Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Minnast þeirra sem létust úr fíknisjúkdómnum: „Hann var á biðlistanum“

Minn­ing­ar­at­höfn um þá sem hafa lát­ist úr fíkni­sjúk­dómn­um verð­ur hald­in í Dóm­kirkj­unni í dag. „Leið þessa fólks var grýtt, vörð­uð þján­ingu og óham­ingju, og eitt­hvað af þessu fólki hef­ur lík­lega dá­ið vegna úr­ræða­leys­is,“ seg­ir formað­ur Sam­taka að­stand­enda og fíkni­sjúkra sem standa að at­höfn­inni. Frændi henn­ar lést þeg­ar hann var á bið­lista eft­ir með­ferð.

Minnast þeirra sem létust úr fíknisjúkdómnum: „Hann var á biðlistanum“
Rósir sem aðstandendur lögðu við alþingishúsið þegar Samtök aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF) vorus tofnuð í nóvember; hver lagði eina rós fyrir hvern einstakling sem hafði látist úr fíknisjúkdómnum.

„Þessi dagur er til að heiðra minningu þeirra sem hafa dáið úr sjúkdómnum en hann er einnig til þess að minna á að við megum aldrei gefast upp á að berjast fyrir þá sem eru enn lifandi og eru veikir,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, formaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). 

Til að minnast þeirra sem hafa látist úr fíknisjúkdómum standa samtökin fyrir minningarathöfn í Dómkirkjunni í dag, fimmtudag, klukkan 17. Þar mun séra Bjarni Karlsson fara með minningarorð og Páll Óskar Hjálmtýsson mun syngja nokkur lög. 

Við anddyri Dómkirkjunnar verður síðan kassi þar sem fólk getur skilið eftir bréf sem samtökin fara síðan með á Alþingi á morgun. Bréfin eru hugsuð sem skilaboð til alþingismanna, bæði til að þeir átti sig á þeirri alvarlegu stöðu sem er uppi þegar kemur að fólki með fíknivanda á Íslandi en einnig til að hvetja þá til aðgerða. 

Þá verða lagðar rósir við þinghúsið til að minnast þeirra sem hafa látist, en talað er um að allt að hundrað manns falli frá árlega vegna fíknisjúkdómsins.

Fulltrúar SAOF stefna að því að minningardagurinn verði haldinn árlega héðan í frá en þetta er í fyrsta skipti sem hann er haldinn.

Dó á biðlistanum

Dagbjört segir að því bréfi sem hún hefur skrifað og ætlar að skilja eftir í kassanum segi hún meðal annars frá frænda sínum heitnum, Smára Jónssyni, sem lést á þessum degi fyrir þremur árum. „Hann var á biðlistanum,“ segir hún og vísar til biðlistanna sem fólk með fíknisjúkdóminn þarf að fara á til að komast í meðferð og fá hjálp. „En hann lifði það ekki af,“ segir hún. 

Dagbjört segir að þau Smári hafi verið bræðrabörn en hann var 55 ára þegar hann lést. „Hann átti sér von um betra líf, von um að verða heilbrigður. Hann hlakkaði til að verða afi og til að sjá börnin sín eldast. Hann var afskaplega góður maður en hvarf bara inn í þennan sjúkdóm. Þetta var maður sem hafði allt til brunns að bera. Þetta var ekki lífið sem hann kaus sér,“ segir hún. 

Við minningarathöfnina í dag muni þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson síðan flytja örvarp sem er brot úr ljóði eftir systur Smára heitins, Bryndísi Halldóru Jónsdóttur, sem er svohljóðandi: „Sárlega saknað á lífsins vegi, hljóðlega minnst á hverjum degi“.

Dagbjört segir þessi orð mjög lýsandi og hún viti til þess að þau sé þegar að finna á tveimur legsteinum.

Skammarlegt stefnuleysi

Dagbjört leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa sérstakan dag til að minnast þessa fólks sem fallið er frá, sem varð undir í baráttunni við fíknina. „Leið þessa fólks var grýtt, vörðuð þjáningu og óhamingju, og eitthvað af þessu fólki hefur líklega dáið vegna úrræðaleysis,“ segir hún. 

Sam­kvæmt nýrri út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar sem birt var í liðinni viku þá rík­ir al­gjört stefnu- og for­ystu­leysi með­al stjórn­valda gagn­vart ópíóíðafar­aldr­in­um sem nú geis­ar hér á landi. Ekk­ert ráðu­neyti hef­ur tek­ið for­ystu í mála­flokkn­um og eng­in skýr stefna eða að­gerðaráætl­un ligg­ur fyr­ir hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu um hvernig skuli tak­ast á við ópíóíðafíkn og fíkni­vanda al­mennt.

Þrátt fyrir að ljóst þyki að heilbrigðisráðuneytið fari með málefni ávana- og fíkniefna, ásamt áfengis- og vímuvörnum, liggur ekki fyrir gildandi stefna gagnvart málaflokknum hjá ráðuneytinu.

Dagbjört segir þetta stefnuleysi til mikillar skammar og úr því þurfi að bæta hið snarasta. „Við megum ekki hætta baráttunni,“ segir hún.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár