Umdeilt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi hefur verið sent frá ráðuneytinu til þingflokksformanna ríkisstjórnarflokkanna til meðferðar. Ráðherrra mun svo í kjölfarið mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi og það verður tekið til fyrstu umræðu. Eftir það mun frumvarpið fara til atvinnuveganefndar og í kjölfarið til frekari meðferðar og atkvæðagreiðslna á Alþingi.
Fresti til að skila athugasemdum um frumvarpið lauk um miðjan janúar síðastliðinn og bárust 306 athugasemdir frá ýmsum einstaklingum, samtökum og fyrirtækjum. Athugasemdir sem bárust urðu að fréttaefni í upphafi ársins.
Frumvarpsdrögin eru ekki opinber á þessu stigi eftir að mögulegar breytingar hafa verið gerðar á því í ljósi þeirra athugasemda sem bárust. Með frumvarpinu er verið að marka lagaramma um meðal annars laxeldi í sjókvíum til framtíðar og er hluti af vinnu matvælaráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar við að bæta laga- og regluverk greinarinnar.
Með frumvarpinu var …
Athugasemdir (2)