Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við höfum ekkert að fela“

Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóð­andi seg­ir að hann hafi ekk­ert gert sem hann þurfi að skamm­ast sín fyr­ir og er spennt­ur fyr­ir kosn­inga­bar­átt­unni sem er fram und­an. Verst sé samt þeg­ar kjafta­sög­ur fara á flug en hann er bú­inn und­ir það. „Við höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix Bergs­son.

„Við höfum ekkert að fela“
Forsetaframboð „Við höfum ekkert gert sem við þurfum að skammast okkur fyrir. Ekkert sem við getum ekki staðið við,“ segir Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. Hann og Felix Bergsson eru spenntir fyrir kosningabaráttunni. Mynd: Golli

Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er spenntur fyrir kosningabaráttunni sem er fram undan en viðurkennir að kvíðinn geri örlítið vart við sig á sama tíma. Í ítarlegu viðtali í páskablaði Heimildarinnar fara Baldur og Felix yfir kosningabaráttuna sem fer á fullt eftir páska, en fjölskyldan stefnir á hringferð um landið á tveimur húsbílum.

„Það er alltaf leiðinlegt að lenda í orðaskaki en við erum með sterkan skráp,“ segir Baldur. Slagorð framboðsins er Baldur og Felix – vinnum saman. Þó Baldur sé í framboði er eiginmaður hans, Felix Bergsson, stór hluti af framboðinu.

Gunnar Helgason, vinur hjónanna og samstarfsmaður Felix til margra ára, stofnaði  stuðningshópinn á Facebook: Baldur og Felix – alla leið, fyrir um mánuði. Gunnar tók ákvörðun að eyða út hatursfullum ummælum eftir að hafa reynt að hunsa þau til að byrja með. 

„Við eigum 28 ára ástríkt samband að baki og höfum ekkert að fela,“
Felix

„Ég held að flestum hafi liðið verr heldur en okkur yfir þessari litlu hatursorðræðu sem var á áskorendasíðunni vegna þess að við höfum orðið fyrir barðinu á henni svo lengi. Það er verst ef að fólk fer að segja ósannar sögur, sem eru búnar til, einhverjar kjaftasögur sem maður veit ekkert hvernig skapast. Við höfum heyrt ýmsar kjaftasögur, hinar og þessar, og það veit enginn hvaðan þetta kemur eða hvert þær eru að fara. Og við munum eflaust lenda í því eins og aðrir. Ég lít bara á það að þetta er hluti af þessari umræðu. Fólk verður bara að tala eins og það vill,“ segir Baldur. 

„Við eigum 28 ára ástríkt samband að baki og höfum ekkert að fela,“ segir Felix og Baldur tekur undir. „Við höfum ekkert gert sem við þurfum að skammast okkur fyrir. Ekkert sem við getum ekki staðið við. Nema kannski pirringur yfir mat á veitingastöðum eða þegar ég þarf að bíða lengi í röð í búð, ég viðurkenni það,“ segir hann og hlær. 

Lýðræðisveisla fram undan 

Baldur er lítið að velta mótframbjóðendum, og mögulegum mótframbjóðendum, fyrir sér. „Við erum að fara fram á okkar forsendum. Við erum ekkert að velta fyrir okkur hverjir aðrir eru að bjóða sig fram. Þetta er lýðræðisveisla þar sem fólk velur þann sem það telur henta best.“

Þó nokkur hafa tilkynnt framboð, þar á meðal Halla Tómasdóttir, sem bauð sig einnig fram fyrir átta árum, Sigríður Hund Pétursdóttir, fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og Ástþór Magnússon, viðskiptamaður og fyrrum forsetaframbjóðandi. Listinn er alls ekki tæmandi en yfir 50 manns hafa stofnað til meðmælasöfnunar á island.is, þar má meðal annars nefna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur. Þá hafa ýmsir verið orðaðir við forsetaframboð og beðið er svara frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóni Gnarr grínista.

Framboðsfrestur rennur úr 26. apríl og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver verða í framboði.  

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár