Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bætt þjónusta rædd „mörg hundruð sinnum“

Það er ólík­legt að vagn­ar Strætó bs. muni fyll­ast af flug­far­þeg­um um pásk­ana þrátt fyr­ir að öll lang­tíma­stæði Isa­via við Leifs­stöð séu full. Leið 55, sem ek­ur út á völl, fer nefni­lega of seint af stað til að ná morg­un­flugi.

Bætt þjónusta rædd „mörg hundruð sinnum“
Leið 55 Það er mun ódýrara að taka strætó út á Keflavíkurflugvöll en flugrútuna. En það er alls óvíst að það henti. Mynd: bus.is

„Eflaust verður einhver aukning á einhverjum tímum dagsins,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., spurður hvort fyrirtækið græði ekki á því að langtímastæði Isavia við Leifsstöð séu fullbókuð um páskana. Jóhannes virðist því ekki bjartsýnn á að fólk sem ekki á pantað stæði fyrir einkabílinn muni snúa sér til Strætó.

FramkvæmdastjóriJóhannes Svavar Rúnarsson.

Og skýringarnar eru einfaldar: Áætlun vagnanna sem ganga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar gerir ekki ráð fyrir að farþegar nái morgunflugi. „Ég myndi því halda að það væru frekar flugrúturnar sem græddu á þessu,“ segir hann. 

Mikill verðmunur

Leið 55 leggur af stað frá Reykjavík um kl. 6.30 virka morgna og enn seinna um helgar. Og það er einmitt helgaráætlunin sem mun gilda um páskana. Þeir sem eiga bókað flug um miðjan dag og seinni partinn gætu nýtt sér þjónustu Strætó sem er mun ódýrari (2.280 krónur fyrir fullorðna) en ferð með Flugrútu Kynnisferða (3.899 krónur). Verðmunurinn er um 70 prósent. Strætóferðin tekur vissulega lengri tíma, svo því sé haldið til haga, enda fer vagninn um Ásbrú og nokkra staði í Reykjanesbæ.

„Ég myndi því halda að það væru frekar flugrúturnar sem græddu á þessu“

Jóhannes segir að hugmyndir um að bæta þjónustu Strætó út á Keflavíkurflugvöll „mörg hundruð sinnum“ hafi komið til tals. Hins vegar sé litið svo á að flugrúturnar, sem nokkur fyrirtæki halda úti, séu almenningssamgöngur, og þar af leiðandi þurfi ekki að bæta þjónustu Strætó. Líkt og á öðrum leiðum á landsbyggðinni er akstursþjónusta að flugvellinum veitt samkvæmt samningi við Vegagerðina. Að sögn Jóhannesar er nú sérstök nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins að skoða þessi mál ofan í kjölinn. 

Hvað veldur?

Samgöngur út á Keflavíkurflugvöll hafa lengi verið til umræðu. Margir farþegar kjósa að koma á sínum einkabíl og leggja í langtímastæði en svo eru mörg fyrirtæki, á litlum sem stórum farartækjum, sem aka með farþega til og frá vellinum dag hvern. Strætó virðist hins vegar afgangsstærð að ýmsu leyti. Aðgengi að flugstöðinni er t.d. eitt atriði. Vagnarnir aka upp að flugstöðinni með farþega en þeir sem eru á leið til baka þurfa hins vegar að ganga nokkurn spotta að stoppustöðinni. Þá er ferðatíðnin og ferðatími einnig óhentug fyrir flugfarþega. 

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram fyrirspurn á Alþingi um málið. Spurði hún innviðaráðherra m.a. hvort að eitthvað í lögum eða samningum við Isavia stæði í vegi fyrir því að Strætó gæti haft biðstöð nærri aðalinn- og útgönguleiðum flugstöðvarinnar og auglýst þjónustu sína innan flugstöðvarinnar. Hún hefur enn fremur bent á að í nágrannalöndum okkar séu samgöngur frá flugvelli til miðborga góðar en hér sé staðan í „hálfgerðu lamasessi“.

Ráðherrann hefur ekki enn svarað fyrirspurninni. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár