber gögn gefa til kynna. En lög um laun forseta og annarra háttsettra embætti eru í uppnámi eftir að Hæstaréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að halda sig við upphaflega launaútreikninga - útreikninga sem þáverandi fjármálaráðherra reyndi að breyta eftir að Fjársýsla ríkisins tilkynnti að launin höfðu verið reiknuð út frá röngum viðmiðum. 

Í kjölfarið fengu þingmenn, ráðherrar, dómarar og aðrir embættismenn leiðréttingu launum sínum og endurgreiðslu á fjármunum sem fjármálaráðherra krafði þá um að endurgreiða á sínum tíma. 

Enn sem komið er liggur ekki fyrir hver kostnaður ríkissjóðs vegna launaleiðréttingarinnar muni verða. Í frétt Heimildarinnar frá síðasta mánuði tilkynnti talsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðherra væri búinn að skipa starfshóp um breytingar á gildandi fyrirkomulagi æðstu embættismanna. 

Eitt af verkefnum hópsins er leggja mat á kostnaðinn við leiðréttinguna og birta matið í samantekt um greiðslur ríkisins vegnaa leiðréttingar í launaviðmiðunum. Þessi skýrsla hefur enn ekki verið birt.    

Launin koma sér vel í framboði 

Ljóst er að biðlaunin munu koma sér vel fyrir Katrínu en framboð til embættis forseta Íslands er kostnaðarsamt verkefni. Í nýlegri frétt Heimildarinnar var sagt frá því að í kosningunum ári 2016, þar sem sitjandi forseti var ekki í framboði, hafi fjórir frambjóðendur sem fengu flest atkvæði samanlagt eytt 109 milljónum króna á núvirði í framboð sín.

Guðni Th. Jóhannesson eyddi um 35 milljónum króna í sitt framboð að núvirði. Framboð Höllu Tómasdóttur, sem fékk næstflest atkvæði á eftir Guðna, kostaði rúmlega 13 milljónir króna og Andri Snær Magnason eyddi 21 milljónum króna í sitt framboð.

Dýrasta framboðið var þó rekið af Davíð Oddssyni sem varði samtals um 40 milljónum króna í sína kosningabaráttu. Þar af lagði Davíð sjálfur til um 15,4 milljónir króna. Þá styrkti eiginkona hans framboðið einnig um 560 þúsund krónur að núvirði.   

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefan Hreidarsson skrifaði
    Hefði átt að gera við hana starfslokasamning að hætti banka og fjármálafyrirtækja......
    0
  • Djö….bruðl!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár