Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tadjíkar frömdu hryðjuverkið í Moskvu, en hvað er Tadjikistan?

Þeg­ar þetta er skrif­að virð­ist lít­ill vafi á að morð­ingj­arn­ir fjór­ir í Moskvu séu all­ir Tadjík­ar á veg­um Íslamska rík­is­ins. En hvað­an koma þeir?

Tadjíkar frömdu hryðjuverkið í Moskvu, en hvað er Tadjikistan?
Þessir fjórir Tadjíkar hafa allir lýst sig seka um ódæðið í Moskvu: Ofar eru Saidakrami Murodalii Rachabalizoda (t.v.) og Dalerdzhon Barotovich Mirzoyev. Neðar eru Shamsidin Fariduni (t.v.) og Mohammedsobir Fayzov. Allir fjórir báru þess merki er þeir voru leiddir fyrir dómara að mikið hefði gengið á við handtöku þeirra og yfirheyrslur. Myndbönd sem eru í umferð sýna líka beinlínis fram á að þeir hafi verið pyntaðir.

Ljóst virðist nú að þeir fjórir menn sem frömdu hið hryllilega hryðjuverk í úthverfi Moskvu á dögunum hafi allir verið upprunnir í Mið-Asíulýðveldinu Tadjikistan.

Þótt jafnljóst megi vera að það hafi þá verið aðild þeirra að öfgasamtökunum Íslamska ríkinu sem réði gerðum þeirra en ekki þjóðernið, þá er ómaksins vert að glugga í bækur og kanna sögu og samtíð heimalands þeirra í Pamírfjöllum.

Mið-Asía var í þúsundir ára mikill suðupottur þjóða og þjóðflutninga og óteljandi þjóðir hafa langt leið sína um sléttuna miklu þar sem nú eru ríkin Kasakstan, Úsbekistan og Túrkmenistan. Flestar komu að austan og höfðu lengri eða skemmri viðdvöl á sléttunni áður en þær héldu áfram í suður eða vestur.

Frá því um árið 1300 ET (eftir upphaf tímatals okkar; eftir Krist) má segja að þjóðirnar á sléttunni hafi ýmist verið af rót Tyrkja eða Mongóla. Báðir þjóðahóparnir voru komnir úr austri, Tyrkir frá Altaifjöllum á sjöttu …

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu