Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur til­kynnt að Ís­land muni auka stuðn­ing við Úkraínu­her um 300 millj­ón­ir króna. Fjár­mun­irn­ir munu fara til kaupa á skot­vopn­um og í bún­að fyr­ir kven­kyns her­menn.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir
Kvenkyns hermönnum í úkraínska hernum hefur farið fjölgandi á síðastliðnum árum. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að Ísland muni styðja við kaup Tékklands á skotvopnum fyrir Úkraínu og fjármagna kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum.

Gert er ráð fyrir að Ísland muni verja tveimur milljónum evra, eða því sem nemur tæplega 300 milljónum króna, í verkefnið. 

Lítið framboð hefur verið af skotfærum, að því er segir í tilkynningu. Því hefur Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Gegnir lið þetta lykilhlutverki fyrir varnir landsins. 

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að brýnt sé að halda áfram stuðningi við Úkraínu af krafti. „Þannig leggjum við ekki aðeins okkar af mörkum til varnar íbúum landsins, heldur sömuleiðis alþjóðalögum í stærra samhengi og okkar eigin öryggishagsmunum,“ er haft eftir honum í tilkynningu. 

Bjarni segir að stefnan um stuðning við Úkraínu sem nú liggur fyrir þinginu muni ramma stuðninginn inn til lengri tíma. „En á sama tíma ætlum við áfram að hreyfa okkur hratt og styðja við frumkvæðisverkefni af þessu tagi.“

Hlutfall kvenna í úkraínska hernum hefur vaxið mjög síðastliðin ár, einkum eftir innrás Rússa. Til að koma til móts við þarfir kvennanna mun einkennisfötum, skotheldum vestum auk læknis- og hreinlætisvara vera útvegað fyrir 75 milljónir króna.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    þegar ég verð forseti þá mun ég reka alla ráðherra valdstjórnarinnar . . .
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Engar áhyggjur Sveinn í Felli ég er að jafna mig,held að skaðinn sé ekki varanlegur. En áhyggjur af Úkraínu er eitthvað sem ég hef raunverulega.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég er nánast aldrei sammála Sjöllunum en þarna er ég til í að mæta þeim á miðri leið og get verið sammála um atriði sem mér finnst skipta máli. Það voru líka sumir að henda skít í Þórdísi Kolbrún þegar hún var ráðherra utanríkismála fyrir hennar afstöðu varðandi Úkraínu, en mér fannst hún gera vel þar. Og nú ætla ég að hætta, ég get ekki talað meira gott um Sjallana annars fer mér að líða undarlega.
    0
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Þessi skrýtna tilfinning kallast Stokkhólmsheilkennið...
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu