Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta

Halla Tóm­as­dótt­ir ætl­ar að gefa kost á sér í embætti for­seta Ís­lands í sum­ar. Halla bauð sig einnig fram ár­ið 2016 og hlaut þá næst flest at­kvæði. „Ég þekki mátt þess að leiða gott fólk sam­an til góðra verka.“

Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta
Forsetaframbjóðandi Halla Tómasdóttir ætlar að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Mynd: Aðsend

„Kæru vinir og kæru Íslendingar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi. Og nú átta árum síðar þarf ég gleraugu til að sjá erindið,“ sagði Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, þegar hún tilkynnti um forsetaframboð sitt á blaðamannafundi í Grósku í hádeginu, sem var vel mjög vel sóttur. Áður hafði hún sagst vera að íhuga alvarlega að bjóða sig fram. Sá undirbúningur er nú formlega hafinn en frestur til að skila inn framboði rennur út 26. apríl. 

Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut þá næst flest atkvæði, tæp 28 prósent. Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti með 39 prósent atkvæða. Hann tilkynnti, nokkuð óvænt, á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir því að gegna embættinu áfram.  Halla hefur verið forstjóri B Team síðustu sex ár. „Það eru samtök alþjóðlgra leiðtoga sem beita sér fyrir ábyrgri forystu, bættu siðferði og velferð fólks og umhverfis,“ sagði Halla í framboðsræðu sinni og bætti við: „Ég þekki mátt þess að leiða gott fólk saman til góðra verka.“ 

FramboðFundur Höllu í Grósku þar sem hún tilkynnti framboð var vel sóttur.

Samkvæmt könnun sem Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri TBWA/Norway betur þekktur sem Valli sport, lét framkvæma nýlega er 35 prósent Íslendinga jákvæðir gagnvart því að Halla verði næsti forseti lýðveldisins. Af þeim 35% svarenda sem eru jákvæðir í garð Höllu eru hlutfallslega flestir sem segjast kjósa Viðreisn. Þar á eftir koma  kjósendur Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Kjósendur Miðflokksins og Sósíalistaflokksins eru neikvæðastir í garð Höllu. Af þeim sem eru jákvæðir gagnvart því að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands voru talsvert fleiri konur en karlar. 

Í könnuninni var viðhorf kjósenda til Ólafs Jóhanns Ólafssonar, rithöfundar, og Baldurs Þórhallssonar einnig kannað og eru 40 prósent jákvæðir gagnvart framboði Ólafs Jóhanns, sem hefur gefið út að hann ætli ekki að sækjast eftir embættinu, og 53 prósent eru jákvæðir gagnvart framboði Baldurs. 

Baldur er „að hlusta á raddir fólksins“ en hópur fólks hefur skorað á hann að bjóða sig fram á stuðningssíðu á Facebook. Fleiri eru undir feldi og má þar sem dæmi nefna Jón Gnarr, grínista og fyrrverandi borgarstjóra, Ölmu Möller landlækni og Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar.     

Fimm hafa tilkynnt um forsetaframboð en öllu fleiri hafa stofnað tilmeðmælasöfnunar á island.is, eða 22. 

Frestur til að skila inn meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð er 26. apríl. Forsetakosningar fara fram 1. júní. 

Framboðsræðu Höllu má lesa í heild sinni hér að neðan: 

Kæru vinir - kæru Íslendingar,

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní nk.

Forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki. Farsælum forseta þykir vænt um og skilur mikilvægi hverrar manneskju og hvers byggðarlags okkar einstöku þjóðar – án tillits til pólitískra dægurmála. Forseti þekkir uppruna okkar og rætur, minnir okkur á allt það sem sameinar okkur og talar hvarvetna fyrir grunngildum okkar. Forseti áttar sig líka á stöðu lands og þjóðar í alþjóðlegu samhengi og bæði sér og styður við þá möguleika sem felast í styrkleikum okkar og sérstöðu.

Undanfarin sex ár hef ég verið í krefjandi og lærdómsríku starfi á alþjóðavettvangi sem forstjóri B Team, en það eru samtök alþjóðlegra leiðtoga sem beita sér fyrir ábyrgri forystu, bættu siðferði (í viðskiptum), og velferð fólks og umhverfis. Ég hef unnið með stjórnendum fyrirtækja, stjórnvöldum, og fulltrúum ungra kynslóða að úrlausnum stórra áskorana. Ég þekki vel mátt þess að leiða gott fólk saman til góðra verka. Í okkar röðum eru framsýnir leiðtogar, fólk sem setur mennskuna í forgrunn, gengur á undan með góðu fordæmi og hvetur stjórnvöld jafnframt til að tryggja að leikreglur viðskiptalífs og samfélags séu réttlátar.

Ég hef notið hverrar mínútu í núverandi starfi og því hefur ákvörðunin um forsetaframboð ekki verið einföld. En ég trúi því einlægt að Ísland standi frammi fyrir spennandi tækifærum í heimi sem leitar nú lausna á sviði friðar, jafnréttis og sjálfbærni. Á þessum sviðum getum við verið til fyrirmyndar og í virkjun þessara styrkleika felast sóknarfæri til verðmætasköpunar og jákvæðrar framþróunar fyrir okkar samfélag. Ég veit að á þessum sviðum get ég lagst á árar svo um munar. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Þau hafa verið mín leiðarljós í lífi og starfi.

Brýnustu verkefni hvers samfélags eru að standa vörð um heilsu og vellíðan fólks, samfélagslega sátt og náttúruna sem líf okkar allra og velmegun byggja á. Á síðustu öld hefur Íslendingum lánast að nýta auðlindir sínar, menntun og sköpunarkraft til fordæmalausra framfara á sviði atvinnulífs, menningar og lista. En náttúruöflin sýna sannarlega þessa dagana og þessar stundirnar að þau eru líka ógnvænleg. Þjóðin fylgist harmi slegin með hamförunum á Reykjanesi. Enginn getur sett sig í spor þeirra sem verða fyrir svona áfalli. En við vitum að við eigum samtakamátt. Það hefur reynt á hann áður og það reynir á hann nú. Með honum hjálpumst við að og komumst í gegnum þessa erfiðu tíma.

Við Íslendingar erum hugrökk þjóð. Við vorum fyrst til að kjósa konu sem forseta, státum af einu elsta þjóðþingi veraldar, stöndum fremst í nýtingu jarðvarma, framarlega þegar kemur að hugviti og umhverfi frumkvöðla, erum sókndjörf og eigum fjölmarga snillinga sem hafa numið lönd, unnið til verðlauna og hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir afrek í listum og íþróttum, svo fátt eitt sé nefnt. Ég vona einlæglega að okkur lánist að vera áfram hugrökk þjóð sem tekst af æðruleysi á við það sem að höndum ber og horfir jafnframt fram á veg með hugrekki í hjarta. Hugrekki er til alls fyrst og er ómissandi hreyfiafl allra framfara, hvort sem við horfum til friðsældar, jafnréttis eða sjálfbærni.

Elsku vinir og vandamenn og kæru Íslendingar. Ég stend auðmjúk frammi fyrir ykkur og býð fram krafta mína. Ef þið viljið forseta sem vill láta til sín taka og trúir að með virkjun sköpunargáfu okkar jafnt á sviði menningar, lista og atvinnulífs séu okkur allir vegir færir, þá er ég reiðubúin til að leggja mig fram til gagns og góðs. Ef þið viljið forseta sem vill byggja brýr, hefur samhyggð og lífsgleði og trúir að jafnrétti sé lykillinn að enn sterkara samfélagi, þá er ég, og við hjónin, einlægt tilbúin til að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af öllu hjarta.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • APA
  Axel Pétur Axelsson skrifaði
  þá er klás schwabb hjá wef búinn að tefla fram sínum frambjóðanda . . . https://youtu.be/cxhRiHTKByA?si=f7kv0yQ9Rn8apM64
  0
 • trausti þórðarson skrifaði
  Vantar einmitt verðbréfasala á bessastaði.Áfram Ástþór
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Landskjörstjórn neitar að gefa upp hverjir hafa náð tilskildum meðmælafjölda
FréttirForsetakosningar 2024

Lands­kjör­stjórn neit­ar að gefa upp hverj­ir hafa náð til­skild­um með­mæla­fjölda

Lands­kjör­stjórn neit­ar að veita fjöl­miðl­um upp­lýs­ing­ar um hvaða for­setafram­bjóð­end­ur hafa náð lág­marks með­mæla­fjölda í ra­f­rænni und­ir­skrifta­söfn­un. Heim­ild­in tel­ur að henni beri að veita upp­lýs­ing­ar á grund­velli upp­lýs­ingalaga í ljósi þess að lands­kjör­stjórn er stjórn­sýslu­nefnd sem heyr­ir und­ir ráðu­neyti.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Skiptar skoðanir um framboð Katrínar Jakobsdóttur
FréttirForsetakosningar 2024

Skipt­ar skoð­an­ir um fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fór á stúf­ana og spurði fólk í mið­bæ Reykja­vík­ur út í for­seta­kosn­ing­arn­ar framund­an. Skipt­ar skoð­an­ir voru um fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Þá var einnig mis­jafnt hve vel við­mæl­end­ur þekktu til þess ört vax­andi hóps ein­stak­linga sem hafa til­kynnt fram­boð til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
1
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
2
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Páll Vilhjálmsson aftur dæmdur fyrir röng og ærumeiðandi ummæli
3
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son aft­ur dæmd­ur fyr­ir röng og ærumeið­andi um­mæli

Um­mæli sem Páll Vil­hjálms­son hef­ur lát­ið falla um Að­al­stein Kjart­ans­son voru dæmd dauð og ómerk í Hér­aðs­dómi í dag. Hann þarf að greiða 450 þús­und krón­ur í miska­bæt­ur og sæta dag­sekt­um fari hann ekki að til­mæl­um dóms­ins. Páll var sak­felld­ur á síð­asta ári fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir um aðra blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
4
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Gagnrýnir eiganda ríkisstyrktrar kvikmyndahátíðar í bréfi til Reykjavíkurborgar
6
Fréttir

Gagn­rýn­ir eig­anda rík­is­styrktr­ar kvik­mynda­há­tíð­ar í bréfi til Reykja­vík­ur­borg­ar

Starfs­mað­ur kvik­mynda­há­tíð­ar­inn­ar RIFF hef­ur sent bréf til Reykja­vík­ur­borg­ar og Kvik­mynda­mið­stöðv­ar Ís­lands þar sem eig­andi og fram­kvæmda­stjóri henn­ar, Hrönn Marinós­dótt­ir er gagn­rýnd. Í svari frá Hrönn seg­ir með­al ann­ars að ásak­an­ir um að RIFF greiði laun und­ir lág­mark­s­töxt­um séu ekki rétt­ar.
Ríkisstjórn mynduð utan um hræðslu við að mæta kjósendum
9
Greining

Rík­is­stjórn mynd­uð ut­an um hræðslu við að mæta kjós­end­um

Skoð­að var hvort hægt yrði að kjósa til þings í næsta mán­uði, áð­ur en for­seta­kosn­ing­arn­ar færu fram. Þreif­ing­ar við Við­reisn um að koma inn í rík­is­stjórn sem vara­dekk fyr­ir Vinstri græn hóf­ust fyr­ir páska, og þar með tölu­vert áð­ur en Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti um for­setafram­boð. Stjórn­ar­flokk­arn­ir vilja alls ekki fara í kosn­ing­ar í sum­ar eða næsta haust, þrátt fyr­ir að vera ekki sam­mála í stór­um mál­um sem þarfn­ast úr­lausn­ar, þar sem þeir eru að mæl­ast af­leit­lega í könn­un­um og litl­ar lík­ur á að sú staða muni lag­ast á næstu mán­uð­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
5
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
7
Viðskipti

For­stjór­arn­ir í Kaup­höll­inni kost­uðu 2,7 millj­arða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
3
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
7
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár