Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Katrín og Lilja segja nei – Landsbankinn verður ekki seldur

For­sæt­is- og við­skipta­ráð­herra segja að ekki standi til að selja hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um í kjöl­far kaupa bank­ans á trygg­inga­fé­lag­inu TM, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar fjár­mála­ráð­herra þess efn­is. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar lýstu marg­ir hverj­ir yf­ir furðu yf­ir ólík­um sjón­ar­mið­um ráð­herra í rík­is­stjórn­inni gagn­vart mál­inu í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um fyrr í dag.

Katrín og Lilja segja nei – Landsbankinn verður ekki seldur
Katrín Jakobsdóttir fékk fjórar fyrirspurnir um kaup Landsbankans á TM í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Mynd: Golli

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðu ráðherra ríkisstjórnarinnar svara um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Vakti það furðu hjá sumum þeirra að yfirlýsingar fjármálaráðherra stönguðust á við samþykktir formanna ríkisstjórnarinnar frá því fyrir tveimur árum.

Í gær var tilkynnt um áform Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, að kaupa TM af Kviku banka fyrir 28,6 milljarða króna. Í kjölfarið lýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, yfir óánægju sinni með ákvörðunina í færslu á Facebook í gærkvöldi. Sagði hún að hún myndi ekki samþykkja þessi viðskipti nema ríkið myndi hefja sölu á hlut sínum í Landsbankanum. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku skýrt fram í ræðum sínum að ekki stæði til að selja hlut ríkisins í Landsbankanum.

„Það er algjörlega skýrt af minni hálfu að ég mun ekki taka þátt í því að selja hlut í Landsbankanum. Það er það sem þessi ríkisstjórn ákvað,“ sagði forsætisráðherra. Hún segist þeirrar eindregnu skoðunar að Landsbankinn skuli vera í eigu almennings áfram.

„Olía á verðbólgubálið“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, virtist óánægð með það að auka ætti peningamagn í umferð um 28 milljarða króna með kaupunum á TM. „Það er ekki nóg með það heldur sendir bankastjóri Landsbankans í orðsins fyllstu merkingu fjármálaráðherra fingurinn og segir bara hreinlega að fjármálaráðherra komi þetta ekkert við, akkúrat ekki neitt.“

Vísaði Inga þar líklegast til ummæla Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, frá því fyrr í dag. Í samtali við mbl.is sagði Lilja Björk að bankinn myndi standa við kaupsamninginn þrátt fyrir opinbera gagnrýni fjármálaráðherra. 

Vildi Inga fá að vita hvaða „gjörningar og plott“ væru í gangi. „Ég get ég ekki betur séð en að sé verið að belgja út báknið og sé verið að stofna hér nýgerðum kjarasamningum í stórkostlega hættu með auknu peningamagni í umferð upp á tæpa 28 milljarða króna sem um leið heitir olía á verðbólgubálið,“ sagði hún. 

Inga ýjaði að því að verið væri að reyna að skera Kviku banka, sem ætlar að selja Landsbankanum TM, út úr „einhverjum skuldakröfum í einhverju plotti“ sem hún væri sjálf ekki búin að ná utan um.

Í svari sínu sagði Katrín Jakobsdóttir að bera þyrfti ákvörðunina undir Bankasýslu ríkisins, sem færi með hlut ríkisins í Landsbankanum. „Það er þannig sem þetta mál stendur.“

„Hvaða leikur er í gangi?“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, vísaði í fyrirspurn sinni til forsætisráðherra til yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna árið 2022 þar sem áhersla var lögð á óbreytt eignarhald ríkisins í Landsbankanum. Þetta gengi hins vegar í berhögg við yfirlýsingar fjármálaráðherra.

„Var ekkert að marka þessa yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna? Er það rétt að fjármálaráðherra sé bara að tala út frá sínum eigin hugðarefnum og í raun gegn ákvörðun formanna stjórnarflokkanna í þessum pistli sínum í gær? Hvers vegna er fjármálaráðherra að tala svona beint gegn yfirlýsingu formanna ríkisstjórnarflokkanna? Hvaða leikur er í gangi?“ spurði Þórhildur Sunna.

Í svari sínu sagði Katrín að yfirlýsing formannanna stæði. 

„Hvað er eiginlega að gerast hérna? 

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, finnst málið hið furðulegasta. Sagði hann að fjármálaráðherra stillti samstarfsflokkunum upp við vegg með ummælum sínum um einkavæðingu Landsbankans.

„Hvað er eiginlega að gerast hérna? spyr Sigmundur Davíð. „Hefur þetta mál ekkert verið rætt í ríkisstjórn? Er þetta bara skeytasending frá fjármálaráðherra af Facebook frá New York sem hæstvirtur forsætisráðherra gerir ekkert með og tekur ekkert mark á?“

Í svari sínu sagðist Katrín enn standa með yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá 2022 um óbreytt eignarhald í Landsbankanum. Sú stefna væri skýr og Sigmundur þyrfti ekki að efast um það né finnast það ruglandi. Mikilvægt væri að halda til haga að viðskipti sem þessi færu eftir ferlum og reglum. Eðlilegt væri að bera ákvörðunina undir Bankasýslu ríkisins. Það væri hennar afstaða gagnvart kaupum bankans á TM.

„Þetta bara kom upp akkúrat núna“

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, innti Lilju eftir því hvort henni hugnaðist það að Landsbankinn keypti stórt tryggingafélag á sama tíma og stefna stjórnvalda væri að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði.

„Telur hæstvirtur ráðherra að þetta sé í samræmi við eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum? Og ef svo er ekki, telur hæstvirtur ráðherra að stjórnvöld geti með einhverjum hætti stöðva þessi áform Landsbankans út frá armslengdarsjónarmiðum?“

Svör Lilju voru svipuð og Katrínar, en hún sagði að hennar mati væri ríkið ekki að fara að einkavæða Landsbankann. Hún sagði þó að þessi þróun væri nýskeð og að hún ætti eftir að kynna sér málið betur.

„Ég á eftir að kynna mér það bara mun betur nákvæmlega hvernig þetta allt er og hvað Landsbanki Íslands er að hugsa og hvernig hann sér þetta fyrir sér. þannig að ég skal bara vera alveg hreinskilin – þetta bara kom upp akkúrat núna.“

Sigmar sagði þá að svör ráðherranna tveggja leiddu í ljós að alls óljóst væri hver áform ríkisstjórnarinnar væru.

„Menn tala algerlega í austur og vestur. Fjármálaráðherra sagði í gær að þessi kaup ríkisbankans á tryggingafélagi yrði að stöðva nema að rætt yrði um sölu Landsbankans. Nú er hæstvirtur forsætisráðherra búinn að segja að það standi ekki til að selja Landsbankann nema mögulega þegar búið verður að selja Íslandsbanka. Maður klórar sér svolítið í kollinum yfir því hver næstu skref raunverulega verða.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEK
    Guðrún Emilía Karlsdóttir skrifaði
    Hvað gerði Bóndinn,jú hann leysti hnútanna og fjöigaði mjóikandi kúm í fjósi og fékk arð
    0
  • SS
    Sigmundur Sigmundsson skrifaði
    Hvað er í gangi hjá bankastjóra LI og bankasýslu forstjóranum ? Það er greinilega verið að losa einhverja gæðinga úr flækju og færa einhverja milljarða í vasa einkavina.Hvaða banki færi að selja slíkan gullmola sem TM á að vera ? Gott fyrir banka að eiga tryggingafélag ! Hví skildi Kvika banki selja gullkálfinn ?
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Landsbanki kaupir tryggingafélag, fríar skólamáltíðir! Nokkuð augljóst er, að ríkisstjórnarflokkarnir eru farnir að búa sig undir kosningar. Dæmum af þessu tagi á ugglaust eftir að fjölga með vorinu. Katrín þarf á góðum ágreiningi og kosningum að halda sem allra fyrst, ef bjarga á flokknum frá falli.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
6
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
7
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár