Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Drekamaðurinn rís úr djúpinu

Ein­hverj­ar merki­leg­ustu lík­ams­leif­ar í sögu mann­kyns­ins voru fald­ar í brunni ára­tug­um sam­an. Ástæða þess fólst í ógur­leg­um svipt­ing­um mann­kyns­sög­unn­ar.

Drekamaðurinn rís úr djúpinu
Höfuðkúpan fræga

Í september árið 1931 ruddust japanskar hersveitir inn yfir landamæri Kína frá Kóreu, sem Japanir höfðu þá ráðið í rúm 20 ár. Þótt Kína væri mörgum sinnum fjölmennara en Japan hafði ríkt slík upplausn í landinu í áratugi að Kínverjar komu engum vörnum við. Á nokkrum mánuðum lögðu Japanir undir sig allt hið risastóra hérað Mansjúríu og komu þar upp leppríki sem var nærri tíu sinnum stærra en Ísland; kölluðu það Mansjúkúó.

Stærsta borgin í leppríkinu nefndist Harbin og stóð við Songhúa-fljót norðarlega á svæðinu. Borgin átti sér merkilega sögu þótt ekki væri hún gömul því hún hafði til skamms tíma verið miðpunktur í lífi Rússa austast í Síberíu og síðan tískuborg mikil, kölluð París Norðaustur-Asíu þegar best lét. Nú á dögum þekkjum við borgina helst af því að öðru hvoru birtast fréttamyndir af mikilli hátíð ís-skúlptúra sem þar er haldin. Það er nefnilega afar kalt í borginni yfir veturinn; Ísborgin er eitt af auknefnum Harbin.

Hin viðurstyggilega Deild 731

Nema hvað, Japanir höfðu sem sagt kastað eign sinni á borgina og önsuðu ekki Þjóðabandalaginu sem krafðist þess að þeir yrðu á brott. Þvert á móti sýndu þeir öll merki þess að ætla sér að ráða Harbin og Mansjúkúó til langrar framtíðar og hófu þar margvíslegar framkvæmdir.

Meðal annars reistu Japanir voldug húsakynni fyrir rannsóknarstöð sem sögð var mundu helguð sjúkdómavörnum og hreinsun á menguðu vatni en var í raun og veru hin viðurstyggilega Deild 731 sem gerði tilraunir með efna- og sýklavopn á lifandi fólki. Þá sögu ætla ég þó ekki að segja núna, heldur beinist athyglin að brú einni sem þeir tóku til við að reisa yfir Songhúa-fljót. Þetta var brú fyrir járnbraut sem átti að tengja saman Harbin og Bei'an, eina af héraðshöfuðborgum Japana norðar í Mansjúkúó. Þessi brú var nefnd Dongjiang og er enn til; þið getið skoðað mynd af henni á Wikipedíu ef þið viljið.

En nú er frá því að segja að þessi grein fjallar í rauninni ekki um járnbrautarbrúna Dongjiang, heldur um svolítið sem gerðist meðan smíði hennar stóð yfir árið 1933.

Grimmir nýlenduherrar

Þá kemur til sögunnar kínverski karlmaðurinn Wang. Ég veit raunar ekki hvað hann hét í raun og veru. Það leyndarmál er á fárra vitorði. Hann gæti hins vegar vel hafa heitið Wang því Wang er algengasta eftirnafnið í Kína. Nema hvað, Wang þessi var nokkuð stöndugur karl, hann var einhvers konar verktaki og hafði þó nokkra menn í vinnu.

Og Wang hafði ráðið sig og sinn vinnuflokk til þeirra japönsku herra sem stýrðu brúarsmíðinni yfir Songhúa.

Kínverjar og/eða Mansjúríumenn voru að vísu langflestir lítt hrifnir af yfirráðum Japana. Japanir voru nefnilega mjög grimmir nýlenduherrar á fyrri hluta 20. aldar; raunar í hópi þeirra verstu sem sagan kann frá að greina. En menn eins og Wang þurftu að hafa í sig og á og þess vegna var hann mættur með vinnuflokk sinn að taka þátt í að reisa Dongjiang-brúna.

Brúnaþung höfuðkúpa

Svo var það einn góðan veðurdag að vinnuflokkur Wangs var að grafa fyrir undirstöðum brúarinnar á öðrum bakka Songhúa-fljóts. Og hvað gerist þá, nema að upp kemur hauskúpa af manni?

Vinnumenn Wangs kölluðu samstundis á húsbónda sinn sem skoðaði vandlega hauskúpuna. Þetta var raunar aðeins efri hluti kúpunnar, kjálkann vantaði. Og kúpan bar þess merki að hafa legið lengi í jörð þarna á árbakkanum, að minnsta kosti var ekki á henni nokkur húðtægja né hárbrúskur. Á hinn bóginn fór ekki hjá því að Wang og vinnuflokkur hans undruðust hve gríðarmiklar brúnir virtust á hauskúpunni.

Sá hefur verið svipmikill að sjá, sögðu þeir hver við annan.

Þá rann skyndilega upp ljós fyrir Wang.

Árið 1921 hafði fundist nokkuð heilleg beinagrind og þar á meðal höfuðkúpa af manni í helli einum 60 kílómetra frá Bejing, hinni gamalgrónu höfuðborg Kína, en rúma 1.000 kílómetra frá Harbin. Eftir að vísindamenn höfðu velt vöngum um stund varð niðurstaða þeirra sú að þarna væri komin ævaforn frumstæð manntegund og væri nokkur hundruð þúsund ára gömul, takk fyrir!

„Vinnumenn Wangs kölluðu samstundis á húsbónda sinn sem skoðaði vandlega hauskúpuna“

Ævaforn bein

Fundur þessi vakti gríðarmikla athygli. Jafnvel viðvarandi róstur svo stappaði nærri borgarastríði í landinu höfðu ekki megnað að kveða niður áhugann. Þetta var ein heillegasta beinagrind frummanns sem þá hafði fundist í jörðu. Fyrir Kínverja var sérlega mikils virði að geta sýnt fram á að þar um slóðir hefðu merkilegir áfangar í þróun mannkynsins átt sér stað, ekki síður en í Evrópu og Afríku.

Wang hafði á sínum tíma fylgst vel með fréttum af þessum merka fundi og nú rifjaðist upp fyrir honum að lýsingar á höfuðkúpu Peking-mannsins (eins og líkamsleifarnar voru kallaðar) höfðu einmitt talað um afar miklar brúnir, líkt og einkenndu höfuðkúpuna sem vinnuflokkur hans hafði fundið. Hann ályktaði því – og það réttilega  að þarna væri komin önnur ævagömul beinagrind af einhvers konar frummanni.

Og að þessi fundur væri líklega ekki minni tíðindi en fundur Peking-mannsins.

Beint upp úr ævintýrum

En hvað átti Wang nú að gera? Ef hann léti vita af fundi hauskúpunnar myndu japönsku hernámsyfirvöldin í Harbin einfaldlega hirða hana. Hann sjálfur fengi ekki notið fundarins í neinu, allra síst peningalega, og japanskir vísindamenn myndu baða sig í frægðarljósi höfuðkúpunnar en ekki kínverskir.

Wang tók því hauskúpuna, vafði hana í klæði og pakkaði henni vandlega inn og faldi hana svo djúpt í nálægum brunni. Það fylgir sögunni að í kínverskum þjóðsögum og ævintýrum úi og grúi af sögum um fjársjóði sem grafnir eru í brunnum og því fannst Wang þetta við hæfi.

Svo tók hann eið af vinnumönnum sínum að segja ekki eitt einasta orð og þeir héldu svo allir áfram að reisa brúna og hún stendur sem sé enn keik.

Rauði herinn, svo Maó

Wang mun ekki hafa haft alveg á hreinu hvað hann ætlaði sér með hauskúpuna í brunninum. Kannski ætlaði hann að fiska hana upp úr brunninum einhvern tíma þegar farið væri að hægjast um og koma henni þá burt frá Mansjúkúó. Kannski vonaði hann að Japanir yrðu á brott fyrr en síðar.

Það fór alla vega ekki svo. Japanir urðu þaulsætnir í Mansjúríu og 1937 hófu þeir innrás í hið eiginlega Kína. Það stríð geisaði svo allt til 1945 þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra höfðu knésett Japan eftir harða hríð.

Þann 20. ágúst lagði sovéski Rauði herinn Harbin undir sig og neitaði síðan að afhenda hana hersveitum Kínastjórnar en þær voru gjarnan kallaðar „þjóðernissinnar“ á þeim árum. Hins vegar fengu uppreisnarsveitir kommúnista borgina í hendur árið eftir og mun Harbin hafa verið fyrsta stóra borgin í Kína sem sveitir Maó Zedongs réðu.

Árið 1949 höfðu kommúnistar svo náð öllu landinu og Maó stofnaði alþýðulýðveldi svokallað.

Eftir að Japanir og síðan Sovétmenn voru á brott mun Wang hafa hugleitt hvort hann ætti nú að skjótast í brunninn og ná í höfuðkúpuna sem þar leyndist í djúpinu. Þegar til kom þorði hann það ekki.

Fangabúðavist?

Ástæðan var einföld. Þeir menn sem höfðu unnið fyrir japönsku hernámsyfirvöldin í Mansjúkúó voru ekki beinlínis vinsælir í hinu nýja Kína Maós. Wang bjóst fastlega við að þó hann reyndi að vísa til þess að honum og vinnuflokki hans hafi verið nauðugur einn kostur að þiggja vinnu hjá Japönum, þá kæmu slíkar afsakanir að litlu gagni – hann mætti fastlega búast við fangabúðavist í stað þess að vera fagnað fyrir að hafa bjargað stórmerkum fornleifafundi undan japönskum krumlum.

Svo Wang, sem nú var orðinn landbúnaðarverkamaður, gerði einfaldlega ... ekki neitt.

Hauskúpan var áfram á sínum stað og það í áratugi.

Mikið gekk á í sögu Kína. Stóra stökkið fram á við. Menningarbylting Maós. Menningarbylting Deng Xiapings. Vofu kapítalismans var sleppt lausri. Fjöldamorð framin á Torgi hins himneska friðar. Kapítalisminn fór heljarstökk fram á við. Kúgun var þó enn söm við sig. Einræði Xia.

Og Wang dó.

Af hverju beið Wang?

Hvenær Wang dó er ekki vitað. Það er heldur ekki vitað af hverju börn hans létu ekki sækja kúpuna eftir að Deng umbreytti Kína. Eftir það höfðu þau lítið að óttast þótt Wang faðir þeirra hefði hjálpað Japönum að reisa brú fyrir hálfri öld. Þvert á móti. Það var partur af hinum nýja kapítalisma að forngripir og steingervingar gengu kaupum og sölum við háu verði. Og Wang hefði orðið hetja frekar en skúrkur fyrir að hafa falið svo merkan fund fyrir hinum illu Japönum.

En börnin gerðu ekkert, þótt Wang hafi sagt þeim frá kúpunni í brunninum.

Það var ekki fyrr en 2018, fyrir bara sex árum, að barnabörn Wangs fóru í brunninn og fiskuðu upp kúpuna. Og svei mér þá, það sem upp kom reyndist einn merkasti fornleifafundur í Kínaveldi fyrr og síðar.

Sjálfur Drekamaðurinn.

Frá honum segir eftir viku.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár