Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Kom aldrei til greina að Felix færi fram

Fel­ix Bergs­son, eig­in­mað­ur Bald­urs Þór­halls­son­ar for­setafram­bjóð­anda, seg­ir að það hafi aldrei ver­ið inni í mynd­inni að hann byði sig fram til for­seta. Gunn­ar Helga­son, stofn­andi stuðn­ings­hóps fyr­ir Bald­ur, skor­aði upp­haf­lega á Fel­ix að bjóða sig fram.

Kom aldrei til greina að Felix færi fram
Forsetakjör Felix Bergsson hefur sagt það alveg frá byrjun að það sé ekki möguleiki að hann bjóði sig fram til forseta. „Möguleikinn er hinn, að Baldur fari fram í forsetann og ég sé honum við hlið og styðji hann í þeim verkum. Ég held að hann sé bara miklu betri í þessu en ég“ segir Felix. Mynd: Golli

Baldur og Felix – vinnum saman er slagorð forsetaframbjóðandans Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þó Baldur sé að bjóða sig fram til forseta er eiginmaður hans, Felix Bergsson, stór hluti af framboðinu. „Ef við förum í þetta, þá hendum við okkur í það þúsund prósent,“ sagði Baldur í samtali við Heimildina í byrjun mars, skömmu eftir að Gunnar Helgason, vinur hjónanna og samstarfsmaður Felix til 30 ára, stofnaði stuðningssíðu á Facebook: Baldur og Felix - alla leið.  

Baldur lagði áherslu á við. Í ítarlegu viðtali í páskablaði Heimildarinnar fara Baldur og Felix yfir aðdragandann að framboðinu, sem var tilkynnt 20. mars síðastliðinn, á alþjóðlegum degi hamingjunnar. Þar kemur fram að fyrsta áskorunin um framboð kom á nýársdag, daginn sem Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í ávarpi að hann ætlaði ekki að sækjast eftir því að gegna embættinu áfram. Felix á afmæli á nýársdag og bauð góðum gestum heim, þar á meðal Gunna, þar sem hann skoraði á Felix að bjóða sig fram. Felix og Baldur litu hvor á annan. „Ég held að ég hafi nú alltaf verið með það á hreinu að ég hafði ekki áhuga sjálfur á að verða forseti en ég hafði hins vegar mikla trú á að Baldur gæti gert það ef einhver stemning skapaðist fyrir því og svo bara skapaðist sú stemning.“ 

Samkvæmt könnun sem Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri TBWA/Norway, betur þekktur sem Valli sport, lét framkvæma áður en Baldur tilkynnti framboð eru Íslendingar jákvæðari gagvart því að Baldur verði næsti forseti en bæði Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldur er orðaður við Bessastaði, það sama var upp á teningnum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn í fyrsta sinn. „Þá vísuðum við þessu algjörlega frá okkur, við vorum bara á öðrum stað í lífinu,“ segir Baldur. En nú er hann tilbúinn, ekki síst vegna breytts landslags í alþjóðasamfélaginu sem hefur meðal annars birst í bakslagi í lýðræði, mannréttindamálum og baráttu hinsegin fólks. 

Möguleikinn er hinn

En Gunni skoraði á Felix. Aðspurður segir Felix að það hafi aldrei komið til greina að hann færi fram. „Þú hefur samt fengið fullt af hvatningu,“ skýtur Baldur inn í og Felix sendir honum ákveðið augnaráð. „Ég hef alveg sagt það frá byrjun að það er ekki möguleiki. Möguleikinn er hinn, að Baldur fari fram í forsetann og ég sé honum við hlið og styðji hann í þeim verkum. Ég held að hann sé bara miklu betri í þessu en ég. Hann þekkir embættið miklu betur og er búinn að mennta sig og kann þetta svo vel. Ég held að ég verði miklu betri sem maki forseta.“

„Ég held að hann sé bara miklu betri í þessu en ég.“
Felix,
um Baldur

Felix segir það spennandi tilhugsun að vera maki forseta. „Ég sé fyrir mér að vera fulltrúi íslenskrar menningar og tala fyrir þeim málum sem við höfum sett á oddinn og brennum fyrir. Ég er mjög til í að taka þátt í að vinna að hag barna og fjölskyldna almennt, líka þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Svo brennum við fyrir mannréttindamálunum og það hefur ekkert breyst síðan við kynntumst árið 1996.“ 

Samkvæmt nýrri könnun Prósents þar sem spurt er um þá sem hafa gefið kost á sér í embætti forseta Íslands nýtur Baldur stuðning 56 prósent þeirra sem taka afstöðu. Séu þeir taldir með sem ekki vita hvern þeir vilja styðja, mælist Baldur með stuðning 37 prósent allra. Halla Tómasdóttir, sem einnig bauð sig fram árið 2016, er næst vinsælasti frambjóðandinn samkvæmt könnuninni. Alls segjast 23 prósent þeirra sem taka afstöðu með einhverjum frambjóðanda styðja Höllu í embættið. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi dómari og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur stuðnings 8 prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem ekki hefur gefið endanlega út um framboð þó hún safni meðmælum fólks, nýtur 5 prósenta stuðnings þeirra sem velja sér frambjóðanda.

Ástþór Magnússon, sem hefur reglulega reynt fyrir sér í forsetaframboði og er þjóðinni vel kunnur, nýtir stuðnings 3 prósenta aðspurðra. Þær Agniezka Solowska og Sigríður Hrund Pétursdóttir njóta hvor stuðnings 1 prósents aðspurðra. 

Aðrir ná ekki upp fyrir eina prósentið. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver verða í framboði.  

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    wow . . . ný grein á korters fresti . . . er heimildin bara eitthvað prump rit ? . .
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár