Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Einhvern tíma lýkur þessu og það var það sem við ákváðum að þora að segja“

Jarð­eðl­is­fræð­ingi, sem hef­ur spáð því að jarð­hrær­ing­um við Grinda­vík ljúki síð­sum­ars, finnst allt í lagi að menn fari að ræða það hvort Grind­vík­ing­ar gætu flutt aft­ur heim. Bráða­hætt­an virð­ist að hans mati af­stað­in.

Grímur Björnsson „Ég er dálítið bjartsýnn að eðlisfari. Mér finnst alltaf að ég eigi að leita að lausnum en ekki vandamálinu. Einhvern tíma lýkur þessu og það var það sem við ákváðum að þora að segja.“

Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur birtu í gær grein þar sem þeir settu fram tímalínu um atburðina í Grindavík. Samkvæmt þeirra greiningu mun jarðhræringunum nálægt Grindavík ljúka síðsumars á þessu ári. 

Grímur segir þá alls ekki vera að spá því að svæðið á Reykjanesi í heild sinni sé að hætta. „Það er bara þessi tenging milli Svartsengis og Sundhnúks sem virðist vera að stífna. Það er að verða erfiðara fyrir kvikuna að finna sér stað þarna.“

Grímur var viðmælandi Aðalsteins Kjartanssonar í nýjasta þætti Pressu.

„Einhvern tíma lýkur þessu“

Grímur segir það ekki hans að meta hvort að Grindvíkingar geti flutt heim skyldi eldvirknin róast niður á svæðinu. „En mér finnst allt í lagi að menn fari að ræða það.“ Það sé á hröðu undanhaldi að fólk geti fengið yfir sig hraunskvettu. Enn fremur sé komin góð reynsla á varnargarða og tækni til að eiga við hraunið komi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár