Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur til­kynnt að Ís­land muni auka stuðn­ing við Úkraínu­her um 300 millj­ón­ir króna. Fjár­mun­irn­ir munu fara til kaupa á skot­vopn­um og í bún­að fyr­ir kven­kyns her­menn.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir
Kvenkyns hermönnum í úkraínska hernum hefur farið fjölgandi á síðastliðnum árum. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að Ísland muni styðja við kaup Tékklands á skotvopnum fyrir Úkraínu og fjármagna kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum.

Gert er ráð fyrir að Ísland muni verja tveimur milljónum evra, eða því sem nemur tæplega 300 milljónum króna, í verkefnið. 

Lítið framboð hefur verið af skotfærum, að því er segir í tilkynningu. Því hefur Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Gegnir lið þetta lykilhlutverki fyrir varnir landsins. 

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að brýnt sé að halda áfram stuðningi við Úkraínu af krafti. „Þannig leggjum við ekki aðeins okkar af mörkum til varnar íbúum landsins, heldur sömuleiðis alþjóðalögum í stærra samhengi og okkar eigin öryggishagsmunum,“ er haft eftir honum í tilkynningu. 

Bjarni segir að stefnan um stuðning við Úkraínu sem nú liggur fyrir þinginu muni ramma stuðninginn inn til lengri tíma. „En á sama tíma ætlum við áfram að hreyfa okkur hratt og styðja við frumkvæðisverkefni af þessu tagi.“

Hlutfall kvenna í úkraínska hernum hefur vaxið mjög síðastliðin ár, einkum eftir innrás Rússa. Til að koma til móts við þarfir kvennanna mun einkennisfötum, skotheldum vestum auk læknis- og hreinlætisvara vera útvegað fyrir 75 milljónir króna.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    þegar ég verð forseti þá mun ég reka alla ráðherra valdstjórnarinnar . . .
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Engar áhyggjur Sveinn í Felli ég er að jafna mig,held að skaðinn sé ekki varanlegur. En áhyggjur af Úkraínu er eitthvað sem ég hef raunverulega.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég er nánast aldrei sammála Sjöllunum en þarna er ég til í að mæta þeim á miðri leið og get verið sammála um atriði sem mér finnst skipta máli. Það voru líka sumir að henda skít í Þórdísi Kolbrún þegar hún var ráðherra utanríkismála fyrir hennar afstöðu varðandi Úkraínu, en mér fannst hún gera vel þar. Og nú ætla ég að hætta, ég get ekki talað meira gott um Sjallana annars fer mér að líða undarlega.
    0
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Þessi skrýtna tilfinning kallast Stokkhólmsheilkennið...
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
6
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár