Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Ég er bara mjög meðvirkur“

Tveir þrek­vaxn­ir menn mættu á lækna­stofu Árna Tóm­as­ar Ragn­ars­son­ar í vik­unni, heimt­uðu nýtt vott­orð vegna morfín­lyfja og kýldu Árna Tóm­as þeg­ar hann neit­aði. Þetta er í fyrsta skipti sem hann verð­ur fyr­ir árás í tengsl­um við lyfja­á­vís­an­ir. Þá sem fengu morfín hjá hon­um kall­aði hann „fíkl­ana sína“. En hver er þessi mað­ur?

Læknastofa Árna Tómasar Ragnarssonar er í miðbæ Reykjavíkur, á næstefstu hæð. Þar hefur hann komið sér vel fyrir, sett hvers konar myndir á veggina, en líka ljóðabrot, blaðaúrklippur og jafnvel skopmyndir. Þarna er tilvitnun í Albert Einstein, eftirprentun af málverki eftir Francisco Goya, plakat með höggmynd af nakinni konu, bangsi í líki hunds og jukka sem engin leið er að fylgja hvernig greinar hennar hafa vaxið í gegnum árin. Í öðrum blómapotti er beinagrind úr plasti. 

Ósáttur við sviptinguna

Undanfarin ár hefur Árni Tómas skifað út morfínlyf fyrir tugi manns með fíknisjúkdóm. „Fíklana mína,“ kallar hann þá, mennina sem leita til hans og hafa fengið uppáskrifað morfín sem þeir sækja á hverjum degi í apótekið, einn dagskammt í einu. Þegar landlæknir svipti Árna Tómas starfsleyfi til að skrifa út verkjalyf, kvíðalyf og svefnlyf var hann sannarlega ósáttur, kallaði það „bölvaða vitleysu“ en lét engan bilbug á sér finna og hélt …

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BS
    Bylgja Sigurjónsdóttir skrifaði
    Greinilega góður maður inn að beini.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu