Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Bankasýslan vissi ekki af kaupunum á TM og vill fresta aðalfundi Landsbankans

Stofn­un­in sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um seg­ist ekki hafa ver­ið kunn­ugt um að Lands­bank­inn væri að fara að kaupa trygg­inga­fé­lag á 28,6 millj­arða króna. Formað­ur banka­ráðs seg­ist hafa upp­lýst stofn­un­ina „óform­lega“ í sím­tali í des­em­ber.

Bankasýslan vissi ekki af kaupunum á TM og vill fresta aðalfundi Landsbankans
Forstjóri Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar, stofnunar sem lýst var yfir í apríl 2022 að leggja ætti niður en er enn starfandi og fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Bankasýsla ríkisins segir að henni hafi ekki verið kunnugt um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM af Kviku banka á 28,6 milljarða króna. Stofnuninni, sem fer með eignarhlut ríkisins Landsbankanum, hafi fyrst verið kunnugt um að skuldbindandi tilboð í hlutinn hafi verið lagt fram klukkan 17 í gær.

Þetta kemur fram í bréfi sem forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, sendi til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, í kvöld. Um er að ræða svar stofnunarinnar við bréfi sem Þórdís sendi henni fyrr í dag þar sem ráðherrann óskaði eftir skýringum á kaupunum og lýsti meðal annars yfir áhyggjum af þeim. Þórdís gerði slíkt einnig í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi þar sem hún sagði að kaupin yrðu ekki að veruleika með hennar samþykki „nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða.“ 

Í bréfi Bankasýslunnar til fjármála- og efnahagsráðherra, sem birt var á vef hennar í kvöld, er tekið undir þær áhyggjur sem komu fram í bréfi ráðherrans. Þar segir að stofnunin hafi haldið fund með bankaráði Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, í dag þar sem spurt var út í viðskiptin. „Það er mat BR að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um fyrrgreind viðskipti [...] slíkt var því miður ekki gert. Það kom hins vegar fram á fundinum með bankaráði að því hafi verið ljóst fyrrgreind afstaða ráðherra til kaupanna.“ 

Bankasýslan hefur óskað eftir formlegri greinargerð frá bankaráðinu vegna kaupanna innan sjö daga og krafist þess að aðalfundi Landsbankans, sem á að fara fram á miðvikudag, verði frestað um fjórar vikur vegna málsins. Í bréfi til bankaráðsins, sem var líka birt í kvöld, er þess sérstaklega óskað að greinargerðin innihaldi skýringu á því hvernig viðskiptin muni hafa áhrif á áhættu í rekstri Landsbankans og á getu hans til að greiða eigendum sínum arð eða á annars konar ráðstöfun á umfram eigin fé.

Ríkisbanki kaupir tryggingafélag

Tilkynnt var um það í gær að Kvika banki hefði tekið tilboði Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf., eins af fjórum stórum tryggingafélögum landsins. Landsbankinn greiðir 28,6 milljarða króna samkvæmt tilboðinu fyrir og fer greiðslan fram með reiðufé. Það 1,8 milljarði króna yfir bókfærðu virði TM í bókum Kviku í lok síðasta árs. 

Í tilkynningunni var haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, sem er að fara að hætta sem formaður bankaráðs Landsbankans, að bankinn starfi á samkeppnismarkaði og það skipti verulegu máli að Landsbankinn sé áfram verðmæt eign fyrir hluthafa. „Í því felst m.a. að meta og sækja tækifæri á fjármálamarkaði til að viðhalda og auka verðmæti bankans. Bankaráð og stjórnendur hafa um nokkurt skeið skoðað kosti þess að bæta tryggingum við fjölbreytta þjónustu bankans, enda fer tryggingastarfsemi og rekstur á stórum viðskiptabanka vel saman. Við teljum að með kaupum á TM muni bæði félögin eflast og styrkjast.“

Engar formlegar upplýsingar

Í bréfi Bankasýslu ríkisins til Þórdísar segir að Helga Björk hafi upplýst stofnunina um áhuga Landsbankans á að kaupa TM eftir að samrunaviðræðum Íslandsbanka og Kviku var slitið í júlí í fyrra. Það gerðist í kjölfar þess að Íslandsbanki samþykkti að greiða 1,2 milljarða króna metsekt fyrir lögbrot sem hann framdi við söluna á hlutum í sjálfum sér í lokuðu útboði sem fór fram í mars 2022. 

Á þeim tíma var TM þó ekki í formlegu söluferli og þann 20. júlí í fyrra var Bankasýslan upplýst um að ekki hefði komið til formlegra viðræðna um kaup ríkisbankans á tryggingafélaginu. Eftir þann tíma segir Bankasýslan að engar frekari upplýsingar hafi borist henni um málið jafnvel þótt Helga Björg telji „sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023“. 

Engar formlegar upplýsingar hafi þó, á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni, um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. „Þvert á móti taldi stjórn BR einsýnt að ekki yrði af viðskiptunum af hálfu Landsbankans í kjölfar viðtals við fjármála- og efnahagsráðherra þann 6. febrúar.“ Þar er átt við viðtal sem Þórdís fór í hjá hlaðvarpinu Þjóðmálum, sem stýrt er af fréttastjóra viðskipta hjá Morgunblaðinu. Þar sagði Þórdís, sem er líka varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ein þeirra sem þykir líklegust til að sækjast eftir að leiða flokkinn þegar Bjarni Benediktsson hættir, að henni hugnist ekki að ríkisbankinn eignist TM. Sú afstaða ráðherrans var rædd á stjórnarfundi Bankasýslunnar tveimur dögum síðar og bókað að „ráðherra hugnaðist ekki að Landsbankinn kaupi TM.“

Landsbankinn verður ekki seldur

Kaupin voru mikið til umræðu í fjölmiðlum og á þingi í dag. Katrín Jakobsdóttir for­sæt­isráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, sögðu báðar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að ekki standi til að selja hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um í kjöl­far kaupa bank­ans á TM, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar fjár­mála­- og efnahagsráðherra þess efn­is.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar lýstu marg­ir hverj­ir yf­ir furðu yf­ir ólík­um sjón­ar­mið­um ráð­herra í rík­is­stjórn­inni gagn­vart mál­inu. 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði hins vegar við fjölmiðla að kaupunum yrði haldið til streitu. Í samtali við fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 sagðist hún skilja vel að ríkið vildi ekki bæta við sig félögum. „Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa.“ Ríkið á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Bankasýslan verður vonandi nr. 1 af þeim 161 stofnun sem Þórdís Kolbrún ætlar að grisja. Niðurlagning hennar, sem ákveðin var eftir síðustu Íslandsbankasölu, virðist hafa mistekist.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Indriði Þorláksson
6
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár